Alþýðublaðið - 29.11.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1924, Blaðsíða 3
A L !Þ YÐUBLAÐÍÐ í sínu beztu þakkir fyrir þetta höfðinglega boö, en kvaö ófyrir- sjáanlegar ástœður geta ráðið því, að ekki yrði unt að neyta þess. Annars hefði verið hugsað, að nœsti fundur yrði í Amsterdam eða París, en ekki væri hægt að ákveða neitt um það fyrr en að fundinum liði. Yar stjórnarnefnd sambandsins síðan falið að ákveða næsta íundarstað eftir ástæðum. Þá var ákveðið, að sambandið skyldi til næsta fundar hafa að- setur í Bern í Svisslandi og fimm manna stjórnarnefnd þess endur- kosin; Þá var og prentarasam- böndum Frakklands, Hollands, Pýzkalands og Tékkoslóvakíu falið að velja sinn manninn hvert til aukningar i nefndina, þegar mikil vandamál lægju fyrir henni til úrskurðar.t Forseti gaf siðan yflrlit yflr störf fundarins, þakkaði fulltrúum komu þeirra og störf og góða við- kynningu, mintist nokkrum orð- um á starfsemi satnbandsins til næsta fundar. óskaði fundarmönn- um góðra heimférða og iýsti siðan íundinum Blitið með þreföldu heillahrópi sambandinu til lang- lífis og velgengni, en fundarmenn tóku undir fullum hálsi. Þar með var fundinum lokið. Margir fundarmenn lögðu þegar af stað heim til sín, og kvöddust því flestir þarna samstundis og mæltu til vináttu með sór fram vegis. Nokkri; gátu ekki komist af stað fyrr en siðar, og meðal þeirra vorum við Norðurlandabú- arnir. Ég gat ekkí farið fyrr en tveim dögum síðar, en hinir ætl- uðu morguninn eftir flugleiðina til Kaupmannahafnar. Kom okkur ásamt að halda hópinn þangað til, og varð það að ráði að aka út í Stellingen, þar sem er hinn kunni dýragarður Hagenbeeks. Þar dvöld- umst við fram til .kvölds. En frá því segir ekki meira að sinni. (Frh.) Taknið! Eftir dagsverk unnin löng áttu grafar-kynning. Bjúg-sýkt kona og börnin svöng böiva þinni minning. Þýlyndisins þrælahöft þjóð í dróma kvelja. Alþýðunnar axarsköft aura-púkar selja. Kvelur manndáð, kyrkir þrótt kvenlund Islands-sona. Yærugirni og vaidasótt vond er fylgikona. Skilningsleysi er skaðvænt böl; skömm er engin snilli; sundrungin er sultarkvöi; sameiningin fylli. fú sórð ekki, þjóðin mín! þungan nornaflauminn. Ó, að mættu augun þín eygja hættustrauminn I Auralofi óþokkans alla glöð þig selur; hnútasvipu harðstjórans happ þér skársta telur. Skríður aurinn skítelskur, skælir drottins líkan. Fremur lesti fólslegur fyrir dóna ríkan. Beita táli braskarar, belgdir vindi ósönnum, eru fullir ágirndar, engum likir mönnum, Lakleg heimtar lygin rðk. — Leið eru Gióu-hreysi. — Éessa lands er þyngsta sök þjóðar-viljaleysi. Myrkraverkin fúl og flá fávizkunni ríða. Þetta ekki meira má mannfélagið líða. Tengjum saman hönd og hönd! Hneppum ránið helsi. Það mun yfir.lýð og lönd leiða gæfu og frelsi. Éótt við lifum skorinn skamt, skort hver hrópi barki, hopum aldrei; höldum jafnt hratt að settu marki! Siglum djarft í sigurför; sverðin látum stæla. Laugum af oss flngraför fógræðginnar þræla. Asgeir H. P. Hraundál. Nætnrlæknir er í nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21. Sími 575. Dan Griffiths: Höfuðóvinurinn. Mentun er hæfileiki til að beita þekkingu. Til- gangur þekkingar er athöfn. Mentaður maður beitir ávalt þekkingu sinni. Það eri Hann gerir eitthvaö við það, sem hann veit. Hann endurgeldur þjóðfé- laginu þaö, sem það hefir veitt honum, það er að segja þá leikni, sem það hefir látið honum í té, end- urgeldur það með þvi að rækja hlutverk sitt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Mentun verður að fela i sér þroskun imyndunar- aflsins. Megnið af þjóðfélagsbölinu stafar af skorti vorum á imyndunarafii. Til er tvenns konar fáfræði, fáfræði um ástandið eins og það er pg fáfræði um ástandið eins og það gæti verið — og ætti að vera. „Mentaður“ maður án imyndunarafls er sannarlega aumkunarverður. Sannmentaður maður litur á lifið eins og það er og gerir sér i hugarlund, hvernig það gæti verið, og hann vinnur meira að segja að þvi að gera það eins og það ætti að vera. Sönn mentun þroskar og mentar manninn allan, skynsemi engu siður en tilfinningar,; höfuðið engu siður en það, sem kallað er „hjarta“. Það, sem kallað er hjarta, er að eins hversdagsslcap mannsins, og það, sem guðfræðingarnir hafa svo gaman af að kalla „náð Drottins", getur ekki verið annaö en sönn mentun og fyrirmyndar-fólagsskapur. Eigingjarn maður er fávis maður. Sönn mentun og róttlát fjárhagsskilyrði ná alveg eins til hins svo nefnda Bhjarta“ sem „heila.“ Ostandið i landi voru á rót sina að rekja til fáfræði þjóðarinnar. Og alt traust vort setjum vér á sanna mentun eins og hún er rétt skilin. HamaaaaaHaHHHEaHHm „Gimsteinar Opar-borgar" komnlr út. Fást á afgreiðslunn!.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.