Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 52

Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 52
ræða, það er að segja eins konar sjónhverfða skynjun - þá gæti hvelfingin raunar allt eins verið augun sjálf og ljóð- mælandinn "undir" þeim að "horfa í myrkri". I næstu tveim línum segir: "Einkennilega brothætt / þetta snögga tillit tveggja augna" og litlu síðar hugsar 1 jóðmælandinn "aftur til / augnanna, hvernig þau bresta" (1. 20-21) Enda er það svo að gler-augun eiga til að bresta þegar órólegar hugmyndir tylla sér niður; vanabundið sjónarsvið hverfur, annað kemur í ljós, eða réttara sagt kemur fram á bergmálstækjunum. Blindflugið felst því ekki endilega í flugi burt frá vistarveru mælandans, heldur ekki síður í því að vistar- veran sjálf tekur hamskiptum. I upphafi "Miðnæturflugs" verður pípuflækja á veggnum sjáanleg, og þótt leðurblakan smjúgi út, getur slíkt út-skot allt eins gerst innanhúss, þannig að velkunnugt umhverfið verði nýr og ókennilegur staður. Þetta sést best í næsta kvæði á undan, "Utskoti hugans", þar sem í ljós kemur að í samræmi við hug manns eiga vistarverur sér ávallt einhver útskot þar sem maður getur villst: "holið stórt dimmt og ég rek mig á". Vistar- vera skáldsins er tveir heimar í senn og einhvers konar gler á milli þeirra. Eitt kvæðið í Bakvið maríuglerið heitir "Vistaskipti"; þar þykir ljóðmælanda hann synda í kjallara- íbúð sem er hálffull af vatni, hann svamlar um og skoðar hana, fer yfir að inniveggnum og "var um það bil / að fara að rannsaka nánar málverk sem hékk þar / og maraði í hálfu kafi þegar bánkað var á glerið / í forstofuhurðinni." í Blindfugl/svartflug má lesa að "slitinn úr tengslum við umhverfi / aflagar hugurinn öll hlutföll" (1. 76-77). En það er úr þesari aflögun, þessu blindflugi, þessum brot- gjörnu augum, sem skáldið dregur lífsmagn sitt. Þetta dæmigerist þegar ljóðmælandinn finnur til köfnunarkennd- ar og "veltir fyrir sér þeim möguleika / að kurla rúðuna meðkoparkerta- / stjakanum..."(l. 337-339): þegar einangr- unarglerið brotnar birtist annarleg sýn, brostin augu sjá um nýsköpun umhverfis. Hamskipti (vistar)verunnar verða fyrir þá myndskapandi orku sem býr í innri sýn skáldsins. En ef ýmist má samsama vistarveruna ytri heimsmynd og 50 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.