Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 52

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 52
ræða, það er að segja eins konar sjónhverfða skynjun - þá gæti hvelfingin raunar allt eins verið augun sjálf og ljóð- mælandinn "undir" þeim að "horfa í myrkri". I næstu tveim línum segir: "Einkennilega brothætt / þetta snögga tillit tveggja augna" og litlu síðar hugsar 1 jóðmælandinn "aftur til / augnanna, hvernig þau bresta" (1. 20-21) Enda er það svo að gler-augun eiga til að bresta þegar órólegar hugmyndir tylla sér niður; vanabundið sjónarsvið hverfur, annað kemur í ljós, eða réttara sagt kemur fram á bergmálstækjunum. Blindflugið felst því ekki endilega í flugi burt frá vistarveru mælandans, heldur ekki síður í því að vistar- veran sjálf tekur hamskiptum. I upphafi "Miðnæturflugs" verður pípuflækja á veggnum sjáanleg, og þótt leðurblakan smjúgi út, getur slíkt út-skot allt eins gerst innanhúss, þannig að velkunnugt umhverfið verði nýr og ókennilegur staður. Þetta sést best í næsta kvæði á undan, "Utskoti hugans", þar sem í ljós kemur að í samræmi við hug manns eiga vistarverur sér ávallt einhver útskot þar sem maður getur villst: "holið stórt dimmt og ég rek mig á". Vistar- vera skáldsins er tveir heimar í senn og einhvers konar gler á milli þeirra. Eitt kvæðið í Bakvið maríuglerið heitir "Vistaskipti"; þar þykir ljóðmælanda hann synda í kjallara- íbúð sem er hálffull af vatni, hann svamlar um og skoðar hana, fer yfir að inniveggnum og "var um það bil / að fara að rannsaka nánar málverk sem hékk þar / og maraði í hálfu kafi þegar bánkað var á glerið / í forstofuhurðinni." í Blindfugl/svartflug má lesa að "slitinn úr tengslum við umhverfi / aflagar hugurinn öll hlutföll" (1. 76-77). En það er úr þesari aflögun, þessu blindflugi, þessum brot- gjörnu augum, sem skáldið dregur lífsmagn sitt. Þetta dæmigerist þegar ljóðmælandinn finnur til köfnunarkennd- ar og "veltir fyrir sér þeim möguleika / að kurla rúðuna meðkoparkerta- / stjakanum..."(l. 337-339): þegar einangr- unarglerið brotnar birtist annarleg sýn, brostin augu sjá um nýsköpun umhverfis. Hamskipti (vistar)verunnar verða fyrir þá myndskapandi orku sem býr í innri sýn skáldsins. En ef ýmist má samsama vistarveruna ytri heimsmynd og 50 LJOÐORMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.