Víkurfréttir - 25.09.1980, Page 8
8 Fimmtudagur 25. september 1980
VÍKUR-fréttir
Alltaf erum við að rekast á hús sem hafa veriðsnyrt áþann háttaðeftir
verður tekið. Myndin hér að ofan er af Heiðarbrún 12 í Keflavík, en
eigandi þess, Zakarías Hjartarsson málaði sjálfur listaverkið á
húsvegginn.
Slldar-
frysting
Viljum ráða konur og karlatil
síldarfrystingar. Mikil vinna
framundan. Uppl. í símum
6044 og 1264.
Brynjólfur hf.
Kór Ytri-Njarð-
víkurkirkju
| óskar eftir söngfólki, sérstaklega í karlaraddir.
j Mörg skemmtileg viöfangsefni í vetur.
Æfingar eru í kirkjunni á þriðjudagskvöldum kl.
20.30.
Þið sem hafið áhuga, vinsamlegast hafið sam-
band við einhvern kórfélaga, söngstjóra (í síma
3701) eða komi á æfingu.
Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum:
Ýmislegt á dagskrá í vetur
Vetrarstarf Styrktarfélagsaldr-
aðra á Suðurnesjum er nú um
það bil að hefjast. Frá þvi að fé-
lagiö tók til starfa hefur það haft
aðstöðu til funda og föndurvinnu
í Safnaðarheimilinu Kirkjulundi
endurgjaldslaust. Vill stjórn fé-
lagsins nota þetta tækifæri til aö
færa Safnaðarfélaginu innilegar
þakkir fyrir veitta aðstoð sl. 6 ár.
Sem kunnugt er brann Kirkju-
lundur i sumar, svo aðstaðan
sem félagið hafði þar er ekki
lengur fyrir hendi. I undirbún-
ingi er félagsaðstaða í kjallara
nýja hússins, sem bæjarfélagið
hefur byggt fyrir aldraða að Suð-
urgötu 12-14. Eru þar 2 góðir
salir sem nýta má á ýmsan hátt.
Sem vænta má vantar þar hús-
gögn og allt sem til þarf, til að
starfsemin geti hafist. Er unnið
að þvi að útvega það sem vantar
og áætlaö aö selja merki félags-
ins fljótlega til fjáröflunar þvi
skyni.
Félagshús hf. (eigandi að Fé-
lagsbiói) hefur fært félaginu
rausnarlega peningagjöf, sem
varið verður til kaupa á húsgögn-
um i annan salinn. Sendirstjórn
Styrktarfélagsins aðilum
Félagshúss hf. innilegar þakkir
fyrir velvilja þeirra.
Á dagskrá félagsins i vetur
verður "Opið hús" einn laugar-
dag i mánuði í hverju sveitarfé-
lagi fyrir sig. Fyrsta sunnudag í
vetri hefur Safnaðarfélag kirkj-
unnar boöið upp á kaffi eftir
messu og vonandi veröur eins
nú, en óráðið hvar þaö getur
oröiö. Verður það auglýst siöar. I
nóvember verður opið hús i
Vogum. I desember jólahug-
vekja í Innri-Njarðvík og munu
kvenfélögin í Keflavik og Njarð-
vik sjá um það. I janúar veröur
opið hús í Sandgerði. (febrúarer
áætlaö aö halda þorrablót í
Stapa. I mars opið hús í Garði og
sumarfagnaöur verður í Grinda-
vík í apríl.
Annað á dagskrá félagsins i
vetur er t.d. leikhúsferö, líkams-
rækt fyrir aldraða - svokölluö
skólaleikfimi - sem verður i fé-
lagsaðstöðunni á Suðurgötu
12-14. Einnig verður þarföndur-
vinna. Smíðar verða i Gagn-
fræöaskólanum undir leiðsögn
Sigfúsar Kristjánssonar og
einnig verður í Gagnfræöaskól-
anum leirvinna og veröa leið-
beinendur þær Erla Sigurbergs-
dóttir og Áslaug Hilmarsdóttir.
Hugmyndir hafa komið fram
um aö ef félagasamtök í bænum
hefðu áhuga á að stytta öldruð-
um stundir, þá væri félagsaö-
staðan fyrir hendi fyrir slikt og
hægt að setja upp dagskrá fyrir
ýmis konar skemmtiefni t.d. eitt
kvöld i viku.
( sumar var farið til Júgóslavíu
á vegum félagsins og tókst sú
ferð mjög vel og voru þátttak-
endur ánægðir.
Innanlands varfariðaö Löngu-
mýri í Skagafiröi til 3ja vikna
dvalar og að Bifröst í Borgarfirði i
viku. Tókust þessar ferðir mjög
vel og var ekki siður ánægja með
þær en utanlandsferðina. ( októ-
ber stendur til boða önnur ferð
að Löngumýri.
Dagsferð var farin á vegum fé-
lagsins um Reykjanes, og Rot-
aryklúbbur Keflavíkur bauð í
aðra dagsferð upp i Kjós og á
heimleiðinni bauö Sparisjóður-
inn upp á kaffi i Veitingastofunni
Gafl-lnn í Hafnarfirði. Sendir
stjórn félagsins báðum þessum
aðilum þakkir fyrir.
Að lokum skal bæjarbúum
bent á aö bækur í húsbókasafn á
Suðurgötu 12-14 væru vel
TRAKTORSGRAFA
Tek að mér alla almenna
gröfuvinnu.
Sigurður Jónsson
Sfmi 7279
Þessar stúlkur héldu hlutaveltu að Birkiteig 20 i Keflavik um miðjan
júní sl. Ágóðann, 7.200 kr., létu þær renna til Sjúkrahúss Keflavíkur-
læknishéraðs. Stúlkurnar heita Freyja Ásgeirsdóttir og Telma Jóns-
dóttir. Á myndina vantar Kristinu Þóru Hermannsdóttur.