Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 4

Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 4
&i órar Ijóðabœkur Þorsteinn Jónsson frá Hamri: I svörtum kufli Helgafell 1958. Það er ekkert uppþornað stofu- skáld sem yrkir þessi ljóð, lield- ur nítján ára piltur ofan úr sveit. íslenzkar sveitir eru að þeim sökum undarlegar að þar er enn talað mál keimlíkt því sem talað var og ritað þegar á íslandi voru skrifaðar bækur sem merkilegar þykja í veraldarsögu. Á slíku máli yrkir Þorsteinn Jónsson frá Hamri. V í s A Ég er að liugsa um andvarann þegar hann þaut um þurra blásna mela; auðn, einstaka hæð og laul andar á sveimi, raddir: Gráir sandar, gamlar vörður, Héla á steinum stund var síðan þú kvaddir. Þorsteinn gerir enga tilraun til að segja okkur neina veraldar- vizku heldur yrkir um reynzlu nítján ára manns er „skeytti því hvergi þótt hrópað væri á bak; því að orð hafði borizt.“ Bókinni er skipt í sjö þætti eða kafla. í upphafi hvers þáttar er stuttur prósakafli og eru sumir þeirra meðal þess bezta í bók- inni. „Ég mun beina fáki mínum uppmeð gljúfrinu unz tunglið varpar gliti sínu á fossinn hamrana lyngið og blóðið í klæð- um mínum og ég mun ekki syrgja daginn því nóttin er mín. í kjarri sunnan tjarn- ar stíg ég úr söðli og síðan geng ég þang- að sem augu sjá augu og kaldur snjór svalar heitum þreyttum iljum. Og einn mun fákur minn rása hcimvegu niðrúr þokunni með dökk augu full trega. Ridd- arinn er frjáls; hann hvarf á vit gleði sinnáí." Leiðinleg er sú árátta skáldsins sem fram kemur í prósakaflanum í sjötta þætti: að vilja imeyksla. Það er barnalegt að hneyksla vegna hneykslunarinnar, en hitt er þó gott að vita að skáldið mun þora að segja meiningu sína enda þótt hneyksla mundi allan heim. Lokakafli bókarinnar er tví- mælalaust sá snjallasti; þar eru Nótt, Vísa og Dýr: Við greni þitt er gleði mín um kyrrt þó gangi ég einn um skóga, — ég dýrið senr var sært ég reika á þinn fund um fyrstu snjóa á fornan stíg; ó kært mun sólinni að sýna okkar spor á sömu leið og útmeð sjó í vor og liggja lengra í brott; ó mér er vært að vera dýr og vita annað dýr og vita að það er gott. Önnur snjöllustu ljóð bókar- innar eru Skáld, Rökkurdrykkja og Tilvera. í þessari bók er meira líf en títt er í ljóðum ungskálda nú á tímum. Hér eru engar gerfitil- linningar, engin tilbúin þjáning né uppgerðargleði. Hér er nátt- úran sjálf, þau teikn sem leynast neðan rauðans í mýrinni: vatn og mold gróandi. Ari Jósefsson. Matthias Jóhannessen: Borgin hló. Helgafell 1958. Bækur mega aldrei vera leiðin- legar. Ef svo er fer jafnvel það sem vel er sagt forgörðum því að Matthias Jóhannessen annað hvort hættirlesandinn ein- faldlega lestrinum eða baslar á- fram fúll og leiður og finnur ekki þegar loks bregður fvrir glætu af frumleik. Borgin liló er leiðinleg bók. Höfundurinn hefur lítið að segja en fyllir blaðsíðurnar með orða- gjálfri. Ljóðin eru því ekki ólík uppköstum eða skissum að ljóð- um þar sem höfundur hefur ekki vegið og metið orð og setningar, ekki meitlað né fágað. Ósjaldan bregður höfundur upp mynd sem hann gloprar hálfkaraðri frá sér í næstu hend- ingum, grípur aðra og gerir henni sömu skil, þannig að ljóð- ið verður hvorki fugl né fiskur. Reykjavíkurljóðin eru dauf og sviplaus, langar þulur án þess að nokkuð sé sagt sem bragð sé að. Ástarljóðin eru skárri enda þótt margt sé þar um „Svarta sorg“ a la Davíð Stefánsson. Þar koma einnig fyrir setningar eins og „Þú teygðir fram barminn í leit að þyrstum vörum.“ Nokkur kvæði eru límuð og eru þau flestömurlegamisheppn- uð. Stundum er rangt kveðið: „-------úr djúpi dauðans stígur / dagur grænn, og nóttin hnígur / blóðug bak við þína mynd.“ í öðrum ljóðum er sýnilegt að rím- ið yrkir heilar hendingar fyrir höfundinn. Gamalt mál er að æ geti kvik- ur kú. Enda þótt bókin sé í heild þannig að hún skilur lítið sem ekkert eftir við lestur, finnast í henni ljóð sem sanna að höfund- ur getur verið dágóður hagleiks- maður, Má þar nefna: Galdra- loftur hinn nýi, Ást og Á hausti. Matthías ætti að vanda sig bet- ur. Hann gæti ef til vill orðið þokkalegt skáld ef hann ynni úr skissum sínum. Ari Jósefsson. Jón Óskar: Nóttin á herðum okkar, lióð. Kristján Davíðsson gerði teikningar og sá um útlit bókarinnar. Helgafell, Reykjavík 1958. Jón Óskar er einginn nýliði í ís- lenskum bókmenntum. Hann hefur áður skrifað smásagnasafn og eina ljóðabók: Skrifað í vind- inn. í þessari nýju bók kemur hann fram sem mótað ljóðskáld og er ástæða til að athuga inni- hald liennar. Jón Óskar spyr í kvæðinu, Ég spyr. Ég heyri, hver muni koma til að draga gluggatjöldin frá sem byrgi fyrir sér útsýnið, hann segir okkur að þau séu jal'njmng og líf- ið, en þar er einmitt svarið fólg- ið, þau eru lífið, jDau eru veru- leikinn, það sem þrúgar okkur í dag, hernaðarbrjálæðið, heimsk- an sem stjórnar því að við erum notuð sem peð á skákborði er- lends stórveldis. Og er ekki rödd skáldsins sterkust, Jiegar það vill leiða okkur útúr þessum ógaung- um inn í sólbjarta daga, sjá eink- um í ljóðinu Nóttin á herðum okkar og Hamingja íslands. Ef við reyndum að lyfta nótt- inni af herðum okkar, segir Jón og hann er sannfærður um að við getum það: Hamingja íslands er fjarri þessum degi og langar nætur skiptast á að byrgja þá döpru þjóð sem leitar að sér sjálfri og langar nætur skiptast á að vaka dökkum skuggum yfir þessu landi og þessum degi meðan brjóst þitt sefur og enginn þekkir röddina sem hrópar í gcgnum stunur vindsins, hamingja Islands er fjarri og Jró mókir hún í sofnu brjósti þínu, földu undir vængjum langra nótta; og ef brjóst Jtntt vaknar, þá lifnar hamingja íslands og þú nemur röddina, sem kallar stöðugt á þig. Jón Óskar En Jón Óskar skynjar ekki að- eins óhamíngju íslands, óham- íngja annarra landa varðar hann einnig og rödd hans verður sam- viska heimsins í ljóðum eins og Ljós tendrúð og slökkt í Guate- mala, afbragðsljóði sem minnir á meistara eins og Neruda, sem gerst hafa málsvarar réttlætisins á þessum undirlægjutímum. í ljóðinu Sannleikurinn talar hann um að hendur okkar riti á hrunda húsveggina: Þetta varð svona að vera. En skáldið trúir því ekki að þetta verði að vera svona, það sannar t. d. ljóðið Frelsið, þar sem sagt er frá er dauðinn tekur að framkvæma hugsjón skáldsins, hugsjón þess gerir ofbeldið að sinni einu vörn. Þetta bannsýngur Jón Ósk- ar, tilgángurinn helgar ekki allt- af meðalið, hann trúir því að mennirnir skilji það einn dag, að dauðinn er ekki eina vopnið, sig- urinn verður unninn með öðru en blýi. Þegar rætt er um þessa bók má ekki gleyma ástarljóðunum, þau eru mörg í bókinni. Stúlkan sem skáldið elskar kemur ekki til að gánga með honum upp regnvot- an Laugaveg og hann verður dapur, jafnvel svo manni finnst 4 FORSPIL

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.