Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 23
23
Franskir dagar Les jours français
og leiðbeiningar á sinn ljúfa hátt. Þegar amma
var heimsótt á hátíðisdögum var sparibollastellið
notað og heitt súkkulaði borið fram. Við börnin
fengum líka að drekka úr fínu bollunum, okkur
til gleði. Amma sagði stundum söguna af því
þegar hún var barn og fór til messu á jólum og
eftir á var boðið til kirkjukaffis á prestssetrinu.
Þar fengu börn jafnt sem fullorðnir að drekka
úr ákaflega fínum gullslegnum bollum og henni
fannst þetta svo hátíðlegt að hún ákvað með sjálfri
sér að svona skyldi þetta einnig verða hjá henni
og við það stóð hún. Börn ömmu, allavega þau
eldri, munu hafa átt sinn eigin sparibolla sem
einungis var notaður á hátíðum.
Amma kunni að gera mikið úr litlum efnivið,
hún heklaði til dæmis mottur úr súrmjólkur-
pokum og heklaði einnig utan um baggabönd
í mottugerðinni. Gömul sængurver og efnisaf-
gangar voru klippt eða rifin í mjóar ræmur sem
voru fléttaðar og síðan saumaði hún þetta saman í
mottur. Hún bjó líka til dúkkur úr efnisafgöngum
og fleiru. Amma átti alltaf til nóg af vettlingum
og sokkum sem hún gaf okkur, oft átti hún það
mikið til að hægt var að velja mynstur eða liti.
Við vorum mörg barnabörnin sem nutum góðs
af þessu. Seinna voru það svo langömmubörnin
sem einnig fengu að njóta handverks hennar.
Amma prjónaði sokka og vettlinga svo lengi sem
heilsa hennar leyfði, og var það með þakklæti og
gleði sem við tókum á móti þessum gjöfum, því
það var í hennar anda að gestir væru leystir út
með glaðningi.
Okkur börnunum til gleði klippti hún stundum
út allskyns dýr og fólk úr blöðum og pappa sem
til féll, oftast þó hesta. Amma var alla tíð hrifin
af hestum, var óhrædd við þá og hafði gott lag á
þeim. Þegar hún var í Gröf sem barn, náði hún
eitt sinn hrossi úr hrossahóp, komst á bak og
hesturinn rauk af stað. Þetta var þá ótemja en
hún tolldi á baki. „Það var meiri ferðin á skepn-
unni,“ varð ömmu að orði þegar þetta kom til tals
seinna meir. Meðan hún bjó í Dölum átti hún
alltaf brauð til að gefa þessum vinum sínum, sem
litlir hestasveinar teymdu að eldhúsglugganum
og var þá góðgætið rétt út um gluggann.
Amma hafði gaman af lestri og las alla tíð mikið.
Sagði hún stundum frá að hún hefði lesið alla
jólanóttina, fyrir tíma rafmagnsins, því þá mátti
ljósið loga alla nóttina. Það var alltaf gaman að
heyra frásagnir frá barnæsku hennar því margt
var svo ólíkt í þá daga.
Öll börn ömmu fóru í frekara nám eftir barna-
skóla, þrátt fyrir þröngan fjárhag. Bæði unnu þau
sjálf fyrir skólagöngu sinni og/eða fengu aðstoð
hjá góðu fólki.
Fjölmargir afkomendur ömmu eiga heima á Fá-
skrúðsfirði. Eftirfarandi frásögn Boggu sýnir
glöggt að það er hverju orði sannara: „Einu sinni
kom frændi minn í mötuneyti barnanna í sveitinni
í grunnskólanum og var þá verið að tala um ömmu
á Egilsstöðum. Það tóku svo margir undir frá
Þernunesi, Hafranesi, Brimnesi og Dölum að
hann spurði hneykslaður hvort hún væri amma
allra á Fáskrúðsfirði.“ Ekki er það nú alveg en
það eru ansi margir frá henni komnir.
Eftir að amma flutti í Egilsstaði kom hún samt oft
niður á firði og gisti hjá börnum sínum um lengri
eða skemmri tíma. Marinó átti trilluna Þernu
og gerði út frá Hafranesi á efri árum. Fyrir sig
og ömmu smíðaði hann verbúð sem var staðsett
yfir skurði á símastaurum, við hliðina á sjóhús-
inu á Hafranesi. Munum við þau sitjandi á sínu
rúminu hvort með lítið borð á milli sín. Lítið var
um annan húsbúnað ef frá er talinn skápur, enda
komst ekki mikið meira fyrir í þessu litla húsi, en
þetta dugði þeim vel enda nægjusemin í fyrirrúmi.
Aldrei skipti hún amma skapi, að minnsta kosti
fór hún ákaflega vel með það ef svo var. Hennar
ljúfi og mildi háttur virkaði róandi á alla sem í
kring voru.
Það eru forréttindi að hafa átt hana fyrir ömmu
enda teljum við að ekki sé hægt að finna betri
fyrirmynd. Við sem berum nafnið hennar gerum
það svo sannarlega með stolti.
Snorri Felix Guðjónsson, Sigríður Fanney Guðjónsdóttir, Björgvin Steinþórsson, Vilborg, Bjarmi
Hreinsson, Sverrir Freyr Guðjónsson og Geisli Hreinsson.
Vilborg Björnsdóttir, Vilborg Elísdóttir, Vilberg Marinó Jónasson, Vilborg Sigfúsdóttir, Vilborg
Eiríksdóttir og Vilborg Friðriksdóttir. Myndin er tekin í Skrúði á 80 ára afmæli Vilborgar, 2. janúar
1996.
Klippimyndir. Vilborg hafði unun af því að klippa út dýr úr pappír.
Bollastell sem Vilborg og Steinn fengu í brúðkaupsgjöf. Það er nú á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum.