Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1884, Page 56

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1884, Page 56
52 Vinnuhjú eru óvenjulega mörg á íslandi þegar borið er saman við tölu landsbúa. Árið 1880 voru 267,o af hverju 1000 landsbúa vinnuhjú, og hefur þeim jafnvel fjölgað að tiltölu síðan 1870 og 1860, því þá töldust í vinnuhjúaflokki aðeins 252,a hið fyr- nefnda ár og 256,7 hið síðarnefnda af hverju 1000 iandsbúa. Alls töldust 1880 í þessum flokki 19340 manns, og voru 8424 karlar en 10916 konur. Líti maður á atvinnuvegina sjálfa, má sjá á yfirlitinu, að jarðrækt eða kvikfjár- rækt var 1880 eins og að undanförnu lielzti atvinnuvegur landsbúa, og aðal-atvinnuveg- ur í öllum sýslum öðrum en Gullbringu- og Ivjósarsýslu og Vestmannaeyjasýslu. í Gullbringu- og Kjósarsýslu voru þeir, sem lifðu aðeins eða að mestu leyti á jarðrækt ekki þriðjungur á móts við hina, sem lifðu á sjáfarafla, og á Vestmannaeyjum lifði jafn- vel enginn eingöngu eða að mestu leyti á jarðrækt. J>eir, sem lifðu á jarðrækt og stóðu sjálfir fyrir búi, voru árið 1880 samtals 7364; þar af voru 6536 karlar en 828 konur. Annar atvinnuvegur, en miklu yfirgripsminni en jarðrækt, er fislciveiðar. J>ær voru að kalla eina atvinna inanna í Vestinannaej'jasýslu,' og í Gullbringu- og Kjósar- sýslu lögðu miklu fleiri stund á þær en jarðrækt; þar að auki höfðu margir atvinnu við fiskiveiðar í Borgarfjarðar- Snæfellsness- og Hnappadals og ísafjarðarsýslum. Arið 1880 lifðu á fiskiveiðum 1779 búendur, og voru af þeim 1666 karlar en 113 konur. fess ber þó að geta, að á Islandi lifir opt sami maður bæði á jarðrækt og fiski- veiðum, en skýrslurnar skýra aðeins frá, liver hafi verið helzti atvinnuvegur hvers eins fyrir sig. Hin 5 síðustu fólkstöl sýna, að af öllum landsmönnum samantöld á jarðrækt á fiskiveiðum 1850 . . . . 82,o af hundraði . . , . 6,9 af hundraði. 1855 . . . 81,2 — ... 7,8 1860 . . . 79,, — 9,3 — 1870 . . . . 75,i — . . . 9,8 — 1880 . . . 73,2 . . . . 12,0 — Tala þeirra sem lifa á jarðrækt hefur eptir þessu farið smáminnkandi, og þeim sem lifa á fiskiveiðum þar á móti fjölgað að sama skapi. |>ó er ekki alveg óliætt að treysta töl- unum í þessu efni, því að það getur vel verið, eptir því sem áður heíur sagt verið, að eigi hafi ávallt sömu reglunni verið fylgt við lieimfærsluna til þessara atvinnuvega á þeim, sem hafa stundað þá báða. Embœttismanna fiokkurinn var allfjölmennur borinn saman við tölu landsbúa. Alls töldust til þessa fiokks, við fólkstalið 1880, 3,3 af hverju hundraði landsbúa. Árið 1870 töldust 3,7 af hverju hundraði til þessa fiokks, árið 1860 4,o afhundraði, árið 1855 4,4 af hundraði, og 1850 jafnvel 4,6 af hundraði. J>essi fiokkur hefur þannig fækkað við hvert fólkstal. Fækkunin hefur einkum átt sjer stað hjá andlegrar stjettar embættis- mönnum og kennurum og þeirra fólki; þar á móti hafa embættismenn veraldlegrar stjettar og fólk þeirra haldið nálega sömu hlutfallstölu, og voru að tiltölu eins margir 1880 og 1850. Af öllum landsbúum voru: Einbættism. amllegrar stjettar og þeirra fólk. Embættism. veraldlegrar stjettar og þeirra fólk. 1850 . . . 3,8 af hundraði landsbúa. 1850 . . 0,8 af hundraði landsbúa. 1855 ... 3,7 — 1855 . . 0,7 1860 ... 3,3 — 1860 . . . 0,7 1870 . . . 3,o 1870 . . 0,7 =— 1880 ... 2,5 1880 . . 0,8 —

x

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild
https://timarit.is/publication/1202

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.