Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 12
Suðvesturkjördæmi í hnotskurn
201
6
Ellefu framboð bjóða fram lista í Suðvesturkjördæmi
fyrir alþingiskosningar 2016. Hér fyrir neðan má sjá
efstu menn á hverjum lista.
Eygló
Harðardóttir
Framsóknarflokki
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir
Vinstri grænum
Ragnar
Ingólfsson
Dögun
Jón Þór
Ólafsson
Pírötum
Óttarr
Proppé
Bjartri framtíð
Ãrni Páll
Árnason
Samfylkingunni
Guðmundur
Ingi Kristinsson
Flokki fólksins
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttiir
Viðreisn
Guðmundur
Magnússon
Alþýðufylkingunni
Bjarni
Benediktsson
Sjálfstæðisflokki
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins
Katrín
Júlíusdóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Ögmundur
Jónasson
þingmaður VG
Þingmenn sem hætta
Úrslit síðustu kosninga
Þingmenn
Fjöldi á kjörskrá í
kosningunum 2013
63.125
Stærð kjördæmis
770 km2
Sveitarfélög í kjördæminu
Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær,
Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær,
Mosfellsbær og Kjósarhreppur.
13 þingmenn
tilheyra Suðvesturkjördæmi,
fleiri en í nokkru öðru kjör-
dæmi.
Karlar
33.567
Konur
34.675
Fjöldi á kjörskrá
68.242
Ég vil sjá stjórn
málafólk við völd
sem sýnir ráðdeild í rekstri.
Þannig gæti kaupmáttur
fólks aukist, en jafnframt
ættu fátækir ekki að
líða skort í
samfélaginu.
Þórður Tryggva-
son, læknir á Sel-
tjarnarnesi
Heilbrigðisþjónusta,
menntun og lög
gæsla eru mér efst í huga fyrir
þessar kosningar. Ég hef
áhyggjur af því að þessi
grunnþjónusta
hafi setið eftir
síðustu ár.
Ólafur Örn Braga-
son, sálfræðingur í
Mosfellsbæ
Jöfnuður er mér
ofarlega í huga. Þá
er ég ekki að tala um að
enginn megi vera ríkur. Það
þurfa bara allir að geta lifað
með reisn og öll börn þurfa
að eiga sömu
tækifæri.
Sigríður Guðlaugs-
dóttir, verkefna-
stjóri hjá Barna-
heillum, Garðabæ
Hvað segja kjósendur?
HveR eRu bRýnustu
Kosningamálin?
Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta
kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru
rúmlega 68 þúsund manns. Kjör-
dæmið hefur lengi verið eitt sterkasta
vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkur-
inn núna fimm af þrettán þingmönn-
um kjördæmisins. Sveitarfélögin
í kjördæminu eru Hafnarfjörður,
Garðabær, Kópavogur, Seltjarnar-
nes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í
fimm af þessum sex sveitarfélögum á
Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meiri-
hlutastjórn eða meirihlutinn er skip-
aður Sjálfstæðismönnum eingöngu.
Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur
rætt við í Norðvestur-, Norðaustur-
og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá
atvinnumál og samgöngumál sem
helstu áhersluatriði kosningabarátt-
unnar. Mikil áhersla virðist einnig
lögð á það í Suðvesturkjördæmi.
Kjósarhreppur er minnsta sveitar-
félagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný
G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir
áhersluna í sveitarfélaginu vera á
lagningu hitaveitu og verið sé að ljós-
leiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna
vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé
verið að vinna við Kjósarskarðsveg,
sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir
lengi.
„Það er byrjað að leggja á hann
bundið slitlag og vonast eftir að það
verði klárað. Síðan er það að klára
Eyrarfjallsveginn, að setja á hann
bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún
segir það einnig orðið knýjandi að
breikka brú þar sem þjóðvegur fer
yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur
orðið mikil aukning á ferðamönnum
í Kjósinni. Ferðamenn standa á ein-
breiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé
Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og
hún er nú, er mikil slysagildra.“
Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi
formaður Bandalags háskólamanna,
hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar fram-
tíðar og formaður bæjar ráðs í Hafnar-
firði frá vorinu 2014. Hún nefnir mál-
efni ungs fólks þegar hún er spurð
hvaða málefni brenni helst á henni
fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé
þar vert að hugsa um fæðingarorlofið.
„Það þarf að gera það bærilegra og
loka bilinu milli fæðingar orlofs og
leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitar-
félög þurfi að vinna saman að fjár-
mögnun þess. „Húsnæðismálin tala
beint við unga fólkið líka og þar
þurfum við stöðugan gjaldmiðil og
heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að
það er grunnurinn að öllu í sambandi
við húsnæðismál, hvort sem það eru
lánin eða byggingarkostnaður eða
hvað sem það nú er,“ segir hún.
Guðlaug segir líka brýnt að huga
að atvinnulífi og þekkingarstörfum í
Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu
á nýsköpun og þróun í atvinnumál-
um,“ segir hún. Þá nefnir hún sam-
göngur, enda sé stórhöfuðborgar-
svæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf
að vinna áfram borgarlínuna þannig
að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir
að komast á milli bæja.“ Greiðari
umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt
líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga
leiðin til þess að létta á samgöngum
eru almenningssamgöngurnar. Og
við í Hafnarfirði þurfum öruggar veg-
tengingar við Reykjanesbrautina, eins
og hjá Krýsuvíkurveginum.“
Segir stöðugan gjaldmiðil
stuðla að betra húsnæðiskerfi
Samgöngumál eru eitt mikilvægasta hagsmunamál íbúa í Suðvesturkjördæmi, rétt eins og á landsbyggð-
inni. Húsnæðismál og öflugt atvinnulíf skipta líka máli. Kraginn er stærstur af kjördæmunum sex. Staða
Sjálfstæðisflokksins er sterk og flokkurinn á aðild að meirihluta í sveitarstjórnum alls staðar nema í Kjós.
eitt af sex sveitarfélögum í suðvesturkjördæmi er Hafnarfjörður. Formaður bæjarráðs vill að hugað sé að atvinnulífi og þekk-
ingarstörfum í kjördæminu. Það sé líka brýnt að tryggja samgöngur milli sveitarfélaga. FRéttablaðið/Daníel
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@365.is
Kosningar
2016
7,9%
13,6%
30,7%
21,5,%
5,0% 9,2%
Húsnæðismálin tala
beint við unga
fólkið líka og þar þurfum við
stöðugan
gjaldmiðil og
heilbrigðara
vaxta
umhverfi.
Guðlaug Kristjáns-
dóttir bæjarfulltrúi
2 6 . o K t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A G U r12 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A Ð I Ð
2
6
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
0
-C
6
0
4
1
B
1
0
-C
4
C
8
1
B
1
0
-C
3
8
C
1
B
1
0
-C
2
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K