Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 3

Forspil - 01.12.1958, Blaðsíða 3
 INGVAR ORRE: BRENNDU HENDUR MÍNAR Brenndu hendur mínar ef þú vilt ef þær bíða þín fullar gimd en segðu að þú komir í túnglskininu Ég veit að þú ert hér ég veit að ég mæti þér hér í hverju vatni leit ég mynd þína Brenndu mig ef þú vilt en komdu til mín í túnglskininu ég hef geingið lángar götur til að hitta þig Ég hef klifið þúsund fjöll til að heyra þig segja eitt orð Ég óttast að þrá mín bresti Dóra Helgadóttir gerði skreytingu lóhann Hiálniarsson islenzkaði sýndist rík. Löngu eftir hátta- tíma læddist ég fram í borðstofu til þess að sjá betur. Sjónhverfingar — draumórar! Sumarið er von, en getur ekki dáið. Þó það sé fjall með snjó í hverri holu. Hvar ertu réttláti guð? Hef- urðu blundað? Hvar ertu algóði guð? Ertu að sjóða saman nýja miskunn, nýtt göfuglyndi? Ó ég veit, þú ert auðvitað að baka brauð handa fátækum börnum. Já hrópið þið á föður ykkar frelsuðu guðsböm! Segið oss klerkar frá því hvað þið elskið Jesúm, hvað Jesúm hefur gert fyrir ykkur. Hræsnarar! sem standið á gatnamótum skrækjandi á guð al- máttugan, og veltist áfram í saur- lifnaði og peningum. Svo ærulausir eruð þið að segja við þjáningum heimsins: „lítið til fugla himinsins, ekki sá þeir né uppskera, og þeirra himneski faðir fæðir þá og klæðir. Úti er nóttin, björt tær og þög- ul. Friðurinn hefur leyst upp hina skæru list kvöldsins, og eftir er aðeins fölblár himinn, litdauf fjöllin með fannbreiður hér og þar, og láglendið þakið brunasár- um. 3. október 1938. Fyrir tæpum mánuði óx ófrið- arblikan í Evrópu svo mjög að heimurinn bjóst við styrjöld á hverri stundu. Þessi skrýtni skrýtni heimur okkar nötraði og skalf, að því er hann sjálfur sagði. Það er undarlegt, svona of- boðslega hræddur við sínar eigin hugsanir, bletti í sínum eigin heila. Því hvað er Hitler annað en lítið kom í heiminum, Hitler og Mússi!! og þó — kannski er Hitler ekki aðalmaðurinn í þessu öllu saman þó það sé látið í veðri vaka. Það er að sjá á bókinni „Ár í helvíti" sem ég las um daginn, að það séu stórir hópar manna í Þýzkalandi — ja ég veit ekki hvað — brjálaðir — já auðvitað eru þeir brjálaðir, en það er eitthvað sérstakt í þessari brjálsemi. Maður hefur auðvitað heyrt um ógeðslega grimmd hvítra manna við svertingja og annað villt fólk, þrælasölu og þessháttar — já og hverskonar þrælahald, líka í Evrópulöndum, eins og bændaánauðin í Rússlandi. Það er ekki borið á móti þessu ef nógu langt er liðið frá því að það gerðist. Hitler og Mússi, þessir djöflar, Hitler gerði Tékkóslóvakíu að Abessiníu nr. 2 og beljaði lát- laust í langan tíma um píslir hinna undirokuðu Súdeta. Allt þetta brambolt endaði með þrammi þýzkra herja inn í Tékkóslóvakíu, og Englendingar ruku til og hringdu öllum kirkjuklukkum hjá sér, þeir sögðu af feginleika, svo sannar- lega var það líkhringing yfir frelsi heillar þjóðar. Og nú eru þeir farnir að velta vöngum yfir því hvort Sjamber- lein hafi hitt naglann á höfuðið eða slegið utan hjá. Þessi þýzka bók, Ár í helvíti, hún er voðaleg. Sumir héma sem hafa lesið hana halda að hún sé lygi, ég get ekki að því gert, ég trúi hverju orði, sá sem skrifaði hana var gamanleikari, hann komst eftir eins árs veru í fanga- búðum til Ameríku. Ég á ennþá bágt með að slökkva hjá mér ljós- ið á kvöldin síðan ég las hana. Ef höfundurinn er vitlaus, þá eru þeir sem prentuðu bókina líka vitlausir og þeir sem þýddu hana á mörg tungumál líka vit- lausir. Ég held að hvert orð sé satt. En hvað á maður þá að hugsa — eins og þessi veröld getur ver ið falleg. forspil 3

x

Forspil

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forspil
https://timarit.is/publication/1203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.