Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 56

Ljóðormur - 01.03.1987, Blaðsíða 56
og því iðulega sjónarsvið hrollvekju og tvístraðrar skynj- unar. Dunandi dægurlíf heimsins mótar inniveru skáldsins og Gyrðir er ekki "heimasáttur", ef nota má það orð; heim(s)kynni hans gefa honum engin grið, allt eins þótt ljóðskáldinu berist aldrei bréf. Undirtónn tveggja nýjustu bóka er þó engin mælskufull heimsendastemma, því svip- myndir hrollvekjandi örlaga eru ætíð umvafðar rödd melan- kólíunnar; stundum er eins og allar sviptingar hafi þegar átt sér stað og ljóðmælandinn gangi um dapurt eyðisvið: "Verður gengið inn í ljósheldar / hvelfingar sem ekki sér fyrir / endann á,eða auð hús að hruni / komin stimpluð dauða..." (1. 177-180). Með "melankólíu" á ég hér við virka lífsafstöðu og nota þetta orð í anda þýska fræðimannsins Walters Benjamins, en aðhans mati birtist melankólíantil að mynda í hinni barokksku allegóríu sem hann fjallar um í því stórmerka riti Ursprung des deutschen Trauerspiels. Sú allegóría á sér einungis brotakennda skírskotun til sam- félagsveruleika (er semsé ekki samfelld táknræn hliðstæða hans) - en það er þó einmitt þetta brotaform sem skapar heimsmynd veruleikans samfara því að sjónarsvið verksins birtist okkur iðulega sem einhvers konar rústir. Rústir og veðruð mannvirki eru einmitt algeng í nýjustu bókum Gyrðis (sbr. ljóðin "Nafnlaust", "tvílyft hús autt við haf" og "af ófyrirsjáanlegum ástæðum" í Bakvið maríuglerið) en eins og gotneskar svipmyndir Gyrðis fela þau ekki í sér endursköpun veruleika okkar á symbólsku sviði, heldur getum við séð í þessu tvennu einhvers konar ummynduð brot veruleikans sem gefa og raunveruleg eða hugsanleg örlög hans til kynna. Benjamin bendir á að brotaform þessarar allegóríu eigi sér hliðstæðu í módemisma samtímans, auk þess sem hinar barokksku rústir túlki eyðandi framrás sögunnar á þann máta sem umhugsunarverður sé á okkar öld. Þannig hjálpar umfjöllun Benjamins okkur að skynja það afl og það ákall sem býr í melankólíu Gyrðis: hrollvekjur hans og rústamyndir sýna okkur ummerki sögunnar sem slítandi afls (en þá hlið hennar gerir nútíðin oft mikið til að fela) 54 LJOÐORMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.