Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 2

Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 2
FORSPIL Ritstjórn: ARI JÓSEFSSON . JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÓRA ELFA BJÖRNSSON Á byrgðarmaður: DAGUR SIGURÐARSON Blaðið kemur út mánaðarlega og kostar 5 krónur. PRENTSMIÐJAN HÓLAR II-F _________________________________________________________) Forspil — málgagn yngstu kynslóðar listamanna og áhugamanna um listir. Blað sem mun túlka sjónarmið hennar og koma á framfæri því bezta sem hún hefur að bjóða. Aðaláherzla verður lögð á allskonar gagnrýni — gagn- rýni um bækur, myndlist, leiklist og tónlist svo og önn- ur menningarmál. Undirritaðir sem allir eru um og yfir tvítugt eru út- gefendur blaðsins. Jóhann Hjálmarsson Ari Jósefsson Þóra Elfa Björnsson Atli Heimir Sveinsson Dagur Sigurðarson Úlfur Hjörvar Þorsteinn Jónsson frá Hamri beinastór, kyrkíngsleg í vexti. Kálfarnir voru helbláir af kulda. Hún var jarphærð og þunnhærð, stuttklippt. Hún var ómáluð í andliti, föl á vángann og ívið skakkmynnt. Hún sýndist mjög lítil þarsem hún sat í úðanum og skalf. Þegar ég kom nær, hrökk hún við og leit beint framaní mig stórum grábláum augum. Ég nam staðar og horfði á móti. Hún leit undan, einsog hún væri óvön því, að sér væri gaumur gef- inn. Hvað var svona stúlka að gaufast úti í almenníngsgarði eft- ir miðnætti, regnkápulaus í rign- íngu? — Gott kvöld, sagði ég og glotti svo gleitt sem ég gat. Hún heingdi haus. — Gott kvöld, sagði hún loks, lágt. Á mæli hennar heyrðist, að hún var kvefuð. Ég spurði, hví hún húkti hér í kuldanum. Ég fékk ekkert svar. Það datt hvorki af henni né draup. Ég sagði, að hún mætti vara sig á því, þareð hún væri kvefuð. Þá sagði hún, einsog við sjálfa sig: — Mér leiðist. — Afhverju? — Mig lángar heim. — Hvert heim? Þá sprakk stíflan. Ánþessað líta upp, lét hún dæluna gánga viðstöðulaust. Ég hallaði undir flatt og hlýddi á, setti upp mæðu- svip. Það kom á daginn, að hana lángaði ekki heim, heldur þáng- að heim sem hún hafði einusinni átt lieima, en nú var það heima ekki til lengur og ýrði aldrei framar hennar heima. Hún átti hvergi heima, hafði bara her- bergi á leigu í borg sem hún þekkti ekki og skildi ekki. Hún var fædd og uppalin í litlu sjávarplássi, elzt af fimm systkinum, átti fjóra ýngri bræð- ur. Foreldrarnir höfðu tekið sig til og dáið um sumarið. Bræðr- unum hafði verið komið fyrir hjá ættíngjum. Einginn skipti sér af henni. Hún var orðin átján ára og gat séð fyrir sér sjálf. Það duttu sosum ekki af henni gull- hríngarnir við það. í aungum sínum hafði hún siglt burt, til borgarinnar með ljósadýrðina og bílana óteljandi. Hún var búin að dvelja þrjár vikur í bænum. Hún vorkenndi sjálfri sér ekki og var ekki reið neinum. Hún var ríngluð og leið, haldin vonlausri heim- þrá. Alltíeinu þagnaði hún og leit hikandi á mig, feimin við orð sín. Hún hafði ekki talað um sjálfa sig leingi. Ég tyllti mér hjá henni. Hún flutti sig um set, skalf hálfu meira. Hún hafði fundið vínþef af mér. — Hvað svo? spurði ég: Eftir- að þú komst í bæinn? Hún afgreiddi í búðarholu, skúraði gólfið og tók til eftir lok- un. Hún var vön vinnu. Tíminn leið fljótar þegar hún hafði eitt- hvað milli handanna. Kvöldin voru erfiðari. Og á nóttunni var oft lítið um svefn. — Komdu; sagði ég. — Hvert? — Heimtil mín. — Til hvers? — Mig lángar að mála þig. Ég er listamaður. — Listamenn eru ræflar og auðnuleysingjar. Það segir pabbi. Það segja allir. — Þú ert falleg. — Lýgi. Þú ert fullur. — Hvað gerir það til? — Mér er illa við fulla kalla. — Er ég fullur kall? “ Já- — Viltu heldur húka hér og verða innkulsa? Ég reisti liana á fætur og tók utanum herðarnar á henni. Hún ætlaði ekki með mér en ætlaði þó. Fyrsta spölinn dró ég hana liálfpartinn. Svo var allt í lagi. Við geingum rösklega heimá- leið. Kálfar hennar fengu smám- saman eðlilegan lit, en hrollur- inn fór ekki úr henni. — Hvað heitirðu? — Sigríður, Sigga. — Ég heiti Pétur. Götuljósin glömpuðu einsog maurildi í slitnu malbikinu. Herbergið mitt var hlýlegt og heimilislegt þetta haust. Það var mótað af persónuleika mínum, tjáníng á ástríðum mínum, eingusíður en myndirnar mínar. Húsgögn voru fá: Rauðbrúnn dívan með stórri tússslettu; lítið skrifborð og tveir liarðir stólar; djúpur hægindastóll, haltur á einum fæti. Eplakassi kom mér í stað bókahillu. Miðarnir á hon- um voru eina utanaðkomandi myndlistin í herberginu. Dökk- brúnn fataskápur var íbúð hús- draugsins. Um lágnættið hrikti í skápnum. Glugginn var stór og tandur- hreinn, en birtan nýttist illa. Veggirnir voru ljósbrúnir og skítugir. Á korklögðu gólfinu var rykteppi. Gólfpláss var mik- ið. Mér veitti ekki af því til gaunguferða. Með veggjum hafði ég stillt upp myndum, framleiðslu sum- arsins. Þama var mynd í yfnnátt- úrlegri stærð af þrútnu auga, séðu í gegnum skráargat með svarta umgerð. í auganu speglað- ist sjálfsmynd mín. Þarna var mynd af líki verkstjórans í ösku- tunnunni. Litirnir voru þúngir en sterkir. Þarna voru margar kompósisjónir í moldbrúnu. í byggíngavinnunni hafði ég iðu- lega setzt niður í húsgrunninum, kveikt mér í sígarettu og stolið fáeinum mínútum frá atvinnu- rekandanum. Þá hafði ég upp- götvað fegurð íslenzkrar moldar. Stundum voru moldarlögin mis- þurr og mislit og mynduðu furðulegustu form og fígúrur. Þarna var líka meistaraverkið mitt, mynd af stæltum miðaldra manni í upplituðum vinnugalla. Með samanbitnar varir og þúng- ar brúnir hallaðist hann framá loftbor, tröllaukið kyntákn sem skalf milli fóta hans, skók himin og jöi'ð, þyrlaði upp grábláum mekki og byrgði sólina. Þetta var mynd af syni jarðar- innar, manninum sem reisir hús handa okkur að búa í, leggur vegi handa okkur að gánga á og grefur skolpræsi handa okkur að kukka í. Því meira sem hann stritar, þeimmun blánkari verður hann. Hann ber ekkert úr být- um nema ástina. Á henni lifir hann. í þjóðfélagi sem viður- kennir aðeins kaupanleg verð- mæti, tilheyrir ástin þeinr blaunku. Ástin hættir að vera ást þegar hún gengur kaupum og sölum. Þegar maðurinn við loftborinn þekkir mátt sinn, þá er úti um arðræníngjann. Föðurbróðir minn er fasteigna- sali. Eittsinn hittumst við á götu. Honum hefur líklega ekki litizt á útgánginn á mér, þvíað hann bauðst til að kaupa af mér mál- verk. Við ókum heimtil mín. Ég sýndi honum meistaraverkið. — Þessa mynd get ég því mið- ur ekki keypt af þér, vinur, sagði hann: Maður fær heilahristíng af að horfa á hana. Fólk hættir að heimsækja mig, ef ég heingi hana upp í stofunni. Hann fleygði í mig fimm- hundruðkalli og fór, myndlaus maður. Eftir þetta var ég enn hreyknari af myndinni. Nú víkur sögunni aftur að okk- ur Siggu á haustnóttinni góðu. — Gakktu í bæinn. Ég ýtti henni á undan mér inní herbergið, kveikti. Hún var einsog lamb leitt til slátrunar. Myndin af prinsessunni stóð á stól á miðju gólfi. Vegna sálu- hjálpar minnar fleygði ég henni útí horn. Þvínæst sneri ég mynd- inni af líki verkstjórans til veggj- ar tilþessað hrella ekki stúlkuna. Sigga tók hendur úr vösum. Þær voru rauðar og veðurbarðar, þó fíngerðar. Fíngurnir voru lángir og sterklegir. — Á ég að fara úr kápunni? stamaði hún. — Nei. Þá get ég aldrei málað þig í henni. Fáðu þér sæti. Hún settist í hægindastólinn. 2 FORSPIL

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.