Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 18
Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, er stærsti hluthafi Epal og átti tæplega 52
prósenta hlut í árslok 2015. Fréttablaðið/GVa
„Ísland trónir efst á listum um jafn-
rétti og hefur gert það síðustu sex
árin, en við erum að reyna að átta
okkur á hver sé raunveruleg staða
jafnréttismála hér á landi, hvernig
fólk í mismunandi geirum sé að
upplifa stöðuna,“ segir Ragnhildur
Steinunn Jónsdóttir, en þær Edda-
Hermannsdóttir hafa ritað viðtals-
bók um jafnréttismál sem gefin
verður út í byrjun næsta árs.
Bókin, Forystuþjóð, er gefin út í
samstarfi við Samtök atvinnulífs-
ins, og hafa þær fengið stuðning frá
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu
og velferðarráðuneytinu.
„Þetta eru yfir 30 sögur ólíks
hóps úr mismunandi geirum,“ segir
Ragnhildur Steinunn. „Við lögðum
mikla áherslu á að fá fólk til að tjá
sig um þetta mál sem hefur ekki
verið að gera það áður og að fá
karla inn í umræðuna líka.“
„Það sem er áhugavert við þetta
er að fólk er mjög ósammála um
hvaða leiðir eigi að fara til að ná
jafnréttismarkmiðum. Okkur
finnst umræðan búin að vera ansi
einsleit, og sami hópurinn er svo-
lítið búinn að vera að tala um
þetta. Sumir viðmælendur eru
mjög hlynntir kynjakvótum og
jafnlaunavottun, á meðan aðrir
eru algjörlega ósammála því,“ segir
Edda.
„Við erum búnar að vinna þessa
bók í yfir ár og það sem hún hefur
gert fyrir okkur er það sem við
vonum að hún geri á markaðnum,
að hún hristi upp í hugmyndum
okkar,“ segir Ragnhildur Steinunn.
„Við endurskilgreinum svolítið
jafnréttisbaráttuna, og vonandi
fer fólk að hugsa á annan hátt um
brýnustu efnin,“ segir Edda.
„Ég held að það sé lína í bókinni
að allir séu sammála um að við
séum komin langt, þess vegna heit-
ir hún Forystuþjóð. Hugmyndin að
bókinni kviknaði í fyrra þegar við
vorum að fagna 100 ára kosninga-
réttarafmæli kvenna, mikið hefur
áunnist en mörg baráttumál eru
eftir,“ segir Edda.
Ragnhildur Steinunn bendir á
að þótt halli oftast á einn veg séu
einnig ýmis jafnréttismál sem
varða karla. „Fæðingarorlof feðra
og feðrarétturinn eru ekki síður
mál sem við eigum öll að berjast
fyrir.“
„Ísland hefur allt til að vera
forystuþjóð á sviði jafnréttis. Við
höfum það rosalega gott lagalega,
en við þurfum líka að átta okkur á
því að ef ósanngirni ríkir, verður
hún ekki minni með því að benda
á aðrar þjóðir og segja þær hafa
það verra. Við eigum ekki að sætta
okkur við það. Við eigum að fara
alla leið og vera forystuþjóð,“ segir
hún.
Þær segjast hafa fundið mikinn
meðbyr með bókinni, fjölmörg
fyrirtæki hafa nú þegar keypt hana
fyrir sína stjórnendahópa. Þær
vilja skapa líflegar umræður þegar
bókin kemur út og segja að mikil
vitundarvakning sé nú í jafnréttis-
málum. „Það verða líklega tekin
ákveðin skref í þessari byltingu
í róttæka átt á næstunni,“ segir
Edda. saeunn@frettabladid.is
Ekki nóg að vera
betri en önnur lönd
Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir gefa í byrjun næsta
árs út viðtalsbók um jafnréttismál í atvinnulífinu. Þær lögðu upp úr því að tala
við fólk sem hefði ekki tjáð sig um málið áður og að heyra hlið beggja kynja.
ragnhildur Steinunn og Edda koma úr ólíkum geirum og áttum að bókinni og segja gaman að sameina krafta sína með henni.
Fréttablaðið/Ernir
Fólk er mjög ósam-
mála um hvaða
leiðir eigi að fara til að ná
jafnréttismarkmiðum.
Edda Hermannsdóttir
Á árinu 2015 var hagnaður á rekstri
Epal hf. að fjárhæð 39,6 milljónir
króna, samanborið við 41,3 millj-
óna króna hagnað árið áður. Stjórn
félagsins gerir að tillögu sinni að
hagnaðinum verði varið til hækk-
unar á óráðstöfuðu eigin fé fyrra árs.
Eignir félagsins námu 424 millj-
ónum króna í árslok, samanborið
við 359,4 milljónir króna árið áur.
Eigið fé nam 207 milljónum
samanborið við 181 milljón í árslok
2014. Skuldir námu 217 milljónum
í árslok 2015, samanborið við 178
milljónir árið áður.
Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal,
er stærsti hluthafi Epal og átti tæp-
lega 52 prósenta hlut í árslok 2015.
Framkvæmdastjóri Epal í árslok
2015 var Kjartan Páll Eyjólfsson.
Á árinu 2015 störfuðu hjá Epal að
meðaltali 14 starfsmenn og námu
launagreiðslur til þeirra 117,4 millj-
ónum króna. Þóknun til stjórnar og
endurskoðenda var engin.
Epal design ehf., dótturfélag Epal,
sem sinnti sölu á hönnunarvöru í
fríhöfnum, tapaði 23,6 milljónum á
síðasta ári, samanborið við 14 millj-
óna króna hagnað árið áður. Rekstri
félagsins var hætt í ár. – sg
Hagnaður Epal minnkar
39,6
milljóna króna hagnaður
var hjá Epal hf.
Miðvikudagur 26. október
Hagstofa ÍsLaNDs
l Vinnumarkaður í september 2016
Þjóðskrá ÍsLaNDs
l Hverjir eiga viðskipti með íbúðar-
húsnæði?
NýHerji
l Þriðji ársfjórðungur 2016
MareL
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Össur
l Þriðji ársfjórðungur 2016
VoDafoNe
l Þriðji ársfjórðungur 2016
VÍs
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Fimmtudagur 27. október
Hagstofa ÍsLaNDs
l Gistinætur og gestakomur á
hótelum í september 2016
Hagstofa ÍsLaNDs
l Vísitala neysluverðs í október 2016
Þjóðskrá ÍsLaNDs
l Fjöldi útgefinna vegabréfa
LaNDsbaNkiNN
l Þriðji ársfjórðungur 2016
VoDafoNe
l Þriðji ársfjórðungur 2016
MareL
l Þriðji ársfjórðungur 2016
sÍMiNN
l Þriðji ársfjórðungur 2016
tM
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Föstudagur 28. október
Hagstofa ÍsLaNDs
l Nýskráningar og gjaldþrot hluta-
félaga og einkahlutafélaga í septem-
ber 2016
sÍMiNN
l Kynningarfundur þriðja ársfjórð-
ungs 2016
iceLaNDair group
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Á döfinni dagatal viðskiptalífsins
allar markaðsupplýsingar
Árið 2015 voru konur með tæplega
30 prósent lægri atvinnutekjur en
karlar á Íslandi, en þá er átt við allar
tekjur af atvinnu án tillits til vinnu-
tíma. Um 20 prósenta munur var á
heildarlaunum en um 14 prósenta
munur á reglulegum launum án
yfirvinnu, samkvæmt tölum Hag-
stofunnar. Óleiðréttur launamunur
mældist 17 prósent árið 2015.
30%
lægri meðallaun
Vikan sem leið
Bandaríski fjarskiptarisinn AT&T og
Time Warner hafa gert með sér sam-
komulag um kaup fyrrnefnda fyrirtæk-
isins á því síðarnefnda. Heildar virði
Time Warner í þessum viðskiptum
er 110 milljarðar dollara eða tæplega
13 þúsund milljarðar króna. Þetta eru
stærstu viðskipti ársins ef af verður,
en þau eru háð samþykki stjórnvalda í
Bandaríkjunum.
13
þúsund milljarðar
Markaðurinn
ÚtgáfuféLag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Umsjón Hafliði Helgason hafliði@365.is
Ábyrgðarmaður kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M i ð V i k u D a g u r2 Markaðurinn
2
6
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
0
-F
C
5
4
1
B
1
0
-F
B
1
8
1
B
1
0
-F
9
D
C
1
B
1
0
-F
8
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K