Fréttablaðið - 26.10.2016, Síða 10

Fréttablaðið - 26.10.2016, Síða 10
Stjórnmálaflokkar styðjast við sam- félagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við mynd- ina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar. Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á sam- félagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóð- endur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á sam- félagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélags- miðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlut- fall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoð- anir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikil- væga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóð- endum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðar- dóttur þar sem hún útskýrir kvóta- kerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur inn- koma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Face book og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Face- book, að honum sýnist Sjálfstæðis- menn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um fram- boð sitt á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. Píratar hafa birt myndir af frambjóð- endum með tilvitnunum í orð þeirra og stefnu flokksins ásamt slagorðinu „Endurræsum Ísland“. Mynd/PÍratar Flokkur fólksins birti þessa kröfu um 300 þúsund króna skattleysismörk á Facebook-síðu sinni. Mynd/Flokkur Fólksins Viðreisn hefur líkt og Píratar birt myndir af frambjóðendum með tilvitnunum auk myndbanda þar sem fram- bjóðendur skýra stefnu flokksins. Mynd/ViðrEisn Vinstri græn birtu myndband sem skartaði nakinni konu og ragnari kjartanssyni á Fa- cebook-síðu sinni. Myndbandið var þó fjarlægt vegna nektarinnar. Mynd/ skjáskot Björt framtíð birti tilkynningu frá hinu skáldaða Félagi rasista í myndbandi á Facebook-síðu sinni. Þar eru rasistar hvattir til að kjósa ekki Bjarta framtíð. Mynd/skjáskot sjálfstæðisflokkurinn birti myndband á Facebook þar sem mátti sjá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra skreyta köku. Mynd/skjáskot Stóru fréttirnar verða fæstar til á samfélagsmiðlum en eftir- leikurinn og umræðan verður þar. Andrés Jónsson almannatengill Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.590 TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra 3.290 T38 Vinnuljós 5.590 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 12.830 TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.390 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra 6.990 SHA-8083 3x36W Halogen 16.990 Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa 17.990 Stjórnmál Þingvallanefnd hefur ákveðið að lýsa yfir vilja sínum til að nýta forkaupsrétt á Valhallarstíg nyrðri 7 við Þingvallavatn. Nefndin ályktar þó að nauðsynlegt sé að skoða frekari annmarka á málinu. Á Valhallarstíg nyrðri 7 stendur grunnur að sumarbústað og er eign- in metin á um 85 milljónir króna. „Nefndin ákvað að lýsa yfir vilja til þess að nýta forkaupsréttinn og ætlar að óska eftir því að forsætis- ráðuneytið skoði feril málsins og möguleika á fjármögnun á kaup- um,“ segir Róbert Marshall, full- trúi Bjartrar framtíðar í nefndinni, en ákvörðunin var tekin á fundi nefndarinnar í gær. Í Fréttablaði gærdagsins kom fram að óvissa væri um nýtingu forkaupsréttar. Sagði Róbert þá að meirihluti nefndarinnar hefði áður ákveðið að nýta forkaupsréttinn ekki. Sigrún Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar og umhverfisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í gær að grundvöllur fyrri ákvörðunar um að nýta réttinn ekki hafi verið sá að fjárveiting var ekki fyrir hendi. Hún sagðist jafnframt kát með það að einhugur hafi verið um að lýsa yfir vilja um nýtingu forkaupsréttar. Sérstaklega í ljósi þess að fundurinn var síðasti fundur nefndarinnar. Róbert Marshall kveðst einnig ánægður með niðurstöðuna. „Ég er himinlifandi með þetta og mjög ánægður með að meirihlutinn hafi ákveðið að skoða málið betur og sé tilbúinn til þess að endurskoða fyrri ákvörðun sína,“ segir hann. – þea Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn Eigendaferill Valhallarstígs nyrðri 7 l Sonja Zorilla athafnakona l Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti l Ástríður Magnúsdóttir, dóttir Vigdísar l Ásdís Halla Bragadóttir, fyrr- verandi bæjarstjóri Garðabæjar l Bogi Pálsson, núverandi eigandi af fundi Þingvallanefndar í gær. FréttaBlaðið/EyÞór Grunnur að sumarbústað á Valhallar- stíg nyrðri 7. FréttaBlaðið/PjEtur Framsóknarflokk- urinn birti mynd- band úr heimsókn til sigurðar inga jóhannssonar for- sætisráðherra sem sést hér með hesti. Mynd/skjáskot 2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 6 m I Ð V I k U D A G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A Ð I Ð kosningar 2016 Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 0 -D 9 C 4 1 B 1 0 -D 8 8 8 1 B 1 0 -D 7 4 C 1 B 1 0 -D 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.