Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 6

Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 6
Billy the Kid... manni, og þarf slík afsökun þó ekki að fylgja. Ég veit ekki um neitt skáld sem ekki væri full- sæmt af þessu ljóði. Hugsun og bygging ljóðsins er svo samtvinn- uð og sterk, að á betra verður naumast kosið. í fljótu bragði virðist bókin sem heild ekki sérlega svipmikil, að undanteknu síðasta ljóðinu, sem hefur nokkra sérstöðu í bók- inni. Þar er lítið um uppreisnar- anda en mikið um fíngerðar stemningar, sem stundum eru dá- lítið hikandi og bamalegar. Bók- in getur minnt á unga ósnerta stúlku, sem enn er ekki orðin fullur þátttakandi í lífinu, en er þó farin að gruna ýmislegt. Yfir- bragð hennar er fjarrænt og með mildum suðrænum blæ. Svipur- inn bjartur og hreinn og fullur \ iðkvæmni. En kannski er styrk- ur hennar einmitt fólginn í veik- leika hennar. Ung stúlka á jú fyrir sér að verða fullvaxin kona. Kápu teiknaði Runólfur Elen- tínusson mjög smekklega, er káp- an og raunar allt útlit bókarinn- ar þeim til sóma er því hafa ráð- ið. Útgefandá er og heiður að því að setja nafn sitt á þessa bók. Þegar ég las þessa bók komu mér í hug allar þær smalaferðir sem farnar hafa verið um landið til þess að smala saman fé handa skákköppum, sundgörpum, spretthlaupurum, kúluvörpurum o. fl. til utanferða og annarra góðra hluta, og sú spurning vaknaði hjá mér, hvernig væri nú að stofna Jóhannssjóð eða einhvern annan sjóð til þess að efla og styrkja þetta unga skáld og önnur ung og efnileg skáld. Ég er svosem ekkert að telja eft- ir fyrrgreinda utanfararstyrki, en höfum við efni á því að styrkja ekki Jóhann Hjálmarsson og efnilega jafnaldra hans, eins og okkur er mögulegt? Af sveitar- skáldum og allavega smáskáldum höfum við nóg. Af stórskáldum eigum við aldrei of mikið. Okk- ur er líka stundum sagt frá því að við séum menningarþjóð, meira að segja mikil menningar- þjóð, já jafnvel bókaþjóð. Okkur ætti því að vera það bæði ljúft og skylt að styrkja þennan unga mann eftir megni, er hann hefur sýnt fram á svo ekki verður um villzt að af honum má vænta stórra hluta í framtíðinni. Jón frá Pálmholti. Pétur segir til sín og erindi sitt. — Jæja. Svoað þú ert bróður- sonur hans Gvendar. Við erum góðir kunníngjar. Eljumaður, Gvendur. Hefur unnið sig upp. Pétur fær vinnu. (Stundum brýtur Guð Almátt- ugur þau lögmál sem hann hefur sett náttúrunni, tilþessað hjálpa gæðingum sínum. Rithöfundur getur einnig brotið þau lögmál sem hann hefur sett sögu sinni. Eitt slíkt kraftaverk gerðist þeg- ar einn af mörgum bandarískum kvikmyndasmiðum sem kvik- myndað hafa sögu Billa barns lét söguhetjuna sleppa úr klóm laganna og þeysa til fjalla með unnustuna í fánginu.) Fjórði endir: Pétur fær einga vinnu. Þegar hann geingur útá tröppurnar, sér hann hvar mað- ur nokkur fer inní þraungt sund við hliðina á húsinu. Sá er sæl- legur og sviplítill, með bindis- nælu úr gulli. Pétur horfir á eft- ir honum. Þetta gæti verið Jón Jónsson heildsali, hugsar Pétur. Maðurinn tapar seðlaveski í sundinu. Veskið er þykkt og þúngt og smellur hátt í götunni. Samt verður maðurinn ekki var við missi sinn. Hann heldur á- fram leiðar sinnar og hverfur fyr- ir horn. Sundið er mannlaust. Pétur hleypur til og þrífur veskið. Hann stíngur því á sig og geing- ur hratt útað vitanum við inn- siglínguna. Þar setzt hann niður og skoðar í veskið. Hann les skil- ríki eigandans: Jón Jónsson heildsali. Hann stíngur búnka af fimmhundruðköllum í vasa sinn ánþessað telja þá. Þvínæst tekur liann reimarnar úr skóm sínum, bindur steinhnullúng við veskið og fleygir því í hafið. Veskið sekkur á augabragði, gárar vatns- flötinn lítiðeitt. Pétur er rínglaður, gónir sljór uppí himininn. Alltíeinu hrekk- ur hann í kút. Einmitt svona á liturinn á himninum að vera í myndinni af Billy the Kid, hugsar hann: Það kostar penínga að horfa á himin- inn. Þorsteinn Jónsson frá Hamri: VON Ó von mín þú sem vopni heldur í veikri hönd ó sjónhverfíng á vörum þínum véfrétt býr er vetrarísa dagsins eldur hjá skógarásnum skini slær í skugga fjalls ég krýp í lýng ó ég sem er þér ofurseldur. Nú kvöldar, það er kylja stríð á köldum gljáum vetrarísum og þú ert einsog þula forn um þöglan svein er klýfur skíð til elds að sínum ástarvísum um átta rastir höggin berast í næðíngi um næturtíð. /- Jón frá Pálmliolti: Ljóð óþekkta hermannsins Ó, að ég skuli ekki eiga svo mikið sem blýant og lítið blað heldur aðeins byssu og nóg af skotfærum Hversvegna er mér fengin þessi byssa en ekki blýantur og blað? Að ég skuli geta myrt en ekki skrifað Hversvegna er mér ekki heldur fengin skófla svo að ég geti farið útá akrana og ræktað hamingju handa mönnunum svo ég geti kennt mönnunum að þekkja gleði hins starfsama sem á uppskeru í vændum og fagnar hverjum nýjum degi? G FORSPIL

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.