Fréttablaðið - 26.10.2016, Síða 14

Fréttablaðið - 26.10.2016, Síða 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjár­festing til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunveru­ legan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22 prósentum færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15 prósent. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á fram­ haldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir fram­ haldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhalds­ skóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskól­ anna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennara­ starfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skóla­ þróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosn­ ingar. Það vitum við í Vinstri grænum. Stórsókn í menntamálum Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kenn- arastarfið verði fýsi- legur kostur. Kolbeinn Óttarsson Proppé skipar 2. sæti hjá VG í Rvk. suður TCHAIKOVSKY Tímalaus rússnesk ástarsaga H Ö N N U N : H G M MIÐASALA HAFIN Á WWW.OPERA.IS Ójafnvægi í hagkerfinu með styrk- ingu krónu og aukningu kaupmáttar umfram raunveru- legrar getu hagkerfisins mun bitna á nýsköpun í hagkerfinu og framtíðar verðmæta- sköpun. Öryggi ferðamanna Aðilar innan ferðaþjónustunnar hafa mótmælt frekari skattheimtu á greinina og farið hamförum gegn gistináttagjaldi, náttúru- pössum og hvers kyns álögum á erlenda ferðamenn. Hafa þessir menn notað þau rök að greinin sé í harðri samkeppni við önnur lönd um ferðamenn. Gott og vel, en á meðan greinin er að velta á fjórða hundrað milljörðum króna er þess krafist að ferðaþjónustan tryggi öryggi neytenda. Það er ekki boðlegt að 40 kínverskir ferðamenn séu lagðir í lífshættu á slitnum sumardekkjum í lok október. Græðgin getur ekki verið svo mikil að menn tími ekki að kaupa nagladekk. Týpískt kosningastress Fjórir dagar eru þar til lands- menn ganga að kjörborðinu og eru stuðningsmenn íslenskra stjórnmálaflokka farnir að ókyrrast og stressið farið að ná tökum á mönnum. Hafa menn því í örvæntingu sinni fært sig ofan í hinar víðfrægu skotgrafir. „Varist vinstri slysin“ hefur heyrst fljúga á torgum internetsins. Hátt skrifaðir Sjálfstæðismenn hafa til að mynda talað um að ef Sjálf- stæðisflokkurinn sé ekki við völd eftir kosningar stefni í glundroða og pólitískum stöðugleika sé stefnt í hættu. Hægrimenn virðast gleyma að síðustu tvær ríkis- stjórnir þeirra hafa ekki klárað heilt kjörtímabil. Það er allur stöðugleikinn. sveinn@frettabladid.is Fyrir þó ekki væri nema tveimur árum hefði fáa órað fyrir því að vandamál íslenskrar hagstjórnar ættu eftir að snúast um að hemja gjaldeyristekjur þjóðarinnar og verja útflutningsgreinar fyrir styrkingu gjaldmiðilsins. Krónan hefur styrkst verulega undanfarin misseri og ekkert fyrirsjáanlegt lát á. Hagvöxtur er með ágæt­ um og slakinn er horfinn úr hagkerfinu. Atvinnuleysi er horfið og á næstu misserum verður vaxandi þörf fyrir innflutt vinnuafl. Svigrúm ríkisins til fram­ kvæmda verður lítið á sama tíma og aukinn ferða­ mannastraumur kallar á innviðaframkvæmdir.  Í Markaðnum í dag er fjallað um stöðu hagkerfis­ ins, en þar er einnig að finna grein eftir Lars Christ­ ensen þar sem hann segir að markaðir geri ráð fyrir því að stjórnmálamenn standi ekki við loforð sín. Ef þeir geri það þá verði ríkisskuldakreppa. Þetta er ágæt ábending. Orðheldni er vissulega dyggð og kjósendur geta sumpart sjálfum sér um kennt að hlaupa á eftir loforðum sem enginn vegur er að standa við. Því miður hefur það oftar en ekki reynst þannig að skynsömustu og orðvörustu stjórn­ málamennirnir fá lítinn hljómgrunn. Staðan sem blasir við mun krefjast þess að haldið sé aftur af útgjöldum ríkisins. Núverandi áætlun um ríkisfjármál er of slök og ekki skánar það ef ný ríkis­ stjórn hyggst gera allt fyrir alla. Enn sem komið er þá hafa skuldir heimila verið að lækka og einkaneyslan fer hægar af stað en hag­ fræðingar bjuggust við. Vísbendingar eru um að einkaneysla fari nú hratt vaxandi. Þá má heldur ekki gleyma þegar horft er til lækkandi skuldastöðu heimila að margt ungt fólk hefur ekki haft tök á að kaupa sér fyrstu íbúð með tilheyrandi skuldsetningu. Óstjórn í ríkisfjármálum mun þýða að Seðlabank­ inn á engan kost annan en að hækka vexti og hemja hagkerfið með þeim hætti. Það mun vitanlega bitna harðast á þeim sem skulda mest. Þarna verður ekki bæði sleppt og haldið. Ójafnvægi í hagkerfinu með styrkingu krónu og aukningu kaupmáttar umfram raunverulega getu hagkerfisins mun bitna á nýsköp­ un í hagkerfinu og verðmætasköpun í framtíðinni. Ríkið og aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að því að koma á norrænu módeli við gerð kjara­ samninga. Það væri mikið þroskamerki í samfélaginu ef hægt væri að lenda slíku samkomulagi sem héldi. Einnig ætti komandi ríkisstjórn að nýta uppsveifluna til að greiða skuldir og búa í haginn fyrir framtíðina. Uppsveifla gefur líka tækifæri til að ljúka því verki að jafna lífeyrisréttindi og að opinberir aðilar lækki verulega skuldbindingar sínar við opinbera lífeyris­ kerfið. Líklegt er að þegar þessari hagsveiflu lýkur verði fleiri tilbúnir til að ræða framtíðarskipan gjaldmiðils­ mála en raunin er nú. Erfitt að standa við loforðin 2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 0 -D 4 D 4 1 B 1 0 -D 3 9 8 1 B 1 0 -D 2 5 C 1 B 1 0 -D 1 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.