Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 28
Svipmynd Berta DaníelsDóttir Berta Daníelsdóttir  mun taka við starfi  framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember næstkomandi af Þór Sigfússyni, stofnanda og eiganda. Þór mun starfa áfram að nýsköpunarverk- efnum sem klasinn hefur sett á laggirnar ásamt því að vera áfram stjórnarformaður. Íslenski sjávarklasinn er drif- kraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í haftengdri starfsemi. Klasinn starfrækir meðal annars Hús sjávarklasans ehf. sem er sam- félag tæplega 70 fyrirtækja og frum- kvöðla. Berta hefur gegnt ýmsum ábyrgðar störfum fyrir Marel síðast- liðin 18 ár og nú síðast sem rekstrar- stjóri Marel í Seattle í Bandaríkj- unum. „Ég er afskaplega spennt fyrir þessum breytingum. Ég hef frá stofnun Sjávarklasans fyrir fimm árum fylgst vel með þróuninni. Marel  var einn af fyrstu sam- starfsaðilum í húsinu og í gegnum þáverandi starf mitt fylgdist ég náið með fyrstu skrefunum,“ segir Berta. „Þetta er réttur tími til að breyta til og mikil áskorun. Framtíðin er björt hjá Sjávarklasanum.  Virðis- keðja sjávarútvegsins er svo miklu stærri en bara veiðar og vinnsla. Það  er magnað hvað nýsköpunin hefur náð miklu flugi í geiranum á síðustu árum. Það er mikill fókus á nýsköpun og sjálfbærni, og bæði Marel og Íslenski sjávarklasinn hafa það að markmiði að styðja við sjálfbærni í matvælavinnslu,“ segir Berta. Berta er með meistaragráðu í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja frá Háskólanum á Akureyri. Hún er ein af stofnendum félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún flutti í ágúst heim eftir að hafa búið í átján mánuði í Seattle og þar áður sex mánuði í Singapúr á vegum Marel. „Það er frábært að koma heim. Þó að það sé ótrúlega spenn- andi að vera erlendis, upplifa nýtt menningar líf og aðstæður og kynn- ast lífinu á annan hátt, þá togar fjölskyldan alltaf,“ segir Berta. Hún á þrjú uppkomin börn, og þrjár ömmustelpur sem eiga hug hennar allan. Þegar hún er ekki að sinna ömmu stelpunum stundar Berta mikla hreyfingu. „Ég bý yfir ótrú- legri orku og verð að hreyfa mig ef ég næ henni ekki úr kroppnum á daginn, annaðhvort snemma um morguninn eða seinna á kvöldin, til að losa mig við hana,“ segir Berta. Berta stundar líkamsrækt og göngur með hundinum. „Það er stundum  spurning hver dregur hvern út,“ segir hún glettin. „Ég geng aðallega í kringum Hafnar- fjörð þar sem ég get tekið hundinn með, meðal annars í Heiðmörk. Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði og það er opin náttúra í bakgarðinum hjá mér. Náttúran er margbreytileg og maður er alltaf með eitthvert nýtt listaverk fyrir augunum,“ segir Berta. Hún er einnig mikill lestrarhest- ur. „Ég les aðallega skandinavíska krimma, ég slaka mjög mikið á við að lesa þá og detta inn í góða Nesbo- fléttu. Eftir langa daga og mikið áreiti þá er rosalega gott að opna góða bók,“ segir Berta. „Skandinav- ísku höfundarnir og þeir íslensku eru  magnaðir því bækurnar eru svo raunverulegar.“ saeunn@frettabladid.is Slakar á með góðum norrænum krimma Berta Daníelsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember eftir átján ára starf hjá Marel. Hún flutti nýlega heim eftir tveggja ára dvöl í Singapúr og Bandaríkjunum. Berta hefur áhuga á hreyfingu, göngum um Hafnarfjarðarsvæðið og skandinavískum krimmum. Ég bý yfir ótrúlegri orku og verð að hreyfa mig ef ég næ henni ekki úr kroppnum á daginn. Berta Daníelsdóttir segist finna fyrir mikilli þörf fyrir að losa um orkuna með hreyfingu. FréttaBlaðið/GVa Íslenski sjávarklasinn er fimm ára. 2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r8 markaðurinn 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 0 -E 8 9 4 1 B 1 0 -E 7 5 8 1 B 1 0 -E 6 1 C 1 B 1 0 -E 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.