Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 5

Forspil - 01.11.1958, Blaðsíða 5
nóg uni eins og í Borgarljósum, maður verður syfjaður á að lesa slík ljóð. En skáldið getur líka breytt í eilífa gleði mynd hennar sem liann þráði, það gerist með hjálp tónlistarinnar, þegar mennirnir koma til að hlusta á hina fögru tóna: ,v.. og hann mun unna trésins unga sprota og blómsins unga stöngli og hann mun fagna á hverju vori að eiga þessa tóna og mega hlusta þó að hún sé fjarri sem eitt sinn kvaddi hjarta hans til sorgar. Jón Óskar vill eins og Eluard: segja allt, Ég vildi geta sagt þér allt, segir hann í ljóðinu Hugsun og orð. Þótt honum hafi ekki tek- ist það fremur en öðrum, hefur hann þó bent okkur á margt sem vert er að gefa gaum. Bókin er til fyrirmyndar að öllu útliti. Það er Kristjáni Dav- íðssyni, hinum snjalla listmálara að þakka. (Hér er átt við tölusett eintök prentuð á karton, en ekki ruddaútgáfu þá sem er til sölu í bókabúðum). Jóhann Hjálmarsson. Jóhann Hjálmarsson: Undarlegir iiskar. Heimskringla, Reykjavík 1958. Höfundur þessarar bókar er mað- ur ungur að árum, aðeins 19 ára. Hann er þó ekki nýsveinn í hópi rithöfunda, því árið 1956 gaf hann út ljóðabókina „Aungull í tímann“, og vakti hún mikla at- hygli bókmenntamanna og'þótti gefa góðarvonir. Þessvegna er það ekki nema sjálfsagt að menn bindi miklar vonir við þennan unga mann, vænti. frá honum nokk- urra tíðinda. Það vakti því ekki litla forvitni þegar fréttist að komin væri ný bók eftir Jóhann. Nefnist sú bók „Undarlegir fisk- ar“ og skulum við líta á hana svolítið nánar. Bókinni er skipt í 4 kafla. Sá fyrsti heitir „Milli vonar og ótta“, og er hann lengstur kafl- anna. Fyrsta ljóðið í fyrsta kafl- anum nefnist „Við sem höfum fæðst méð ofurlitla von“. Þetta er lítið ljóð um stórt efni: von mannanna, von heimsins, og von- ina sér skáldið í auga saklauss barnsins. „og á hverju kvöldi gef- ur það mönnunum sem óttinn kvelur / ofurlítinn hluta af sinni ofurlitlu von“. Allgott ljóð. Næsta ljóð fjallar um „gagnsæ fjöll“ og „ótrúlega græna sól sem réttir stundum hendur sínar er bera rauð strá útum glugga him- insins.“ Þetta er undur heimsins. En sá, sem flýtir sér, hann missir sjónar á undrinu, skynjar ekki fegurð heimsins. Þetta ljóð er ekki eins vel gert og næsta ljóð á undan, bygging þess ekki nógu sannfærandi. Það er einhver ó- líkindabragur á gagnsæum fjöll- um og grænni sól. Auk þess eru lýsingarorð þessa Ijóðs fullmörg, einkum þar sem skáldið veldur þeim ekki alltaf, og gætir þess raunar víða í bókinni. Þetta ljóð um undrið er að mínu viti mis- heppnað. En öðru máli gegnir með næsta ljóð „Úngur er þytur- inn“. Þar mætir okkur sá Jóhann er kastaði Aungli í tímann forð- um. Þetta ljóð ber flest beztu einkenni þeirrar bókar. Einfalt, sterkt og upprunalegt ljóð ungs manns. Blaðsíða 13 er helguð erótík- inni. Ekki er hægt að segja að yrkisefnið sé nýtt eða frumlegt, en þokkalega er haldið á efninu, og ber ljóðið persónulegan svip skáldsins. Ljóðið á bls. 14 fjallar um þau sem fundu að lokum veg sinn að bendingu lítils fugls, og jrautt norðurljós fylgdi þeim á leið. Ljóðið verkar á mig eins og til- raun til að jkapa málverk með orðum, sú tilraun liefur að mínu viti ekki tekizt, enda verkið mjög vandasamt. Nokkra galla má og finna á byggingu ljóðsins t. d. „og manstu eftir vatninu er skírði okkur . . .“ Hvers vegna og? Við höfum ekki verið beðnir að muna eftir neinu áður í þessu ljóði, en aftur á móti „og gol- unni hlýju sem við hurfum í . . .“ Þar var nefnilega búið að biðja okkur áður að muna eftir vatn- inu. Þá er uppsetning hæpin, en hún virðist gerð fyrst og fremst fyrir augað. „í þessum húsum eigum við heima“ er á bls. 15. Þetta ljóð finnst mér aðeins ó- fullgerð skissa, sem höfundurinn hefði getað unnið betur, úr því hann vildi hafa þetta með. Sam- líkingar ljóðsins hafa verið nokk- uð ræddar á öðrum vettvangi og skal ekki farið nánar út í það hér. Næst kemur ljóðið „Grænn himinn". Það er byggt að miklu leyti á litarlýsingarorðum, og tekst Jóhanni þarna allvel upp. Ljóðið er vel byggt, hugsun þess skýr og heildaráhrif þess eftir- minnileg. Þetta er eitt bezta „lit- arljóð“ Jóhanns. „Guð þagnarinnar" er geymd- ur á bls. 18. Þessi guð er í ljóð- inu beðinn að gefa svörtum stein- um fjörunnar rauðanlitblóðsins. En ljóðið er of máttvana, stein- arnir opnast ekki. Næsta ljóð byrjar svo: „Og hugsaði um nótt- ina er kæmi að / lokum öðruvísi en aðrar nætur: hin/síðastanótt“. Einhvernveginn finnst mér þessi orðaskipun svolítið klúðursleg. Ég held betra hefði verið að segja t. d.: „Og hugsaði um hina síð- ustu nótt / er kæmi að lokum öðruvísi en aðrar nætur“. Þetta má kannski kalla smekksatriði, en mér finnst ljóðið í heild mis- heppnað. Það býr ekki yfir nógu magnaðri stemningu né nógu eft- irminnilegri mynd. Smáljóðin á bls. 21, 22 og 23 eiga að mínu viti lítið erindi á prent, svona út af fyrir sig. Þetta eru að vísu ó- sköp hugguleg smáljóð en ekkert meira. Af þeim finnst mér Ijóðið á bls. 22 bezt, þar vottar aðeins fyrir kaldhæðni í lokin, hlut sem er sjaldgæfur hjá þessu skáldi. Á bls. 24 er ljóðið „Sólþyrstar fálmandi hendur“.. Ljóð þetta er Jóhann Hjálmarsson byggt upp á sérkennilegan hátt og verkar næstum einsog for- skrift í ljóðagerð. Ég birti ljóðið liér í heild, sem sýnishorn af vinnubrögðum skáldsins. Sólþyrstar fálmandi hendur föl andlit í fallinni borg ljósið dáið í djúpið dökkur himinn börn með ótta í augum Og við sem héldum að dagurinn væri risinn Aðeins sólþyrstar fálmandi hendur og föl andlit í fallinni borg ljósið dáið í djúpið dökkur himinn og börn með ótta í augum Ó við sem héldum að dagurinn væri risinn Ljóðið á bls. 26 heitir „Þeir börðust". Það fjallar um þá sem börðust þar til himinninn brann „og af dánum vörum þeirra las auðnin / við sigruðum / við sigruðum". Á bls. 27 hefst ljóðið „Menn í gulum sjóstökkum", sérkennilegt og frumlegt að hugsun og bygg- ingu, eitt bezta ljóð bókarinnar. „Dagurinn líður“ er prentað á bls. 30, — lítil stemning úr fjör- unni. Á bls. 31 kemur svo ljóðið um hina föllnu. Þar hefur ótti gripið skáldið og það fyllist ógurlegum grun. Þytur horfinna kynslóða, sem ber með sér hverfulleikann, er runninn upp fyrir skáldinu í alvöru. Það skynjar örlög sín og örlög allra manna. Hið eina sem mætti fetta fingur út í, er „þessi svarti steinn götunnar“. Af hverju pessi svarti steinn? Og svo er steinn götunnar kannski hæp- ið tákn í þessu tilfelli, jafnvel svartur. Samt sem áður er þetta magnað Ijóð og eitt hið bezta sem Jóhann hefur gert. Sama verður tæplega sagt um næsta Ijóð, „Ein- hver sem ber hníf í höndum“ og þó leynir það á sér. Þá hefst 2. kafli. „Eins og ljós- ið“ nefnist liann og geymir fjög- ur ljóð. Einsogfyrstikaflinnhefst þessi einnig á I jóði um vonina og enn á skáldið sér von, þrátt fyrir allt. Svo koma „Undarlegir fisk- ar“ á bls. 38. Fyrri hlutinn er í stíl „litarljóðanna“, en síðari hlutinn nokkuð af öðrum toga og sýnu betri, en sambandið milli fyrri og síðari hluta er nokkuð losaralegt. Næsta ljóð, „Nafnlaust gras“ á bls. 39 er öllu betra, smáger stemning að vísu en heilsteypt. „Grá hús“ er á bls. 40. Það fjall- ar um „grá hús“ og „rauða sól“.. „En sterkari öllu/kemur ástin á fund okkar/og gefur okkur ljóð- ið sem aldrei deyr“. Ljóðið er allvel byggt og hugsunin skýr. Þá hefst næstsíðasti kaflinn: „Af því að sorgin kom og mun koma“ og geymir tvö ljóð. Hið fyrra nefnist „Af því að ég elska þig og þú elskar mig“. Þetta er vel gert ljóð. Hugsunin er skýr og byggingin næsta einföld, en þó allsterk. Heimur þess mann- legur og ber vott um þroskaðan höfund. Þannig yrkja aðeins þeir sem eru lifandi. Ekki er þó laust við að litirnir hlaupi með skáld- ið í gönur í þessu ljóði, einkum græni liturinn. „Ef bára fellur að strönd“ nefnist hitt Ijóðið í þessum kafla. Upphaf þessa ljóðs og niðurlag eru fyrst og fremst litarstemning- ar sem skemma heildarblæ Ijóðs- ins.- Miðhlutinn er langbeztur, en hann einn megnar ekki að lyfta ljóðinu. Ég held að þetta ljóð hefði höfundur getað unnið betur. Þá er komið að síðasta kafla bókarinnar: „Tvö hús á jörðu“ og þar sýnir Jóhann okkur fyrst hvað í hann er spunnið og hvers við megum krefjast af honum. Þótt bókin flytti ekki fleiri ljóð en þetta eitt, væri hún samt góð bók, og þótt Jóhann sendi ekki annað frá sér um ævina en þetta eina ljóð, væri hann samt skáld. Þetta ljóð er afrek hjá ekki eldra forspil 5

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.