Ský - 01.04.1992, Blaðsíða 13

Ský - 01.04.1992, Blaðsíða 13
inúitasago FAÐIR FISKANNA Feröamaður! Farib getur svo ef þú flækist inn í land að fyrir þig beri gamlan mann sem þar situr á fljótsbakka. Mun maöur þessi hafa hníf mikinn í hendi. Ekki er hann þó ætlaður þér. Það mun heldur að hann sitji þar vib að tálga niður kefli. Liðlangan daginn og nóttina með er hann að tálga. Allan veturinn og sumarið á enda situr hann þar við að tálga. Og spænirnir fljúga frá honum og falla í vatnið þar sem líf kviknar með hverri flís. Og þegar út ósinn kemur og í sjóinn er allt það mikla spónarek orðib ab laxi, bleikju, þorski, lobnu, hrognkelsi og lúðu. Þessi maður er faðir allra fiskanna. Ekki drepa hann. sigfús bjartmarsson sneri sögunum úr ensku

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.