Ljóðormur - 01.03.1987, Side 55

Ljóðormur - 01.03.1987, Side 55
í tumi sem er fyrirlitinn af talsmönnum Athafna í tumi fyrirlitnum fann ég mér stað kvæðasýslarinn. Af sjálfvilja bjó ég mér dvöl úrleiðis í Eintalsins vopnalausa turni Rödd úr slíkum stað ratar, segja þeir, ekki þaðan og inn að Dagsins dunandi miðju Turnmyndina notar Gyrðir sér þó á fjölbreytilegri máta en Hannes, því hjá Gyrði fellur turninn inn í þá "gotnesku" mynd sem hversdagsumhverfi hans getur tekið á sig. Auk þess er ekki ljóst hverjir verða að þola hina raunverulegu tumvist; einangrun og "fangavist" eru ætíð tvíbent í ljóðum Gyrðis, og kannski er Dagsins dunandi miðja hið sanna fangelsi: "Vakinn og sofinn hugsa ég mér tuma / þéttsetna þungbúnu fólki..." (1. 171-172). Víst er að Gyrðir segir ekki eins og Hannes: "Og alls- nægður held ég minnar leiðar." (bls. 9). Ljóð Gyrðis sýna enga sátt við þann heim sem talsmenn Athafna stjórna, og að því leyti er það hann sem er þungbúinn, eða kannski öllu heldur melankólískur. Ljóð hans eru djúptæk og lífvænleg andstæða þess menningarstraums okkar tíma sem ósjaldan er kenndur við "uppa" og einkennist af taum- lausri sjálfsdýrkun samfara tvíelfdri efnishyggju og "karríerisma", þar sem blind áhersla á Athafnaframa og á ytra glæsibrag, sem og jafnframt á að gera allt "sætt og fyndið", sýnir ekkert annað en öryggisleysi og fálm eftir haldfestu í viðsjálu efnahagskerfi og vályndum heimi. Aldrei hefur verið meiri þörf en nú að finna ummerki þess lífs sem lifað er í huga manns. En eins og ljóð Gyrðis sýna, þá er slíkt hugarlíf, jafnvel á sínum frjóustu stundum, skuggsjá heimsmyndar LJÓÐORMUR 53

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.