Alþýðublaðið - 12.12.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1919, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nokkrir dugl. drengir óskast til að selja nýja bók á gotnnum. Drengirnir komi kl. 11 á morgun. Gi-«.ögfeir Jónsson, Laugaveg 17. Xoli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). XI. Ekki leið á Iöngu áður en Halli gafst kostur á að athuga njósnirnar. Hann fór að skilja að nokkru leyti vald það er fjötraði þeana þögla og þolinmóða mann- grúa við þrælkunina. Sunnudags- morgun nokkurn ranglaði hann um námuhverfið með Tim Rafferty asnreka. Tim var vandaður og góður piltur. Andlit hans var spilt af kolaryki en augun blá og dreymandi. Þeir gengu heim til Tims. Faðir hans var lotinn og iuinn en sterklegur og mikill að burðum. Forfeður hans höfðu verið námumenn langt fram f ættir. Hann var kallaður „gamíi Raf- ferty", þó hann hefði ekki náð fimtugu. Hann hafði unnið í nám- unutn síðan hann var níu ára. Rafferty gamli sýndi Halli myndir af forfeðrum sínum „í gamla landinu". Það voru hraustlegir og hrukkóttir karlar, sem sátu stinnir og hátíðlegir á meðan að svipur þeirra var gerður ódauðlegur fyrir eftirkomenáurnar. Móðir Tuns var mögur, grá fyrir hærum og tannlaus. Hún var mjög góðleg. Halli geðjaðist vel að henni af því að hús h^nnar var svo þrifalegt. Hún sat á þröskuldinam og sagði börnum sínum skemtilegar sögur og æfin- týri. Krakkarnir voru hreinir og þvegnir. Halli var boðið að borða mið- degisverð. Var honum fenginn hreinn hnífur og gaffill, heitar kartöflur og tvær sneiðar af söltu fleski á hreinum diski. Honum fanst það svo ágætt að hann spurði strax hvert hann mætti ekki borða þar og fara frá mat- söluhúsinu, sem félagið hafði vís- að honum tii. Frú Rafferty leit upp stórum augum. „Jú“, sagði húu. „Haldið þér mættuð þaðf“ „Þvi ekki það?“ spurði Hallur. „Það væri eftirbreytnisvert fyrir hina“. „Haldið þér að eg verdi að borða hjá Reminitsky". „Félagið hefir sex matsöluhús", mælti konan. „Hvað myndu þeir gera ef eg borðaði hjá yður?“ „Fyrst mundi yður vera gefin bending og síðan yrðuð þér rek- inn, ef til vill fengjum við sömu útreiðina". „Já, en það eru mörg matsölu- hús niður hjá hermannaskálunum", mælti hann. „Nú jál Þeir gulul Þá telur enginn. Þeir búa og matast hvar sem vera skal. Þér byrjuðuð að borða hjá Reminitsky, og það myndi ekki vera ráðlegt að taka yður þaðan". „Já, nú skil eg“, mælti Hallur hlægjandi. „Það virðist vera hér sitt af hverju sem ekki þykir ráðlegt". „Víst er um þaðl Nick Ammon og fjölskyldu hans var sagt upp af því að kona hans keypti mjólk niðri i dalnum. Barnið þeirra var veikt og það er ekki svo mikil næring í gutl inu, sem selt er í búðinni. Jeg held þeir setji kalk í mjólkina, að minsta kosti er altaf eitthvað hvítt á botninuna". „Nú svo þér verðið lfka að kaupa í búð félagsins". „Mér fanst þér segja að þér hefðuð unnið áður í kolanámum?" sagði Rifferty gamli, sem hafði hlýtt þegjandi á samræðurnar. „Það hefi eg líka", sagðt Hall- ur, „en það var ekki líkt því eins vont eins og þetta". „Á?“ mælti frú Rafferty. „Það væri gaman að vita hvar það væri — hérlendis. Eg og karlinn minn höfum eitt mörgum þrælk- unar-árum í að leita að þeim stað?« Þau höfðu talast við mjög blátt áfram og eðliiega en þá var alt f einu sem drægi skugga yfir andlit þeirra — hræðslu skugga. Hallur tók eftir því að Rafferíy gamli leit á konu sína, hleypti brúnum og gaf henni bendingu. Þau vissu haria lítið um þenna viðkunnanlega ókunna msnn þeg- ar öilu var á botninn hvolft. Hann sem talaði svona hispurs- laust og hafði ferðast svo víða. „Það er ekki af því að við séum að kvarta", sagði gamli maðurinn. Og kona hans fiýtti sér að taka undir: „Ef þeir leyfðu varn- ings:ölum að koma hingað, þá yrði víst ástandið dáfallegt, er eg hrædd um. Eg hugsa að okkur líði hér jafn ve! og annarsstaðar". „L(f verkanjannsins er enginn Ieikur hvar sem er", bæí.ti gamli R^fferty við. Tim ætlaði að fara að Ieggja orð í belg en gömlu hjónin þögguðu óttaslegin niður í honum. Það fékk mjög á Hall og hann flýtti sér að vekja máls á öðru. Jólagjafip. ©tofuprýöl. Myndir — innrammaðar — af Jóni Sig- urðssyni forseta, Mattli. Joch- umssyni, Jónasi Hallgrímssyni, Yaldimar Briem o. fl. eru til sýnis og sölu á afgreiðslu Alþýðu- blaðsins. — Verðið lágt. — Heppi- legar jólagjaíir við hvers manns hæfl. fáið þér beztar og ódýrastar í cTSaupfdía^i v®rRamannaf Laugaveg 22 A. Sími 728. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Óíafar Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.