Fréttablaðið - 26.10.2016, Page 2

Fréttablaðið - 26.10.2016, Page 2
Veður Vestan hvassvirði með suðurströndinni, en hægari vestlæg átt annars staðar. Skúrir eða slydduél um landið vestan- vert, en lengst af þurrt um landið austan- vert. Hiti 3 til 8 stig. sjá síðu 20 Draga fólk á kjörstað ZENDIUM STYRKIR NÁTTÚRULEGAR VARNIR MUNNSINS FÉLAG ÍSLENSKRA TANNFRÆÐINGA MÆLIR MEÐ ZENDIUM TANNKREMI samfélag Barnaverndaryfirvöld á Íslandi leggja allt kapp á að Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur, verði ekki sendur til Noregs á fóstur- heimili. Komið var saman á Austur- velli í gær til að mótmæla yfirvof- andi brottflutningi. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfir- valda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í málinu í byrjun mánað- arins. Tvennum sögum fer af því hvað úrskurðurinn þýðir en sagt hefur verið frá því í fjölmiðlum að senda eigi drenginn til Noregs á fósturheim- ili næstu þrettán árin. Dómurinn þýði að móðir drengsins, Elva Christina, komi aðeins til með að hitta drenginn tvisvar á ári undir eftirliti. Starfsfólk Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við segir málið ekki svo klippt og skorið. Úrskurður héraðsdóms merki að norsk barna- verndaryfirvöld fari með forsjá drengsins og hann eigi að vera í umsjá þeirra. Hins vegar sé ekkert í dómn- um sem komi í veg fyrir að norsk barnaverndaryfirvöld velji barninu fósturheimili hér á landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að viðræður séu þegar hafnar við norsk yfirvöld og bjartsýni ríki á niðurstöðu málsins. Dómur héraðsdóms byggir á Haag- samningnum um einka réttar leg áhrif af brottnámi barna til flutnings á milli landa. Á vefsíðu Barnaverndarstofu kemur fram að markmið samnings- ins sé fyrst og fremst að leysa úr því ef annað foreldri barns flytur barn með ólögmætum hætti til annars lands. Honum hefur verið beitt þegar um forræðisdeilu foreldra er að ræða en þeir starfsmenn Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við minnt- ust þess ekki að samningnum hefði verið beitt til að senda íslenskt barn út til erlendra barna verndar- yfirvalda. Það væri ekki venjan. Oddgeir Einarsson, lögmaður móður drengs- ins, segir úrskurð héraðs- dóms skýran um að koma eigi barninu fyrir á fóstur- heimili. Málið sé þó til meðferðar hjá Hæsta- rétti Íslands sem eigi eftir að dæma í málinu. „Ég hef ekkert fast í hendi um að það náist samningur þarna á milli. Ef maður horfir á þetta burt séð frá öllum lagaákvæðum þá er þarna strákur sem er fæddur á Íslandi, talar íslensku og á íslenska foreldra, hann er á leikskóla hérna og gengur vel og barnaverndaryfirvöld í Reykjavík hafa haft eftirlit með heimilinu. Manni finnst þetta öskra á að þetta eigi ekki að geta gerst. Það sé ekki í samræmi við mannréttindi stráksins og friðhelgi fjölskyldu hans.“ Oddgeir segir mik- inn fjölda af ættingjum hér á landi geta tekið við drengnum. Faðir drengsins, sem er búsettur í Danmörku, undirbýr nú mál gegn norska ríkinu til að fá forræði drengs- ins. snaeros@frettabladid.is Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fóstur- heimili. Lögmaður móður drengsins segir að málið varði mannréttindi barnsins. Oddgeir Einarsson, lögmaður móður drengsins. Elva Christina og sonur hennar, Eyjólfur Kristinn Elvuson, komu hingað til lands í sumar þegar norsk yfirvöld höfðu svipt Elvu forræði yfir drengnum. Hún hafði þá verið í neyslu fíkniefna. Hér á landi hefur hún farið í regluleg próf sem benda til þess að hún sé ekki lengur í neyslu. Fréttablaðið/antOn brinK samfélag Hæstiréttur hefur dæmt öryggistrúnaðarmann HS Veitna í fimmtán mánaða fangelsi fyrir fíkniefnamisferli. Við ákvörðun refsingarinnar var horft honum til refsimildunar að hann hafði ekki sætt refsingu áður. „Við vissum af þessu máli og vorum að bíða eftir úrskurði Hæstaréttar,“ segir Egill Sigmunds- son, forstöðumaður rafmagns- deildar HS Veitna. Honum hefur ekki verið vikið úr starfi en Egill segir málið vera til skoðunar. Öryggistrúnaðarmaðurinn var handtekinn heima hjá sér í apríl 2014. Á heimili hans fundust um það bil 250 grömm af amfetamíni, 100 grömm af kókaíni, 50 grömm af marijúana og um 600 stykki af MDMA-töflum. Ásamt fíkniefnun- um var lagt hald á sex fartölvur sem stolið hafði verið úr tölvuverslun daginn áður. Öryggistrúnaðarmaður er kosinn af starfsmönnum til þess að sinna vinnuverndarverkefnum fyrir þeirra hönd. Honum ber að fylgjast með því, að aðbúnaður, hollustu- hættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við vinnuverndarlög. – þh HS Veitur vissu af misferli Dómurinn féll í Hæstarétti Íslands. Fréttablaðið/GVa Við vissum af þessu máli og vorum að bíða eftir úrskurði Hæstaréttar Egill Sigmundsson, forstöðumaður raf- magnsdeildar HS Veitna HValVEIðaR Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í gær. Alls greiddu 38 þjóðir atkvæði með tillögunni en 24 gegn henni. Þrjá fjórðu atkvæða hefði þurft til að tillagan fengist samþykkt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík tillaga er lögð fram og að sama skapi ekki í fyrsta skipti sem hún er felld. Ólíklegt þótti að tillagan fengist samþykkt nú. Meðal þjóða sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru hval- veiðiþjóðirnar Japan, Noregur og Ísland. Rúmlega 2,9 milljónir hvala voru drepnir á síðasta ári, rúmlega 71 prósent drepnir þar sem griða- svæðið hefði átt að vera. Fyrir ráðinu liggur einnig tillaga um að Japanar muni þurfa sam- þykki ráðsins fyrir vísindaveiðum sínum. Allar líkur eru á að sú tillaga verði felld. – jóe Hvalir fá ekki griðasvæði „Hugmyndin kviknaði í kringum orðagrínið að „draga fólk á kjörstað“„ segir dragdrottningin Drama Tík. Ragna Rök og Turner Strait óku, ásamt henni, fólki á kjörstað í gær. Saman mynda þau leiklistarhópinn Dragsúg sem er með reglulegar sýningar hér í höfuðborginni. Óvíst er hvort þau muni skutla fleirum að kjörborðinu næsta laugardag, en tilkynningar þess efnis yrði að finna á Facebook-síðu hópsins. Fréttablaðið/Hanna 2 6 . o k t ó b E R 2 0 1 6 m I ð V I k u D a g u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a ð I ð 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 0 -C A F 4 1 B 1 0 -C 9 B 8 1 B 1 0 -C 8 7 C 1 B 1 0 -C 7 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.