Alþýðublaðið - 12.12.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.12.1919, Blaðsíða 1
Crefið *it aí Alþýðníiokkunm. 1919 Pöstudaginn 12. desember 39. tölubl. Brey tingar fi. fátækraframíærslu í Danmörku. Hafi styrkþegi yfir 600 kr. tekj- ur, er dregið af styrknum að til- tölu við hækkun teknanna. T. d. fá þeir, sem hafa 800 kr. tekjur, ekki meira en helming styrksins. Laugaveg 43 B. Jóla- og nýjárskort stórt og fjölbreytt úrval. Einnig afmælis- og fleiri tækifæriskort. Heilla- Danska stjómin fól jafnaðar- tnanninum K. H. Steincke land- þingsmanni á hendur, að rannsaka og gera tillögur um endurbætur á skipulagi fátækramálanna í Dan- ttiörku. Steincke lauk þessu starfi fyrir nokkru, og eru tillögur hans um framtíðarfyrirkomulag fátækramál- anna mjög merkilegar. Eftir hinu nýja fyrirkoinulagi eiga þeir, sem taka við styrk frá tví opinbera, að finna, að þeir hafi rótt til þess að fá þennan styrk, og vita, að þeir missi eigi neitt af sínum borgaralegu rótt- indum, en ekki finna, að það sé ölmusugjöf, eða þeir kaupi styrk- inn því dýra verði, að missá borg- araleg róttindi. Telur hann hið núvorandi fyrir- komulag bæði hafa ill áhrif á styrkþegana, þannig, að þegar styrkhæðín er elcki ákveðin, vænta öienn máske of mikils af styrkn- nm, og afla sér eigi eins mikils sjálfir, sem annars væri máske kostur á, og einnig komi styrkur- inn oft mjög misjafnt og óréttlát- iega niður. Með hinu nýja kerfi verða sett fttat takmörk, bæði fyrir upphæð styrksins og einnig fyrir því, hve íátækur maður þurfi að vera, til tess að njóta styrksins. Steincke leggur til, að þjóðfó- iagið skuli styrkja: 1. Alla þá, sem vantar, eða hafa ^hist hæfileikann til að vinna, e. börn, gamalmenni, sjúklinga o. s> frVt 2. Alla þá, sem að vísu hafa ^fileika til að vinna, en hafa af ^ti ástæðum ekki tækifæri til að öeyta þeirra. Ellistyrbnr. 011 fátæk gamalmenni eiga nQimting á ellistyrk. Pimta hvert ár hækkar styrk- urinn um 10°/o. Er álitið að þörfin vaxi eftir því, sem styrkþeginn verður eldri. Ef styrkþegi byrjar að njóta styrksins 60 ára, fær hann 2/a af fullum styrk, en styrk- urinn hækkar árlega, ef hann bíður, svo að hann fær 50°/o hærri styrk, ef hann byrjar ekki að njóta styrksins fyr en hann er 66 ára. Hvað barnaframfærslunni við- víkur, vill Steincke hafa sama kerfið og hingað til, sé um börn utan bjónabands að ræða, og séu börnin alin upp af því opin- bera. En séu þau sett í fóstur, skal móðirin greiða meðlag jafnt sem faðirinn, og það þó faðirinn ali barnið upp, Einnig leggur hann til, að hjónum, sem eigi fleiri en 2 börn, verði veittur fastur styrkur, sem sé ákveðinn eftir fátækt og barna- fjölda. Tiigangurinn með þessu er sá, að koma í veg fyrir það, að hjón, sem eiga mörg böm, skuli þurfa að vera ver sett, en þau, sem eiga fá. En af því hefir, eins og menn vita, leitt það, að hjón reyndu að hindra að þau ættu mörg börn. Hjálp skal veitt þeim, sem eru sjúkir af ólæknandi („kroniskum") sjúkdómum, og skulu sveitafólög sjá um ókeypis sjúkrahjúkrun. Yinnulausa menn skal styrkja á sama hátt og sjúka, nema sór- staklega standi á. Einnig skal veita hjálp í ein- stökum fölium, svo sem sökum húsnæðisvandræða, barnsfæðinga o. fl. Enginn slíkur styrkur, sem hér er áður nefndur, hefir í för með sér nokkurn réttindamissi. Einnig leggur Steincke til, að veitt verbi úr sveitasjóðunum lán ósbabréf og bréfspjöld af hinu nýja sbjaldarmerki íslands. Yon á nýjum tegundum innan skamms. Friðfinnnr Guðjónsson. gegn tryggingu, rentulaust, er nemi frá 30—300 kr. En flækingum og ofdrykkju- mönnum skuli veitt hjálp, en það fó er afturkræft, og gefur lánið viðkomandi sveitastjórn víst vald yfir lánþega, og getur, ef sérstak- lega stendur á, valdið missi kosn- ingaréttar. Ein af allra stærstu breyting- unum er þó breytingin á stjórn fátækramálanna. Nú er hún í mörgu lagi, hjá fátækrastjórninni ýmsum hjálparsjóðum og lögreglu- stjórnunum. En í framtíðinni á hún öll að vera undir einni stjórn (Sooialstyre), en sú stjórn undir sérstöku „soci- al“-ráðuneyti. Afstaða sveitafólaganna innbyrðis gerbreytist hvað þessu ■ viðvíkur, þannig, að efnaðri sveitafélögin hjálpa, hinum fátækari, en t. d. ríkið sér sjálft uiu alla brjálaða menn o. s. frv. Enn fremur verður farið eftir dvalar-, en ekki fæðingarsveit, og styrkur til útlendinga greiddur af ríkisfé. Steincke gerir ráð fyrirj að kostnaður sveitafólaganna muni aukast úr 46 upp í 55 mill. kr., en kostn. ríkisins úr 30 og upp í 98 mill. kr. en þar af gangi 55 mill. til að styrkja hjón er eiga fleiri en 2 börn. Ekki er búist við að þetta fyrirkomulag komist á fyr en dýrtíðarútgjöld ríkisins, sem nú nema 200—250 mill. kr. á ári, lækka að mun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.