Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 8

Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 8
Jónas Svafár: PLATÓ hann Plató er hundur tveggja tíka og heitir voff voff líka en hefurðu séð hann strætó sem urrandi og glefsandi göturnar smalar og ensku talar við kvikmyndaféð sem fer í prófin eða veizluhófin Þau örfáu eintök sem eftir eru af fyrsta tölublaði FORSPILS eru til sölu í Bókabúð KRON, Bankastræti 2. Viðtal við Sveinbjörn Beinteinsson Við sátum á kaffihúsi hér í bænum og rifumst um Freuchen. Kannski riftimst við um Freuch- en vegna þess að Sveinbjöm Beinteinsson sat þarna á meðal okkar alskeggjaður eins og Freu- chen. Við komumst ekki að neinni niðurstöðu því þarna var maður með grænan hatt og þurfti alltaf að tala á milli þess sem hann otaði fram hattinum eins bg hann væri peníngar fyrir brennivíni. Þarna sat líka úngur maður sem talaði um byltíngu og sagði að við hefðum átt að gera byltíngu þegar stjórnin sagði af sér. Hár þessa únga manns var 8 FORSPÍL Þeim er að vaxa skegg farið að þynnast ískyggilega svo ég spurði Sveinbjörn Beinteins- son hvort hann héldi ekki að hann yrði sköllóttur eftir tvö ár. — Að mestu leyti, sagði Svein- björn. — Heldurðu ekki að rímurnar séu orðnar sköllóttar fyrir laungu, spurði ég. — Ég veit ekkert um það, þeim er að vaxa skegg. — Er það glerkunta? — Allur skeggvöxtur byrjar á glerkuntuskeiðinu. — Þú vilt þá halda því fram að salt sé ekki pipar? — Það er hvorttveggja krydd. — Heldurðu að krydd sé skó- sverta, Sveinbjörn? — Hún hefur verið það fyrir þá sem bjuggu til úr henni hrist- íng hér á árunum. Að því mæltu fór Sveinbjörn heim að éta gellur en maður sem var nýbúinn að láta klippa sig og raka af sér bartana fór að tala um að þetta viðtal væri eintómt röfl. J. . .. til aÖ varast skrattaskarann skaltu bara kalla d mig.

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.