Víkurfréttir - 09.10.1980, Síða 3

Víkurfréttir - 09.10.1980, Síða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 9. október 1980 3 Barnaskólinn í Keflavík: Haustmót í knattspyrnu 4. bekkur I. Haustmót Barnaskólans í knattspyrnu var haldiö nýlega á knattspyrnuvellinum við Barna- skólann. ( mótinu kepptu 4. og 5. bekkur í tveim riðlum. ( 4. bekk var síðasti leikurinn á milli 4.G. og 4.I. hreinn úrslita- leikur og sigraði 4.I. 3:0. 4.I. vann því alla leiki sína og var marka- talan 20:0. (5. bekk var það 5.Þ. sem vann alla leiki sína og var markatalan hjá þeim 17:1. 5. bekkur Þ. Rafveita Keflavíkur: Rekstrarfjárskortur bitnar mest á framkvæmdum f gatnalýsingu ( fundargerð rafveitunefndar frá 8. sept. sl. segir, að hlutfall af tekjum rafveitunnar til reksturs minnki stöðugt, haekkun á seldri raforku dugi aðeins fyrir hækk- unum á keyptri raforku. ( fyrra fóru um 55% af tekjum i orkukaup er nú eru þau komin yfir 60%. Þessi rekstrarfjárskort- ur bitnar mest á framkvaemdum í gatnalýsingu, svo að allt bendir til aö bráönauðsynlegar fram- kvæmdir í lýsingu verði að bíða um sinn. Fjöldi fólks er nú fluttur í Heiðarbyggö en þar er engin gatnalýsing ennþá og þaðvantar rafveituna fjármagn. Áárinu hafa verið lagðar 26'/2 milljón í gatna- lýsingu en það hefur rétt dugaö fyrir helming þeirra lýsingar- framkvæmda semáætlaðarvoru. önnur brýn verkefni liggja fyrir, þ.e. að leggja rafmagn í efri hluta Heiðarbyggðar og að skemmusvæðinu norðan hennar. Þetta eru framkvæmdir upp á 30-40 milljónir á verðlagi í dag, en þegar er byrjað að úthluta lóðum á þessum svæðum. Hvert götuljós í dag kostar upp komið 300-500 þús. kr., eftir stærð. Á liðnum árum hefur mikið af framkvæmdafé rafveitunnar farið í að koma dreifikerfinu nið- ur i jörðina í kjölfar hitaveitu- framkvæmdanna og er því Ijóst að nú vantar fé í götulýsingu i framhaldi af því. Á bæjarstjórnarfundi 23. sept. sl. lögðu bæjarfulltrúar Alþýöu- Framh. á 5. tfðu Félagsmenn V.S.F.K. eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna, Hafnargötu 80, Keflavík, og fá vitneskju um stöðu samningamála. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Laus staða Staða skrifstofumanns Landshafnarinnar í Kefla- vík-Njarðvík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu hafnarinnar fyrir 1. nóvember næstkomandi. Hafnarstjórinn I Keflavík-Njarðvík Keflavfk, 30. sept. 1980. TÓNLISTARFÉLAG KEFLAVÍKUR Aðalfundur verður haldinn í Tónlistarfélagi Keflavíkur, mánu- daginn 20. október kl. 20.30 í húsi skólans við Austurgötu. Þar sem breyting hefur orðið á lögum félagsins hafa allir styrktarfélagar rétt til fundarsetu. Þess er óskað að félagar mæti vel og stundvíslega. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf önnur mál. Skólanefnd Tónllstarskólans I Keflavik Ég hef flutt lögfræðiskrifstofu mína að Hafnargötu 23 (Víkurbær II. hæð). JÓN G. BRIEM hdl. Hafnargötu 23, Keflavík Sími 3566

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.