Víkurfréttir - 09.10.1980, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 9. október 1980
VÍKUR-fréttir
Höfum opnað aftur.
Verið velkomin.
iþJðniBTnn
Smáratúni 28, Keflavík
Símar 1777 og 3846
Söngfólk, Suðurnesjum
Kór Keflavíkurkirkju óskar eftir áhugasömu
söngfólki, sérstaklega karlaröddum. íveturverður
fjölbreytt og skemmtilegt verkefnaval. /Efingar
verða þriðjudagskvöld kl. 20.30 í kirkjunni.
Uppl. í símum 2600, 2427,2660. Hafið samband og
kynnist starfseminni.
Stjórnin
Enskukennsla
hefst um miðjan október. Uppl. í síma 2872 kvöld
og helgar.
Erla Guömundsdóttir
Húsmæður,
Suðurnesjum!
Er qólfteppið óhreint?
Nú er rétti tíminn til að láta hreinsa teppin.
Tökum að okkur að gufuhreinsa gólfteppi
Enginn bílkostnaður.
Uppl. í sima 2328 og 2659.
Framðmenn
skólamála i
Fœreyjum
í heimsókn í Fjöl-
brautaskóla
Suðurnesja
Nýlega komu í heimsókn til
Fjölbrautaskóla Suöurnesja 5
Færeyingar, en þeir eru allir
miklirframámenn í skólamálum í
Færeyjum. Fyrir um þaö bil ári
síöan fengu færeyingar yfir-
stjórn skólamála í sínar hendur
og vilja nú kanna málin hér á Is-
landi, vegna þess aö þeirtelja aö-
stæöur ýmsar vera mjög svipað-
ar hór og í Færeyjum.
Fyrst dvöldust færeyingarnir í
Neskaupstaö I 2-3 daga, komu
slöan hingaö til FS, og mun þetta
vera eini fjölbrautaskólinn sem
þeir heimsóttu og kynntu sér
skipulag og starfsemi þar. Þeir
fóru einnig í menntamálaráöu-
neytiö og ræddu viö deildarstjór-
ann þar, um verkkennslu. Þeir
komu hingaö um 8-leytiö aö
morgni og sátu hór fund meö
Jóni Böövarssyni, Ingólfi Hall-
dórssyni og Gizuri (. Helgasyni
I fjóra tíma. Var færeyingunum
kynnt hvernig Fjölbrautaskóli
Suöurnesja væri upp byggöur,
alveg frá grunni, og voru teknir
skipulega ákveönir hlutar kerfis-
ins, og síöan vörpuöu þeir fram
spurningum sem þeir síöan
fengu svör við.
Aö sögn Gizurar virtust gest-
irnir mjög ánægðir meö þessa
heimsókn. Fengu þeirýmisgögn
svo sem námsvísi, námslýsingar
o.fl., þannig að þeir fóru pinkl-
um hlaönir heim. Þá var gestun-
um boöið I mat í litla sal Stapa
ásamt formanni kennarafélags-
ins og trúnaöarmanni félagsins
hór.
„Þaö veröur aö segjast eins og
er,“ sagöi Gizur, „aðokkurfinnst
þetta mikill heiöur aö vita til þess
aö okkar skóli sem slíkur skuli
hafa oröiö fyrir valinu, og mér
finnst fólk líta æ meira hingaö á
Fjölbrautaskóla Suöurnesja sem
leiöandi stofnun í þessu ákveöna
kerfi, enda hefur komiö f Ijós að
þetta framhaldsskólafrumvarp
sem hefur legiö og mun liggja
fyrir þingi, þaö er eins og sniöiö
uan um þaö kerfi sem viö höfum
notast viö hér, svo hér þurfa litlar
breytingar aö eiga sér staö.“
Þessar stúlkur héldu hlutaveltu aö Hæöargötu 6 í Njarövfk til styrktar
Sjúkrahúsinu, og söfnuöu 34.900 kr. Þær heita frá v.: Guömunda Ró-
bertsdóttir, Heba Friöriksdóttir og Aöalheiöur Hilmarsdóttir. Á mynd-
Ina vantar Sigurbjörgu Róbertsdóttur og Lindu Maríu Gunnarsdóttur.