Fréttablaðið - 26.10.2016, Side 22

Fréttablaðið - 26.10.2016, Side 22
Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Staða íslenska hagkerfis­ins er einstök um þessar mundir og spár hagfræð­inga eru samhljóða um að ekki sjái fyrir endann á uppsveiflunni á kom­ andi árum. Allt sem Íslendingar óttast í venjulegu árferði virðist vera í lagi. Staðan er óumdeilanlega góð, en það er ekki að ástæðulausu að hagfræðin er stundum uppnefnd hin döpru vísindi. Þessar aðstæður kalla á varkárni ef hagkerfið á ekki að ofhitna með tilheyrandi skelli í lok hagsveiflu. Slakinn farinn „Við erum á þeim stað að allur slaki er farinn úr hagkerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson, deildar­ forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Hann segir hagsveifluna að því leyti ólíka fyrri hagsveiflum að skuldsetning sé lítil og skuldir heimila hafi lækkað. Síðasta hag­ sveifla var að stórum hluta til keyrð áfram af lántökum með miklum viðskiptahalla. Nú er afgangur af viðskiptum við útlönd. ASÍ gaf út sína hagspá í síðustu viku. Spá ASÍ er að hagvöxtur þessa árs verði 4,7% og 5,4% yfir árið 2017 en eftir það fari að hægja á hagvexti. ASÍ ofmat í fyrri spá vöxt einkaneyslu, en heimilin virðast hafa lækkað skuldir og nýtt kaupmáttaraukningu til að styrkja eiginfjárstöðu sína með sparnaði. ASÍ gerir ráð fyrir að einkaneyslan fari nú hratt vaxandi og heimilin nýti svigrúmið sem skapast til stór­ kaupa, bílakaupa og utanlands­ ferða. Þó einkaneyslan hafi vaxið hægar en kaupmáttur í upphafi sveiflunnar eru vísbendingar um að vöxtur hennar sé hratt vaxandi. Spurningin er hvort dramatískur endir síðustu hagsveiflu sé enn í svo fersku minni að skuldsetning verði áfram minni en venjulega í íslenskum hagsveiflum. Skuldum frekar lítið Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru nú minni en á Norðurlöndunum utan Finnlands. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ef heimili, fyrirtæki og opinberir aðilar nýta svigrúm þessarar upp­ sveiflu til að styrkja eiginfjárstöðu sína, þá væri hagkerfið vel undir það búið að mæta ófyrirséðum áföllum. Í ljósi sögunnar er það þó ekki mjög líklegt. Hagvöxtur á Íslandi hefur verið mun meiri en í nágrannalöndum og þar sem þjóðinni hefur ekki fjölgað svo neinu nemi, þá klifrum við hratt upp listann yfir þjóðir með mestu landsframleiðslu á mann. Á þessu ári munum við klifra enn hærra upp listann og erum þá komin í hóp fimm efstu þjóða í Evr­ ópu á þennan mælikvarða. Fyrir ofan öll Norðurlöndin nema Noreg. Miðað við hagspár ættu lífskjör á Íslandi að vera í hópi þeirra bestu í heiminum á komandi árum ef rétt er á málum haldið. Ruðningsáhrif ferðaþjónustu Þetta ef er býsna stórt. Það er vel þekkt í hagsögunni að ríki sem hafa allar forsendur til að tryggja varanlega velsæld hafa með röngum ákvörðunum búið svo um hnúta að hagkerfið hefur verið ein rjúkandi rúst eftir uppsveiflur. Við þurfum svo sem ekki að leita út fyrir land­ steinana til þess að finna dæmi, en önnur dæmi eru Argentína sem var fjórða ríkasta land heims í byrjun 20. aldar. Hollendingar misstu tökin á hagkerfi sínu þegar þeir leyfðu hagnaði af gasvinnslu að renna inn í hagkerfið og fengu heilt hugtak í hagfræðinni kennt við sig, hol­ lensku veikina. Ferðaþjónustan, miðað við vöxt og viðgang hennar að undanförnu, getur orðið veira íslensku veikinnar. Ásgeir Jónsson bendir á ruðnings­ áhrif af sterkara gengi krónunnar vegna ferðamannastraumsins. „Ferðaþjónustan virðist þola hækk­ andi gengi krónunnar, en aðrar útflutningsgreinar fara að kveinka sér verulega. Sjávarútvegurinn er jafnvel farinn að finna fyrir þessu og kallar þó ekki allt ömmu sína gagn­ vart háu gengi.“ Erfitt fyrir nýsköpun Þekkt er í sögunni að góð ár í sjávar­ útvegi styrktu krónuna sem olli öðrum útflutnings­ og samkeppnis­ greinum verulegum vanda. „Við erum kannski að komast á sama stað og við vorum á hér á árum áður þegar sjávarútvegurinn keyrði upp gengið og aðrar útflutningsgreinar gáfust upp,“ segir Ásgeir. Nýsköpunarfyrirtæki sem byggja á menntuðu vinnuafli og eru til lengri tíma líkleg til að skapa fleiri hálaunastörf finna fyrir þessu. Launahækkanir og styrking krónu veldur því að ef svo heldur áfram verða þau ekki samkeppnishæf við nágrannalöndin. Með öðrum orðum að nýgræðingur getur ekki vaxið í skugga vaxtargreinarinnar ferðaþjónustu sem skapar fleiri lág­ launastörf en hálaunastörf. Þetta getur haft mikla þýðingu þegar lengra er horft fram á veginn. Ekkert bendir enn til að breyting verði á þessari þróun. „Það verður ekki séð að þeir leitniferlar sem hóf­ ust fyrir fjórum til fimm árum séu að rofna sem felst í mikilli fjölgun ferðamanna og hagstæðri þróun viðskiptakjara,“ segir Ásgeir. Gjaldeyristaðan brátt jákvæð Staða Íslands gagnvart útlöndum hefur aldrei verið betri og var nei­ kvæð um eitt prósent í lok annars ársfjórðungs 2016. Þriðji ársfjórð­ ungur er stærsti fjórðungurinn í ferðaþjónustu, enda þótt vel hafi tekist að auka hana á öðrum árs­ tímum. Það þýðir að Íslendingar verða orðnir nettóeigendur að gjaldeyri í lok þriðja ársfjórðungs. Það hefur sennilega bara gerst einu sinni í samtímasögunni, á seinni styrjaldarárum þegar fiskverð var hátt og takmörk fyrir því sem við gátum keypt á móti frá stríðshrjáð­ um nágrönnum okkar. Sú ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar mun þurfa að axla mikla ábyrgð. Vandinn er kannski sá að verði hagstjórnarmistök gerð á næsta kjörtímabili, þá munu þau ekki koma í bakið á okkur á líftíma næstu stjórnar. Það skapar vissa hættu á að skammtímasjónarmið stjórnmálamanna verði ofar lang­ tímahugsun. Tækifæri til að opna Óvissa um framhaldið endurspegl­ ast einna best í kauphöllinni. Eftir miklar hækkanir hefur hlutabréfa­ Hagkerfið þarfnast mjög agaðrar hagstjórnar á komandi kjörtímabili ✿ Landsframleiðsla á mann í Bandaríkjadollurum miðað við kaupmáttarjafnvægi (PPP) 1990 – 2015 1990 1995 2000 2005 2010 2015 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 .000 USD ✿ Gengisvísitala krónunnar og úrvalsvísitalan janúar 2013–október 2016 220 210 200 190 180 170 2.250 2.000 1.750 1.500 1.250 1.000 Gengisvísitala krónunnar Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands ÚrvalsvísitalaGengisvísitala 2013 2014 2015 2016 Staða hagkerfisins er um margt einstök. Atvinnuleysi er í lágmarki og verðbólga innan markmiða Seðlabankans. Afgangur er af viðskiptum við útlönd og skortur á gjaldeyri sem oft hefur þjáð þjóðina hefur breyst í innflæðisvandamál. Staða þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums er betri en nokkurn gat órað fyrir. Hætturnar eru þó skammt undan og ofhitnun hagkerfisins er enn á ný raunveruleg hætta. -1% var undirliggjandi staða þjóðarbúsins um mitt ár. Hraðbyri stefnir í að erlendar eignir verði meiri en skuldir. Það verður ekki séð að þeir leitniferlar sem hófust fyrir fjórum til fimm árum séu að rofna sem felst í mikilli fjölgun ferða- manna og hagstæðri þróun viðskiptakjara. Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands ✿ Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins 2007–2016 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 0 -20 -40 -60 -80 -100 -120 -140 2 6 . o k t ó B e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r6 markaðurinn 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 0 -E 3 A 4 1 B 1 0 -E 2 6 8 1 B 1 0 -E 1 2 C 1 B 1 0 -D F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.