Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 5

Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 5
þá skýríngu á atferli sínu þar: Ég þekkti ekki Baudelaire/og vissi ekki um Þórberg. Kaflinn endar svo á þessum orðum: Ég hef lifað/og látist í senn. Steinn Steinarr orðaði þetta forðum þannig: Ég er lif- andi, og dauður. Annar kafli gefur meiri fyrir- heit, þar er að minnsta kosti eitt ljóð sem getur kallast sæmilegt ljóð, það ber heitið ?, mér finnst það eina ljóðið í bókinni sem ber vitni um knnáttu, höfundurinn vinnur efnið vel, hann segir mátulega mikið, ekkert orðaskak eins og í hinum ljóðunum: ? bakvið tímann sem dró mig úr móðurkviði og heldur mér í greip sinni einsog veiðimaður vængbrotnum fugli bakvið timann liggur spurningin einsog hálfhringuð naðra við epli í þessum kafla er einnig ljóðið Maðurinn í morgunsárinu, það fjallar um manninn sem fer í vinnu þegar aðrir koma úr næt- ursukki. Sigurður lítur á þennan mann sem gagnsæa vofu er flýti sér til grafar, en livað eru þá hin- ir sem talað er um í kvæðinu? Broadway I—II, í þessu ljóði koma mjög skýrt í ljós gallarnir á ljóðum Sigurðar, Ijóðið er lítið annað en gagnslausar upptaln- íngar, þetta verða bara upptaln- íngar af því að eingar ályktanir eru dregnar af þeim, það örlar aðeins á einhverju í fyrri hlutan- um, þegar talað er um að hlátur álfanna hángi í loftinu, en það verður strax að reyk, ljóðið brennur upp, maður situr ekki eftir með neitt. Sama er að segja um Louis Armstrong, samt vott- ar þar fyrir myndsköpun seni er eftirminnileg: gljái jjeldökkra vöðva/í bláu tunglskini, og end- irinn: þytur blóðsins í húmi danssalanna, / bros fullt af gljá- hvítum tönnum/rödd þín. íjleðileg jól og gúðítr i Forspil óskar lesendum sínum og vinum gleðilegra jóla <og birt- ir i pví tilefni mynd eftir Jónas Svafár, en hann hefur nýlega gef- ið út jólakort með myndum eftir sig og áletruninni: Gleðileg jól og góðœri. Um leið hvetur For- spil alla til að kaupa og senda þessi kort, því þau eru mjög vönduð og sérkennileg eins og búast má við. Þriðji kafli bókarinnar er ein- gaungu þýðíngar. Mér finnst þýðíng Sigurðar á Narkissos eftir Lorca mjög góð, t. d. þetta úr þeirri þýðíngu: Froskarnir. eru svo slyngir. En þeir láta ekki í friði spegilinn sem sýnir óráð þitt og óráð mitt. Sigurður þýðir einnig hið mikla ljóð Lorca úr Skáldi í New York: Óður til Walts Whitmans, þenn- an lofsaung til kornaxins, til hins óbrotna lífs sem er andstaða véla- fargansins, það er feingur að þessari þýðíngu, hún er einnig mjög sómasamlega gerð. Ekki finnst mér Sigurði takast eins vel með Eluard, þessi þýðíng minnir ekkert á Eluard, betur hefur þeim Jóni Óskari og' Sigfúsi Daðasyni tekist að túlka ljóð þessa snillíngs. Þarna eru líka þýðíngar á Ezra Pound, sem talinn er óþýðanleg- ur, þýðíngin á Þakherberginu væri góð ef ein smekkleysa spillti ekki, það er orðið heyrðu: Heyrðu, við skulum vorkenna þeim sem eiga meira en við Mér finnst heyrðu alltof hvers- daglegt á þessum stað, Ijóðið missir einhvernveginn marks, borið saman við frumtexta: Come, let ns pity those who are better of£ than we are Næst eru þýðíngar á ljóðum eftir Denise Levertov, sem mun vera bresk skáldkona, tvö grísk skáld P. Prevelakis og Nikos Rantos og breska skáldið Stephen Spender. Þessi kafli verður að teljast at- hyglisverðasti kafli bókarinnar og er leiðinlegt að þurfa að halda slíku lram, en ég lield að frum- samin ljóð Sigurðar verði að breytast áður en þau öðlast það margræði skáldskaparins og þá táknrænu dýpt sem hann talar um í greinum sínum. Bragi Ásgeirsson hefur gert kápu, og minnir hún óþægilega á máðan legstein. Jóhann Hjálmarsson. Jón frá Pálmholti: Okomnir dagar. Helgafell 1958. Það fyrsta sem mætir augum mánns við lestur bókarinnar er tilvitnun í ljóð eftir Stein Stein- ar: ,,og aldrei framar mun dag- urinn koma til mín“. Varla gat skáldið fundið óheppilegra mottó. Ljóðin eru flest orkt af lífsgleði ungs manns sem á margá ókomna daga í vændum. „Á hörpustrengi vorgolunnar titrar hver tónn í nótt og jörðin verður græn á morgun." Skáldið leitast við að bregða upp myndum úr lífi hins ein- falda og hógværa fólks. En stund- um verður einfaldleikinn hon- um að falli; þannig að sum ljóð- in minna á tóman poka: „Þungum skónt gengur þú götuna á enda Hvað skyldi fólkið aðhafast í nótt? Þú snýrð við og gengur til baka" Einn er þó verstur galli á þess- ari bók. Skáldið skynjar ýmis- legt í veröldinni sem aflaga fer og hann telur í sínum verkahring að lagfæra en hann kallar hvergi á lesandann þannig að hann vakni og sjái svínarí heimsins. Hann kveður til vélar morg- undagsins, „sem reiknar í hugs- unarleysi kaup viftunnar í millj- ónum en þegir við öllum stun- um hinna þjáðu“. Hann segir: „Ef guð vaknaði og sæi til þín þú vél morgundagsins". En hér fer skáldið í, geitarhús að leita ullar. Guð hefur aldrei vaknað, hann mun aldrei vakna. En ef mennirnir vakna óg sjá . .. En Jón kallar hvergl á menn- ina að sjá ógæfuna frekar 'en flest önnur ungskáld nú á tím- um. Jón sýnir okkur skýin, lyngið og spor í snjó. Það er svosem gott og blessað en ekki nóg. Það vantar baráttu í þessa bók. Skáld- ið skorar ekki fjandann á hólm. Undantekning er Ljóð ó- þekkta hermannsins en það er ekki nógu vel gert. Nafnið sjálft er margþvælt og dauft og til hvers fjárans er fyrsta versið með leyfi að spyrja? Nokkuð háír það Jóni hvað hann er undir miklum áhrifum frá öðrum ljóðasmiðum og þá fyrst og fremst Jóni úr Vör. Til dæmis Sambúð og Á sjó. Þessi ljóð eru ekki eftir Jón frá Pálm- holti heldur einhvern jónúrvör frá Pálmholti. Mér geðjast ekki að þeim karli. Beztu ljóðin í bókinni eru Ský, Svo fljúgðu þá, Drukknun °g Slys. , ,, , . „Að ganga breiðstrætið þungum fótum' yfir steinhellurnar og stanza heyra lindarsöng í fjalli og lambsjarm horfa um öxl og til hliðar á umferðarysinn komast ekkert fyrir þröng finna grasilm í túni - ‘ ' góðrar töðu : . verða undir bíl á miðju torgi fyrir jólin leggjast inná Hvítaband.ið án vitundar heyra árnið í dal eigin bernsku" Þýðingarnar aftast í bókinni eru prýðisvel gerðar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er þessi bók allgott byrjandaverk. Það er ekki vafi á því að skáldið á eftir að gera betur ef Jórj vakn- aði og sæi til þín, þú vél morg- undagsins. Ari Jósefsson. Héhnrfrrp Út er komin skáldsaga eftir Steinar Sigurjónsson og nefnist hún Ástarsaga. — Vegna þess að blaðið var farið í prentun þegar bókin barst okkur vannst ekki tími til að skrifa um hana ritdóm fyrir þetta blað. Það má teljast viðburður að út komi skáldsaga eftir ungan íslenzkan höfund, — Steinar Sigurjónsson hefur áður gefið út eina bók: Hér erum við. Hefur ýmislegt sem frá honum hefur komið vakið athygli fyrir nýstárlegan stíl. F O ljLS PI L 5

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.