Fréttablaðið - 07.11.2016, Side 2

Fréttablaðið - 07.11.2016, Side 2
CMYK litir blár: 100-68-7-28 grár: 33-18-13-37 Tæknifræðingafélag Íslands CMYK litir blár: 100-68-7-28 grár: 33-18-13-37 Verkfræðingafélag Íslands Atkvæðagreiðsla um sameiningu VFÍ og TFÍ Dagana 5. – 11. nóvember fer fram atkvæðagreiðsla meðal félags manna Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands um sameiningu félaganna. Félagsmönnum hafa verið sendar upplýsingar í tölvupósti. Þær er einnig að finna á heimasíðum félaganna: www.vfi.is www.tfi.is Félagsmenn sem ekki hafa fengið tölvupóst frá skrifstofu félaganna eru vinsamlega beðnir um að tilkynna um rétt netfang með því að senda tölvupóst: lydiaosk@verktaekni.is eða hringja í síma: 535 9300. Félagsmenn eru eindregið hvattir til þess að kynna sér upplýsingar um sameiningarmálið leita svara við spurningum sem kunna að vakna og framar öllu taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Veður Stíf sunnanátt og hlýtt í dag. Talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en lítilsháttar rigning á norðaustanverðu landinu. Gengur í suðaustan storm vestan til á landinu í kvöld. sjá síðu 18 Airwaves-pönk Finnsku pönkararnir í Pertti Kurikan Nimipäivät léku á Gauknum á Airwaves í gær. Hljómsveitin vakti lukku er hún tók þátt í Eurovision árið 2015. Fréttablaðið/ernir landbúnaður Ört vaxandi fjalla- ferðamennska er farin að valda íslenskum fjárbændum áhyggjum. Málið var rætt á fundi fjallskila- nefndar Borgarhrepps, Stafholts- tungna og Norðurárdals vestan Norð- urár fyrir helgi. Þriðju og síðustu leitir haustsins á svæði nefndarinnar voru sunnudaginn 16. október og skiluðu þær um eitt hundrað kindum og nokkrum erlendum ferðamönnum sem fest höfðu jeppa sinn á fjöllum. „Það er orðið dálítið mikið um gönguhópa sem fara svokallaða Vatnaleið. Þetta er náttúrlega einmitt yfir sumartímann þegar féð er á svæð- inu,“ segir Sigurjón Jóhannesson, bóndi á Valbjarnarvöllum á Mýrum og fulltrúi í fjallskilanefndinni sem ræddi „aukinn ágang ferðamanna á afréttinum, gangandi og akandi“ á síðasta fundi: „Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af áhrifum þess á sauðfé og vekur athygli á að auka þarf þjónustu og eftirlit með mannvirkjum samfara þeirri þróun,“ bókaði nefndin. Sigurjón segir hópa á eigin vegum og frá Ferðafélagi Íslands ganga Vatnaleiðina sem liggur frá Hlíðar- vatni um Hítarvatn og Langavatn í Hreðavatn. Og það sé gott mál. „Aðalmálið, finnst mér, er ef fólk er með hunda sem eru ekki vanir fé. Þeir eru til í það að stökkva í kindur og styggja þær. Við höfum rætt að fólk hafi hundana í bandi þegar farið er um þar sem aðalfjársvæðið er,“ segir Sigurjón. Það er ekki aðeins göngufólk sem fer um þessar slóðir að sögn Sigur- jóns. Mikil jeppaumferð sé um troðn- inga inn Langavatnsdal. „Menn eru að keyra þar og er í sjálfu sér ekkert hægt við því að gera,“ segir Sigurjón. Í fyrrnefndum leitum fyrir rúmum hálfum mánuði hafi smalar komið til hjálpar útlendingum sem skilið höfðu bíl sinn eftir kirfilega fastan í drullu. „Það átti að fara að leita að þeim en það var hægt að ná sambandi ein- hvers staðar og þá uppgötvaðist að þeir voru ekki týndir. Þeir slógu sér bara saman við leitarmenn,“ lýsir Sig- urjón. Erlendir ökumenn aki óhikað út í hvað sem er. „Það er reyndar líka þannig með suma Íslendinga, þeir halda að það fljóti alla vega á meðan ekki sekkur.“ Fjallskilanefndin skoraði á fund- inum einnig á sveitarstjórn Borgar- byggðar að beita sér fyrir því að komið verði á farsímasambandi á svæðinu. Sigurjón segir að það myndi bæta öryggi til muna. „Það er merkilegt að ekki skuli að minnsta kosti vera búið, á fjölfarinni leið eins og inn Langavatnsdal, að setja upp endurvarpa svo þar sé sam- band. Að vísu er hægt að fara þar sem hæst er upp en útlendingar fatta það ekki. Þeir festa bíla þarna og ganga þá kannski langar leiðir í stað þess að fara upp.“ gar@frettabladid.is Göngufólk á Vatnaleið styggir fé á afréttinum Fjallskilanefnd í Borgarfirði lýsir áhyggjum af vaxandi ágangi ferðamanna sem styggja kindur á afrétti. Bæði um að ræða göngufólk og akandi á Vatnaleið, segir nefndarmaðurinn Sigurjón Jóhannesson, bóndi á Valbjarnarvöllum á Mýrum. Aðalmálið, finnst mér, er ef fólk er með hunda sem eru ekki vanir fé. Þeir eru til í það að stökkva í kindur og styggja þær. Sigurjón Jóhannesson, bóndi á Valbjarnarvöllum Horft yfir Hafradal á Vatnaleið. Hafradalsá rennur í langavatnsá sem síðan fellur í langavatn úr norðri. sýrland Herir Kúrda og Araba hyggj- ast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuð- borg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. Bandalagið, sem kallast SDF, mun njóta aðstoðar lofthers Banda- ríkjanna í árásinni. Almennir borg- arar eru varaðir við því að fara nærri svæðum þar sem herliðar Daish halda sig. Tilkynnt var um fyrirhugaða sókn á blaðamannafundi í bænum Ain Issa, um fimmtíu kílómetrum frá Raqqa. „Hin stóra orrusta um Raqqa og nærliggjandi svæði er hafin,“ sagði talsmaður SDF á blaðamannafund- inum. „Sóknin fer fram í nokkrum þrep- um. Í dag hófst einangrunarþrep og næst munum við sparka Daish út úr Raqqa. Það mun gerast,“ sagði Brett McGurk, fulltrúi Bandaríkjahers. Her SDF telur um 30 þúsund manns, þar af eru 25 þúsund Kúrdar. – þea Beina sjónum sínum að Raqqa bandarískir sérsveitarmenn undirbúa sóknina. nordicpHotos/aFp stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í síma í gær. Ekki fengust upplýsingar um hvað þeir ræddu. Þegar Guðni veitti Bjarna stjórn- armyndunarumboðið á miðviku- dag bað forsetinn hann um að vera í sambandi um eða eftir helgina til að upplýsa um stöðu mála varð- andi stjórnarmyndunarviðræður. Um helgina ræddu Bjarni, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar fram- tíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, saman. Ótt- arr sagði þá ekki hafa hist heldur aðeins „heyrst í raun og veru til þess að ræða að það væri ekkert sérstakt að frétta“. Engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður væru hafnar. Þá sagðist Óttarr ekki hafa rætt við forystufólk í öðrum flokkum um helgina. – skh Bjarni ræddi við forsetann í gær Í dag hófst einangr- unarþrep og næst munum við sparka Daish út úr Raqqa. Brett McGurk, fulltrúi Bandaríkjahers 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m á n u d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 6 -2 D 1 0 1 B 3 6 -2 B D 4 1 B 3 6 -2 A 9 8 1 B 3 6 -2 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.