Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 1

Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 1
FYRSTI ARGANGUR FORSPIL ANIYAB TÖLUBLAB DESEMBER 1958 ARI JÓSEFSSON: MESSÍAS Ég vissi að mér var ætlað mik- ið hlutverk, annað vissi ég ekki, nýfæddur í þennan heim. Allt í kringum mig var auðn: urðir melar klettar skriður sand- ar og vindblásin börð. Þetta var fyrsti dagur minn á Jörðinni og ég var að leita að Fólkinu; fyrir það var ég hingað kominn. Ég gekk allan daginn og lét hvergi á mig fá þótt eggjagrjót risti iljar mínar og sandur fyllti vit mín. Undir kvöld sá ég Fólk- ið. Það var nakið og sveitt. Fjær Fólkinu var aldingarður; græn og laufmikil tré sveigðu greinar undan þunga frjósemi sinnar. Fólkið var að yrkja Jörðina; það dró steina og björg upp úr jarðveginum, plægði og sáði. Það var þögult og iðjusamt, en ég undraðist hvað það var horað. Ég reikaði meðal Fólksins og horfði á það vinna. Gamall maður bisaði við að velta steini. Hann beitti allri orku tálgaðs líkamans og spymti í með fuglslegum fótunum. — Hversvegna eruð þið að bar- dúsa við ræktun auðnarinnar? spurði ég öldunginn — hví farið þið ekki inn í skugga trjánna etið og drekkið? — Ertu frá þér? Veiztu ekki að það er glæpur að fara yfir Hvíta strikið? — sagði hann og hélt á- fram að velta steininum. Ég litaðist um og kom auga á strikið. Öðrumegin var auðnin og Fólkið, hinumegin var aldin- garðurinn. Fáeinir menn lágu í skuggum trjánna; þeir reyktu vindla og voru naktir nema hvað þeir voru með pípuhatta á höfð- inu. Þeir voru ofboðslega feitir og á meðal þeirra gengu sællegar konur og vögguðu sér í lendun- um. Ég elti öldunginn með stein- inn. — Af hverju er glæpur að fara yfir Hvíta strikið? — — Þeir eiga Jörðina hinumég- in, þeir sem þar eru, sagði mað- urinn og leit gremjulega á mig — óttalegur blábjáni ertu, maður minn. Andlit lians bar sama lit og auðnin og nef hans var sem veð- ursorfinn tindur. Rétt við Hvíta strikið þar sem jarðvegurinn hafði verið plægð- ur var kona að sá. Hún var með kornabarn á handlegg. — Jæja, sagði ég, eruð þið að rækta ykkur aldingarð eins og þeir þarna hinumegin? — Ég veit það ekki, sagði kon- an án þess að líta upp. — Við vinnum til sólarlags, þá förum við að sofa. Þegar við komum aftur um sólarupprás hefur strik- ið verið fært svo að öll ræktaða jörðin lendir hinumegin við það. Þá verðum við að byrja að nýju. — En þið hljótið að eiga það sem þið hafið ræktað. — Nei, sagði konan hikandi, strikið ræður. Um kvöldið fór ég heim með Fólkinu. Það bjó í stórum dimm- um helli. Maður nokkur gaf mér helming brauðhleifs síns og af vatni fékk ég nóg. Þessa nótt svaf ég á troðnu gólfi í helli Fólksins. Morguninn eftir sá ég að kon- an hafði sagt satt. Hvíta strikið hafði verið fært yfir svæðið sem Fólkið hafði sáð í daginn áður. Okkar megin við það var auðnin tóm. Ég reiddist. Ég klifraði upp á þann steininn sem hæst bar og reyndi að halda ræðu: Fólk, þið sem vinnið hörðum höndum. Hvar er ávöxtur iðju ykkar? Fylkið liði og ráðizt yfir Hvíta strikið, njótið þeirra gæða sém þið hafið til unnið. Sælir eru þeir sem neyta réttar síns gegn of- beldismönnum, því að þeir munu mettir verða. Þá sá ég að Fólkið var byrjað að vinna án þess að skeyta um orð mín og ég hrökklaðist niður af steininum. Ég gekk á meðal Fólksins og reyndi að tala um á jörðina, yfir mér stóðu tveir fyrir því: risavaxnir menn. — Fylgið mér yfir Hvíta strik- Þeir drógu mig á fætur börðu ið. Ef við förum öll saman, hvað mig og hrintu mér út úr garðin- geta þeir gert þarna hinumegin, um inn á auðnina. Þeir drógu fáeinir spikfeitir geldingar? mig gegnum hóp vinnandi fólks Ég gerði rödd mína ísmeygi- en það leit ekki upp, þótt blóð lega og sagði við hvern og einn: mitt drypi á hendur þess. Fylg þú mér. Tólf menn hættu Síðan var ég negldur á Kross- vinnu og síðan héldum við í átt inn. Það leið langur tími og mér til garðsins, þrettán saman. var svart fyrir augum af kvölum. Ég gekk spölkorn á undan hin- Loks var sem hvítur bjarmi um tólf og ég varð var við að lýsti jörðina andartaksstund. {Deir námu staðar við Hvíta strik- Feitu mennirnir með pípuhatt- ið. Ég sneri mér að þeim og sagði ana lágu enn undir trjánum og lokkandi: hfógu bjánalega. Fólkið hamað- Komið, ungu menn, fylgið ist svitastorkið við vinnuna, mér og í kvöld munum við halda skilningslaust sem fyrr. Síðan hátíð því að þá hefur Fólkið end- dimmdi aftur fyrir augum mín- urheimt Jörðina. um og kvalirnar urðu enn ægi- Ég gekk einn áfram. Undir fót- legri og ég hrópaði: um mínum var mjúkt gras, í loft- - Fólk mitt, Fólk mitt, hví inu var 'gróðurilmur og söngur hefur þú yfirgefið mig. — fugla. Ég hugsaði: Hversu dýr- Síðan hélt ég áfram að deyja. leg jörð er okkur gefin. í því Ég er enn að deyja. fékk ég högg aftan frá og ég féll Þorsteinn Jónsson frá Hamri: HAMÍNGJA Leiktrúður dauðans, harmur jöklanna vitfirríngur í hrynserk barn með alvæpni framvinda ofurmennskunnar með sigurbros á vör hamíngja kráreigandans nektargaman ráðherradótturinnar teikn stígandi menníngar í einkennisbúníngi skrautreið uppum alla veggi vakníng á norðurhjara heims vestræn ángandi náttúra stríðsmannsins les blóm þín ó bláfjalla geimur

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.