Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 16
Haraldur í Stjörnuna Pepsi-deildarlið Stjörnunnar tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að það væri búið að ná samningum við markvörðinn Harald Björnsson en hann samdi við Garðabæjarfélagið til þriggja ára. Haraldur er 27 ára gamall markvörður sem varði mark u21 árs landsliðsins í lokamótinu í danmörku 2011. Hann er uppalinn Valsmaður og fór þaðan í atvinnumennsku fyrir fimm árum. Hann spilaði með Sarpsborg, östersund og nú síðast lilleström í norsku úrvalsdeildinni þar sem hann vermir tréverkið. Haraldur spilaði síðast vináttulandsleik fyrir ísland í janúar en hann á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið íslands. Haraldur er þriðji aðalmarkvörð- urinn sem Stjarnan fékk til sín eftir að Ingvar jónsson fór í atvinnu- mennsku haustið 2014. Fyrir ári stóð Gunnar nielsen í marki Stjörnunnar en hann fór í FH og í sumar var aðalmarkvörður liðsins jamaíku- maðurinn duwa- yne Kerr sem fór áður en tíma- bilið var búið. Stjarnan hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð og verður í Evrópu- deild- inni næsta sumar. Í dag 18.40 West Ham - Chelsea Sport 2 18.55 Man. Utd - Man. City Sport 19.05 Grindavík - Snæfell Sport Domino’s-deild kvenna 19.15 Grindavík - Snæfell Röstin 19.15 Keflavík - Valur TM-höllin 19.15 Skallagr. - Njarðvík Borganes 19.15 Haukar - Stjarnan Schenkerh. Nýjast Enski deildabikarinn Arsenal - Reading 2-0 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (34.), 2-0 Alex Oxlade-Chamberlain (78.). Bristol - Hull 1-2 0-1 Harry Maguire (44.), 0-2 Michael Daw- son (47.), 1-2 Lee Tomlin (90.). Leeds - Norwich 2-2 0-1 Alex Pritchard (14.), 1-1 Marcus Antons- son (43.), 1-2 Nélson Oliveira (99.), 2-2 Chris Wood (109.) Leeds vann, 3-2, í vítaspyrnukeppni. Liverpool - Tottenham 2-1 1-0 Daniel Sturridge (9.), 2-0 Daniel Stur- ridge (64.), 2-1 Vincent Janssen (76.). Newcastle - Preston 6-0 1-0 Aleksandar Mitrovic (19.), 2-0 Mohamed Diame (38.), 3-0 Matt Ritchie (53.), 4-0 Aleksandar Mitrovic (55.), 5-0 Mohamed Diame (87.), 6-0 Ayoze Perez (90.). Rautt: Alan Browne, Preston (25.). mma „Ég var á opinni æfingu hjá uFC í dublin þegar ég meiðist. Það er frekar kaldhæðnislegt því ég er að sýna æfingar rólega fyrir blaðamenn er þetta gerist,“ segir bardagakapp- inn Gunnar nelson en hann mun ekki ná því að berjast í aðalbardaga á bardagakvöldi í Belfast þann 19. nóvember næstkomandi vegna meiðsla. Hann er mjög illa tognaður á ökkla og svo illa að það er engin leið að hann hefði náð bardaganum. Hélt andliti í tvær mínútur „Ég er að snúa æfingafélaga minn rólega niður, og eiginlega of rólega, og þá leggst hann ofan á ökklann á mér þannig að það snýst illa upp á hann. Ég hélt áfram að glíma í svona tvær mínútur en sagði félaga mínum að ég hefði meitt mig. Ég hélt andliti í svona tvær mínútur en svo varð ég að hætta vegna verkja. tíu mínútum síðar gat ég ekki einu sinni tyllt í fótinn.“ Gunnar segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir því að það yrði mikið kapphlaup að ná þessum bardaga. „Ég var alveg niðurbrotinn fyrst og hélt að þetta væri búið. Þetta væri það alvarlegt. Þjálfarinn minn hélt í fyrstu að ég hefði brotnað en svo kom í ljós að ég hafði ekki brotnað. Þetta var alvarleg tognun innan og utan á ökklanum,“ segir Gunnar en hann gerði allt hvað hann gat til að fá sig góðan af meiðslunum.  Gerði allt sem hann gat „Ég fékk ráðleggingar frá ökklasér- fræðingi í dublin um að ég ætti að hvíla þetta alveg í viku. Byrja svo að hreyfa ökklann í vatni ásamt því að vera stanslaust að kæla og hita ökklann til skiptis. Svo átti ég að gera stigvaxandi álagsæfingar fyrir ökklann þegar hann væri orðinn betri. Ég var farinn að geta labbað nokkuð eðlilega eftir svona tíu daga. Þá fór ég að verða bjartsýnn á ný. Það voru miklar sveiflur í þessu.“ Þetta gekk allt saman ágætlega hjá Gunnari en þegar kom að því að láta reyna á ökklann af alvöru þá uppgötvaði hann að ökklinn yrði aldrei nógu góður fyrir bardagann í Belfast. „Ég á enn nokkuð í land með að verða nógu góður og þjálfararnir mínir sögðu að ég yrði bara að sætta mig við að ég myndi ekki geta bar- ist að þessu sinni,“ segir Gunnar og vonbrigðin leyna sér ekki í andliti hans. „Það er erfitt að lýsa því hvað ég er svekktur. Ég hef barist einu sinni á írlandi og það var alveg geðveikt. nú átti ég að vera í aðalbardaga og þvílíkt mikið af fólki sem var á leiðinni út til að styðja mig. Mig langaði svo mikið að vera þarna en svo gerist eitthvað sem maður ræður ekki við. Þetta er bara ömurlegt fyrir alla.“ Gunnar segir það vera nokkuð ljóst úr þessu að hann berjist ekki aftur á þessu ári. næst er að ná sér heilum og svo getur hann farið að leita að andstæðingi aftur. „Ég talaði við john þjálfara og hann sagði að það væri best að byrja á því að ná mér alveg góðum. Það væri klúður að reyna að koma á einhverjum bardaga núna og lenda svo í því að vera ekki orðinn nógu góður. Eiga jafnvel lélegar æfinga- búðir og vera í veseni þegar kæmi að bardaga,“ segir Gunnar en hann vonar þó að hann verði orðinn góður fyrir jól og geti síðan farið að skoða landslagið. „Ég er að vonast eftir því að geta barist aftur eins fljótt á nýju ári og mögulegt er.“ henry@frettabladid.is Ég var alveg niðurbrotinn UFC staðfesti í gær að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast í næsta mánuði. Gunnar er meiddur á ökkla. Okkar maður vonast til þess að berjast sem fyrst á nýju ári. Gunnar ætlar að snúa sterkur til baka á nýju ári. fRéTTABLAðið/GeTTy aðEInS EItt SætI EFtIr Stjörnum prýtt lið Þróttar Vogum er úr leik í Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir tap gegn Gróttu sem verður í hattinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin. Víkingur vann sannfærandi sigur á Kr í gær í uppgjöri tveggja fyrstu deildar liða og er einnig kominn áfram ásamt HK, Fram, Selfossi, aftureldingu og Stjörnunni. Einn leikur er eftir en á laugardaginn mætast íBV 2 og Mílan. 2 6 . o k t ó b E r 2 0 1 6 m I Ð V I k U D a G U r16 s p o r t ∙ F r É t t a b L a Ð I Ð Mættu og taktu númer Gömlu kempurnar fengu skell í bikarnum Engu gleymt Logi Geirsson skoraði sex mörk og var markahæstur í liði Þróttar Vogum sem tapaði, 33-23, fyrir Gróttu í 16 liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í gærkvöldi. Lið Þróttar Vogum spilar bara í bikarnum og mætir ávallt til leiks með stjörnum prýtt lið. fRéTTABLAðið/HANNA sport 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 0 -E 8 9 4 1 B 1 0 -E 7 5 8 1 B 1 0 -E 6 1 C 1 B 1 0 -E 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.