Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 6
íslenzkur veruleiki hefur klof- ið kjarnann í myndrænu lífi nú- tímans sprungið út úr heims- menningunni og vaxið upp í tunglið og engan hef ég séð upp- lýsa eins vel hraðann og kraft- inn í vélvæðingu tækninnar og Svavar Guðnason í mynd sinni vetrarbraut séð frá tungli bjargfugl og haf er stórkostlegt afrek í nútímamyndlist og á sér e. t. v. hliðstæðu í björgunaraf- rekinu.við látrabjarg ; nætiirútvarp frá öræfajökli er staðsett ; i ( herkastalanum og morgúnblaðshöllin rís af frjálsri verzlun einsog legsteinn yfir hjarta fándsins sem er vatnajök- «11 eðá' 'kéflávík .. ísabrot .hrollkaldur atburður sem skeði á glerhaf i alþingis þeg- ar sjálfsiæð framsókn gekk á glerbroíil í ' bandalag við land- hélgisbréstirin í sólarlaginu trompetfugl með vetnis- sprengjurí nefi og eyrum að varpa þeim er að missa andlitið Næturútvarp frá Öræfajökli haftyrðill maður á skíðum sem æðir niður fjallshlíð leysing sjávarþorp í dymbil- viku þegar þorskurinn og grasið rísa upp til að fá styrk úr ríkis- sjóði hrímfugl gæti verið íslenzk kría á háskóla í Egyptalandi ef fornmynjafræði breta hefði ekki endað í skurðsævintýri af 14 myndum við kvæðakver Laxness finnast mér beztar nr. 33 37 38 og 40 ljóðræð átök í myndbyggingu sýna myndir nr. 2 3 8 9 og 14 sýning Svavars hefur verið vel sótt og helmingur myndanna selst Jónas Svafár. Mtkkhysi auqlpt Ljóð 1944-53 heitir bók sem nýkomin er' út hjá Menníngar- sjóði. Er þetta úrval úr ljóðabók- um sem komu út á þessu tíma- bili. Guðmundur Gíslason Haga- lín rithöfundur, Gils Guðmunds- son fyrrverandi alþingismaður og Þórarinn Guðnason læknir hafa valið. Með þessari bók hafa þeir auglýst smekkleysi sitt svo eftir- minnilega að á bók þessa mun verða litið sem víti til varnaðar. Allskonar foglar sem aldrei hafa verið orðaðir við skáldskap vaða uppi á síðum bókarinnar með aumlegt þ vaður. Vinnubrögð þremennínganna eru ekki ólík því að maður sem ætlar að halda veislu hlaupi útá götu og bjóði hinum og þessum til að gestirnir séu nógu margir. Auðvitað hefur þessi maður gleymt þeim sem helst áttu skilið veisluna. Við val í bókina hefur verið gengið fram- hjá Jónasi Svafár. Jónas gaf þó út bók á þessu tímabili: Það blæðir úr morgunsárinu, bók sem mun í framtíðinni verða álitin gott framlag til íslenskrar nútíma- Ijóðagerðar. Þremenníngarnir hafa auglýst sig rækilega. Vinnu- brögð þeirra eru tákn þess dauða- móks sem ríkir á þeim stað sem kallaður er^ Menníngarsjóður og virðist hafa það hlutverk eitt að villa um fyrir fólki, gefa út þau 6. FORSPIL verk sem eingin þörf er á og velja til þess menn sem vegna glám- skyggni sinnar eru líklegastir til þess að gera þau þannig úr garði að þau geti staðið um aldir sem veglegur minnisvarði um niður- lægíngu íslenskrar bókaútgáfu. Jóhann Hjálmarsson. Leiklíst Forspil ætlaði að birta grein um leikrit Arthurs Miller sem sýnt er í Iðnó, en greinin var ekki tilbúin fyrir þetta blað og óvíst er að hun komi í næsta blaði. Leiklistarlífið í haust hef- ur verið mjög athyglisvert. Leik- rit Millers á erindi til allra sem góðri list unna og sama er að segja um hið umdeilda leikrit eftir John Osborne sem Þjóðleik- húsið sýnir. Baldvin Halldórsson hefur sett þetta leikrit á svið af mikilli kunnáttu og smekkvísi sem honum er lagin. Nú eru aft- ur hafnar sýníngar á Dagbók Önnu Frank sem Baldvin setti einnig á svið. Við höfum frét:t að Júlíus Sesar eftir Shakespeare verði bráðum tekið til sýníngar í Þjóðleikhúsinu í þýðíngu Helga Hálfdanarsonar. Af þessu má sjá að íslenzkt leiklistarlíf er ekki til skammar, þeir sem þar ráða eru smá saman að átta sig á hlutverki leikhúsa og er það sennilega að þakka þeim úngu mönnum sem starfa í leikhúsunum. Og það er gleðilegt til þess að vita að úngir menn eins og Baldvin Halldórs- son og Gísli Halldórsson fá verk- efni í hendur sem hæfa þeim. Komu Gunnars Eyjólfssonar til landsins ber að fagna. Við eigum nú marga góða leikara, það er krafa okkar að hæfileikar þeirra séu notaðir, en ekki misþyrmt í hláturskrampaleikum þeim sem öðruhvoru skjóta upp kollinum. Hvenær verður t. d. sýnt leikrit hér eftir García Lorca, (nú er komin út þýðíng á Húsi Bern- örðu Alba) hvenær eftir Brecht, svo ekki sé talað um Beckett og Ionesco eða Camus. Sýníngin á leikriti Osbornes hlýtur að vekja hjá okkurvon um eitthvað meira. z»_*----------/ FJÖLBREYTT OG VANDAÐ TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG MENNINGARMÁL DAGSKRA

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.