Víkurfréttir - 23.10.1980, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.10.1980, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 23. október 1980 ^líKURi i i i iii LJtgefandi: Vasautgáfan Ritstjóri og abm.: Sigurjón Vikarsson, simi 2968 Blaðamenn: Steingrimur Lilliendahl, simi 3216 Elias Jóhannsson, simi 2931 Emil Páll Jónsson, sími 2677 _ M Ritstj. og augl. Hringbraut 96. Keflavik, simi 1760 ^HH ■______ Setmng og prentun GRAGAS HF . Keflavik V.K.F.K.N. V.K.F.K.N. Allsherjar- atkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa á Alþýðusambandsþing Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu um kjör aðal- og varafulltrúa Verka- kvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur á 34. þing Alþýðusambands íslands. Tillögur um sjö aðalfulltrúa og jafn marga til vara skulu sendar skrifstofu félagsins í síðasta lagi fyrir kl. 19, mánudaginn 27. október n.k. Hverri tillögu skal fylgjastuðningsyfirlýsing a.m.k. 81 fullgildra félaga. Kjörstjórn Lögtaks- úrskurður Njarðvík Að beiðni bæjarsjóðs Njarðvíkur úrskurðast hér með að lögtak má fara fram til tryggingar gjald- föllnu útsvari og aðstöðugjöldum ársins 1980 í Njarðvík, allt auk vaxta og kostnaðar. Lögtakið má fara fram að liðnum 8 dögum frá birt- ingu þessa úrskurðar. Bæjarfógetinn i Njarðvik, 13. október 1980. Jón Eysteinsson Ungmennafélags- húsið í Keflavík ertil leigu. Alltkemurtil greina. Upplýsingarísíma 2062 milli kl. 10-12 virka daga._ „Gerum það sem hægt er til að halda umhverfinu sem snyrtilegustu“ - segir Kristján Pétursson hjá Keflavík hf. Eins og lesendur blaðsins hafa eflaust tekiðeftir, þá hefur í tveim síðustu blöðum verið minnst nokkuð á umhverfið í kringum Keflavík hf. Við brugðum okkur þangað niður eftir og hittum þar að máli yfirverkstjórann, Kristján Pétursson, og spurðum hann hvað honum fyndist um þessa gagnrýni blaösins: - öll gagnrýni er góðra gjalda verð, svo framarlega sem hún er málefnaleg. Við hér hjá Keflavík hf. höfum ávallt reynt að hafa umhverfi okkar sem snyrtilegast og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að halda því þannig. Það sem virðist fara í taugarn- ar á fólki eru brettin og fiskkass- arnir. Við höfum verið að reyna að raða þeim eins snyrtilega og hægt er hér í kring, en þaðvirðist vera þannig að krakkar hafi gaman af að hrinda þessu um koll, og svo erum við sakaöir um slæma umgengni. öll okkar fisk- móttaka og útskipun fer fram um Túngötuna og því er ekki hægt að neita að þar er oft ansi þröngt á þingi þegar mikiöerumaövera hjá okkur, og því veröur mjög erfitt að breyta ef það er þá hægt. Við höfum reynt að gera það sem í okkar valdi stendur til aö íbú- arnir hér í kring verði fyrir sem minnstu ónæði, en það verður aldrei hægt að koma i veg fyrir allt ónæöi. Það sem háir okkur mest er einfaldlega plássleysiö, og eins og allir vita þá erum við um- kringdir af götum á allar hliöar og portiö hér fyrir framan er ekki svo ýkja stórt. Það fer ekki á milli mála, að hér er um erfitt vanda- mál aö ræöa sem ekki virðist vera hægt aö leysa, nema einfaldlega að loka frystihúsinu sem sliku, og ég held að það sé ekki góð lausn. Hér í frystihúsinu starfa nú um 90 manns og svo erum við að undirbúa síldarsöltun og þar munu aö öllum líkindum starfa rúmlega 30 manns. Þá vil ég aö lokum nota þetta tækifæri og benda bæjarbúum á að það á ekki að henda rusli hér í fjöruna fyrir neðan húsin hjá okkur - ruslahaugarnir eru ekki þar, sagöi Kristján. Heimild til að losa af beitu og salt við Vatnsnesvita Að undanförnu hefur oft horft til vandræöa meö losun á afbeitu og saltúrgangi, en Sorpeyðing- arstööin getur ekki tekið viö þessu og mun sennilega aldrei geta. Varðandi afbeituna þá ætti Fiskiöjan að taka við henni, en þar sem mikiö er um öngla í beit- unni getur verksmiðjan ekki tek- iö beituna til vinnslu. Því hefur Sorpeyöingarstööin nú fengið heimild frá Keflavíkurbæ fyrir því aö fleygja megi afbeitu og salti i sjóinn við Vatnsnesvita. Ofan- greint er því aðeins heimilt að ekki séu umbúðir, veiðarfæri eða því um líkt saman við. Og eins og segir í auglýsingu frá Sorpeyöingarstööinni, þá er skoraö á fiskverkendur og starfs- fólk í fiskvinnslu aðleggjast áeitt um að leysa þetta vandamál á of- angreindan hátt.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.