Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 40

Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 40
40 stjóri og útgerðarmaður og sinnti strandsigl- ingum um tíma, því voru oft margir í Baldurshaga, bæði í mat og gistingu. Félags- og öryggismál voru Nönnu ofarlega í huga. Hún vann gegn almennri fátækt á vegum Kvenfélagsins Keðj- unnar og stuðlaði að því að húsmæður fengju tíma fyrir sjálfa sig í húsmæðraorlofi. Nanna vann ötult starf í nefnd sem stofnuð var til söfnunar á hlutafé til byggingar Félagsheimilisins Skrúðs. Nanna var fyrsta konan sem settist í hreppsnefnd Búðahrepps, var lengi formaður Kvenfélagsins Keðjunnar, þar sem hún var gerð heiðursfélagi. Einnig var hún ein af stofnendum Slysavarnafé- lagsins Hafdísar og var hún gerð að heiðursfélaga Slysavarnafélags Íslands. Hún var ein af stofn- endum Krabbameinsfélags Austurlands og liðtæk í Félagi austfirskra kvenna. Nanna ritaði einnig frásagnir í blöð og tímarit. Starfsfólk Orðabókar Háskólans leitaði oft til hennar varðandi íslenskt mál. Ekki eru margir sem vita að Nanna var ágætis áhugaljósmyndari og náði meira að segja á efri árum, fyrir tilstilli barnabarns, að taka þátt í ljósmyndasýningu á Egilsstöðum. Hún hafði gott minni alla tíð og hafði náð 90 ára aldri þegar hún lést 11. nóvember 2003. Bergkvist var oft að heiman vegna atvinnu sinnar, hann sótti vertíðir á Hornafirði, í Sandgerði, Hafnarfirði og víðar. Um tíma sinnti Bergkvist strandferðum, þegar Steindór Jónsson, sem rak fólks- og flutningaferjuna Drang, leigði bát Berg- kvists til vöruflutninga. Á fyrri hluta stríðsáranna var bátur hans, ásamt áhöfn, tekinn af breskum hermönnum og færður í höfn á Seyðisfirði. Eða eins og Bergkvist sagði: „Ég var hernuminn.“ Það átti að þvinga áhöfnina til að flytja vopn til Breiðdalsvíkur, en Bergkvist neitaði og um nóttina ákvað áhöfnin að taka áhættu á að vera ekki skotin niður og þeir ræstu bátsvélina en ljósin voru slökkt, á meðan báturinn sigldi út fjörðinn. Sem betur fer urðu engir eftirmálar af atvikinu. Á seinni hluta stríðsáranna, þegar Bergkvist hafði fest kaup á bátnum Nönnu, starfaði hann fyrir bandaríska herinn við vöruflutninga frá Reykjavík til Vestfjarða. Eitt sinn þegar áhöfnin kom um borð og varð ljóst að farmurinn sem átti að flytja þann daginn var dínamít, fór áhöfnin aftur uppá bryggju og neitaði að fara með farminn. Eftir smá umhugsun, hoppaði einn af bestu vinum Bergkvists, Finnbogi Jónsson, aftur um borð og sagði þá fleygu setningu: „Til andskotans með dínamítið fyrir mér!“ Þangað til vegur var lagður frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur þurftu sjúkraflutningar að fara fram sjóleiðina. Haraldur læknir fór í mörg útköll með Bergkvisti og eitt sinn í mjög slæmu veðri var bráðaútkall á Stöðvarfjörð. Ferðin gekk þokkalega þó veðrið væri slæmt. Haraldur var þekktur fyrir að vera fámáll og ljúfur maður en ekki var mikið sagt á leiðinni. Þegar komið var til Stöðvarfjarðar þurfti að sæta lagi því að ekki var hægt að leggja að bryggju. Þurfti Haraldur að stökkva í land en Bergkvist beið í bátnum á meðan. Þegar merki kom frá landi um að Har- aldur væri á leiðinni fór Bergkvist að bryggju, læknirinn stökk um borð og sagði rólegur: „Jæja nú höfum við bjargað tveim mannslífum.“ Ekki sagði Haraldur fleira á leiðinni til baka, fyrr en hann klifraði uppá bryggjuna og sagði: „Gott var nú blessað veðrið.“ Bergkvist tók aldrei greiðslu fyrir þessar ferðir með lækninn. Það var sérstök stund þegar Nanna tók fram allar möppurnar sínar, en í þeim eru sögur og frásagnir með fallegri handskrift hennar. Nanna skrifaði með kúlupenna um atburði liðinna ára, lýsingar á húsum sem löngu er búið að rífa á staðnum og frásagnir af alls konar fólki sem hún hitti og kynntist um dagana. Einnig safnaði hún úrklippum úr blöðum um ýmislegt sem henni þótti athygli vert. Þessar atburðabækur Nönnu eru orðnar margar talsins og oft tók hún þær upp og sýndi þeim sem til hennar komu, enda hafði hún einstaklega gaman af því að fá til sín gesti. Oft var komið með erlenda gesti í Baldurshaga, einkum Frakka, sem komu til Fáskrúðsfjarðar og vildu fá að heyra um lífið á staðnum í gamla daga. Einhvern tíma sögðu barnabörnin við Nönnu í gríni að ef hún hefði fæðst 50 árum síðar væri hún að kenna sagnfræði. Nanna sá nefnilega mikilvægi þess að skrá söguna. Hún tók viðtöl við Bergkvist á hljóðsnældur og spurði hann um æsku hans og daglegt líf á Höfðahúsum og skrá- setti svo eftir því. Bergkvist sagði meðal annars frá því að þegar hann var lítill sóttist hann eftir því að fara með Þorsteini afa sínum í skúturnar, en afi hans var hreppstjóri og þurfti starfsins vegna að eiga mikil samskipti við Frakkana. Bergkvist hefur haft næmt eyra því þegar hann kom í land lék hann Frakkana og hafði eftir sem sagt var á frönsku í skútunum. Þó hann skildi ekki það sem sagt var mundi Berg- kvist setningar eins og söng- texta og fannst barnabörnunum spennandi að biðja afa um að segja eitthvað á frönsku. Amma Bergkvists var Karólína María, hún var yfirsetukona og vegna starfs Þorsteins maka síns æxl- aðist það þannig að hún sinnti aðhlynningu sjúkra franskra sjó- manna fyrir tíma Franska spít- alans. Þegar Elín Pálmadóttir rithöf- undur leitaði heimilda í bókina sína, Fransí Biskví, hafði hún samband við Nönnu, hún var vit- anlega fús að útvega efni í bókina enda hennar áhugamál. Í Fransí Biskví kemur fram að Bergkvist sagði meðal annars frá því að eitt sinn hafi Þorsteinn afi sinn komið heim úr skútu með veikan franskan dreng til aðhlynningar hjá ömmu sinni. Þau sáu að illa hafði verið farið með hann og héldu honum eins lengi og þau gátu. Þegar skipið var að fara átti að Rannveig Ragna, Jón Baldvin og Guðríður Karen. Bergþóra í túninu með lamb. Börnin í Baldurshaga, Rannveig Ragna, Jón Baldvin og Guðríður Karen, að leik ásamt Stefáni Pálmasyni. Bergkvist Stefánsson á Litla Tindi. Guðríður Bergkvistsdóttir og Marteinn Steinþórsson um borð í Esjunni á leið frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur (lítið barn og kona óþekkt). Ein af myndum Nönnu sem rataði á ljósmyndasýningu á Egilsstöðum. Franskir dagar Les jours français

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.