Fréttablaðið - 26.10.2016, Page 27

Fréttablaðið - 26.10.2016, Page 27
✿ Vísitala kaupmáttar launa 2000-2016 137,2 Var vísitala kaupmáttar launa í lok september 2016. markaður verið nokkuð stefnulaus og má líta svo á að hækkanir hafi verið teknar út á árunum á undan. Þannig bendir allt til þess að árið 2016 verði fremur lélegt hvað varðar ávöxtun hlutafjár. En hvað þarf að gera til að mæta stöðugum straumi gjaldeyris inn í landið með vaxandi fjölda ferða- manna? „Það er mjög mikilvægt við þessar kringumstæður að við séum með neikvæðan fjármagnsjöfnuð það er að segja flytjum út peninga. Við þyrftum að sjá lífeyrissjóði og aðra aðila fara með fjármuni í erlendar fjárfestingar,“ segir Ásgeir. Ef útstreymi við slökun gjaldeyr- ishafta reynist hóflegt virðist fátt því til fyrirstöðu að afnema gjaldeyris- höft að fullu, en halda áfram að tak- marka möguleika erlendra aðila til vaxtamunarviðskipta til að Seðla- bankinn geti brugðist við þenslu með hækkun vaxta, án þess að það verði að sjálfstæðum innstreymis- vanda eins og varð í síðustu upp- sveiflu. Aðaldssöm ríkisstjórn Hitt sem skiptir verulegu máli er aðhaldssöm stjórn ríkisfjármála. Mat ASÍ er að núverandi fjármála- áætlun ríkisins 2017 til 2021 feli ekki í sér nægt aðhald, hvorki til að tryggja efnahagslegan né félags- legan stöðugleika. Krafan er sem sé að ríkið skili meiri afgangi, greiði hraðar niður skuldir sínar og jafn- vel safni í sjóð líkt og Norðmenn gerðu til að olíuauðurinn setti ekki þeirra hagkerfi á hliðina. Sú ríkisstjórn, hver sem hún verður, sem tekur við eftir kosn- ingar hefur mörg tækifæri til að láta gott af sér leiða. Hún býr hins vegar við krefjandi stöðu hvað varðar hagstjórn. Hún verður að geta tekið erfiðar aðhaldsákvarð- anir í hagsveiflu þar sem þrýsting- ur á meiri ríkisútgjöld verður lík- lega óbærilegur. Kjósendur ákveða hverjum þeir treysta í það verkefni á laugardaginn kemur. Stöðugleiki sprettur ekki af sjálfu sér og til þess að hagstjórn næstu ára takist vel þurfa margir að koma að. Atvinnurekendur, verkalýðsfélög, ríki og sveitarfélög þurfa að standast mikinn þrýsting ef takast á að spila skynsamlega úr þeirri á margan hátt öfundsverðu stöðu sem íslenskt hagkerfi er í. 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 350 300 250 200 150 100 50 0 % ✿ Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 1998 – 2016 Danmörk Holland Ísland Noregur Svíþjóð Finnland 2016 Danmörk Holland Ísland Noregur Svíþjóð Finnland 155 % 294% 277% 227% 176 % 12 6% 155,5% af ráðstöfunartekjum voru skuldir heimilanna á Íslandi á öðrum ársfjórðungi 2016. Það er næstlægsta hlutfall á Norðurlöndunum. Bandarískum tæknifyrirtækjum hefur gengið illa að fóta sig á kín- verskum markaði. Forsvarsmenn streymiþjónustunnar Netflix lýstu því yfir á dögunum að fyrirtækinu hefði ekki tekist að sigra kínverska markaðinn. Netflix er það síðasta í röð fyrirtækja sem ekki hafa náð að stimpla sig inn í Kína vegna erfiðra reglugerða og mikillar samkeppni. Ákveðið hefur verið að bjóða ekki þjónustu Netflix í Kína en í staðinn mun Netflix veita kínverskum streymiþjónustum aðgang að efni sínu. Þannig verði hægt að koma með það á kínverskan markað. MarketWatch greinir frá því að Kína sé stærsti erlendi viðskipta- markaðurinn fyrir bandarísk fyrir- tæki sem vilja í auknum mæli njóta góðs af viðskiptum á þessu risa- svæði. Regluverk og lagarammi í Kína hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki í takt við vaxandi efna- hagskerfið, og hefur það umhverfi verið þrándur í götu erlendra fyrir- tækja sem vilja sækja fram í Kína. Samkvæmt skýrslu kínversk-banda- ríska viðskiptaráðsins sögðu 67 pró- sent aðspurðra að stefna yfirvalda og regluverkið hefði mest áhrif á fimm ára áætlanir þeirra. Einnig hefur reynst erfitt að fá tilskilin leyfi og að ráða starfsmenn. Fyrirtæki, á borð við Uber og eig- anda KFC og Pizza Hut hafa hætt við starfsemi sína í Kína út af erfið- leikum í viðskiptaumhverfinu. - sg Bandarísk tæknifyrirtæki eiga í erfiðleikum með að ná fótfestu í Kína Í síðasta mánuði tilkynntu forsvarsmenn Uber að ákveðið hefði verið að selja kínverska starfsemi þess út af erfiðleikum við að ná fótfestu í Kína. FréttAblAðið/Getty 67% segja regluverk og stefnu yfirvalda hafa mest áhrif á viðskiptaáætlanir í Kína. TIL AÐ VERA VISS Sumir eru með puttana í eyrunum. Aðrir á púlsinum. marKaðuriNN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . o K t ó b e R 2 0 1 6 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 0 -E 3 A 4 1 B 1 0 -E 2 6 8 1 B 1 0 -E 1 2 C 1 B 1 0 -D F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.