Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 26.10.2016, Qupperneq 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Þetta er skemmtilegur heimur og mjög áhuga-vert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hjá mér og allt í kringum mig,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir, 25 ára hönnuður og guðfræðinemi. Erna Kristín hefur tekið samfélagsmiðlana Snap chat og Instragram  tryggilega í sína þjónustu og auglýsir á þeim eigin hönnun, föt og myndir, og einnig innlenda og erlenda hönnun ann- arra, til að mynda barnavörur sem hún fær sendar frá fyrirtækjum. „Instagram-reikningurinn minn er stærri eins og er, enda opnaði ég hann fyrr, en Snapchat-reikningur- inn minn stækkar mun hraðar en ég bjóst við, sérstaklega þegar haft er í huga hversu seint ég opnaði hann. Snapchat er augljóslega langvinsælasti samfélagsmiðillinn í dag,“ segir Erna Kristín og bætir við að hún leggi sáralitla áherslu á Facebook þegar kemur að því að auglýsa hönnun eftir sjálfa sig og aðra, enda séu vinsælar „læksíður“ á Facebook nánast faldar þegar fylgjendur þeirra ná ákveðnum fjölda, nema eigendur þeirra borgi sérstaklega fyrir þær. „Það er algjör klikkun og ég er ekki að fara að borga Facebook. Það kemur ekki til mála,“ segir hún ákveðin. Erna Kristín notar þó ekki vin- sæla reikninga sína á Instagram og Snapchat einungis t i l að auglýsa vörur, heldur deilir hún líka ýmsu úr sínu daglega lífi. Spurð hvort nauðsynlegt sé að vera persónulegur á sam- félagsmiðlum í bland við auglýsingarnar, til að halda fylgjendum við efnið, segist Erna Kristín halda að svo sé. „Um leið og ég fór að deila persónulegum hlutum úr lífi mínu fjölgaði fylgjendum mínum til muna, þótt þeir hafi verið margir fyrir. En ég nenni alls ekki að fara eftir neinum óskrifuðum reglum í sambandi við samfélagsmiðlana og geri þetta bara eins og mér finnst skemmtilegt. Svo er fólki velkomið Nauðsynlegt að vera persónulegur Erna Kristín Stefánsdóttir er umsvifamikil á Snapchat og Instagram þar sem hún auglýsir bæði sína hönnun og annarra. Hún lýkur guð- fræðinámi um jólin og segist ætla að verða nútímalegur prestur. Erna Kristín Stefánsdóttir, hönnuður og guðfræðinemi, vekur athygli á Snapchat og Instagram. Hægt er að fylgjast með Ernu Kristínu á snapchat: Ernuland. FRÉTTABLAÐIÐ/EyÞÓR. Hér má sjá hluta af vörunum frá Ernu landi. Vörurnar hennar hafa verið í sölu meðal annars í Bret- landi, Hollandi og Bandaríkjunum. Meðal verkefna sem fram undan eru hjá Ernulandi er hluti af nýrri sumarlínu fyrir barnafatamerkið Igloo+indi 2017 og nýir bandana- klútar fyrir tískuvöruverslunina Black and Basic sem koma í verslun á næstu dögum. að fylgjast með ef það hefur áhuga. Ég hef heyrt að fylgjendur sumra annarra reikninga setji ákveðnar kröfur á eigendur þeirra, að gera meira af þessu og minna af hinu og þar fram eftir götunum, en ég er sjálf mjög heppin með fylgjendur og hef ekki lent í neinu slíku.“ Þegar Erna Kristín auglýsir vörur á reikn- ingum sínum notar hún stundum tveggja ára gamlan son sin, Leon Bassa, sem fyrir sætu. Aðspurð segir hún son sinn lítið kippa sér upp við það að vera aug- lýsingamódel. „Um leið og þetta verður kvöð fyrir hann þá hætti ég að nota hann því ég er mjög meðvituð um að passa upp á hann,“ segir Erna Kristín og viðurkennir að hún hafi í meira en nægu að snúast þessa dagana og ekki minnkar álagið við það að stunda guðfræðinám við Háskóla Íslands sem hún lýkur nú um jólin. Eftir áramót tekur svo prestsnám við hjá Ernu Kristínu. Spurð hvern- ig hún haldi að framtíðarsöfnuðir taki í það að presturinn þeirra sé umsvifamikill á samfélagsmiðlum segist hún ætla að verða nútíma- legur prestur sem horfir fram á við. „Ég veit ekki hvort þessi dæmigerða messa myndi henta mér. Ég hef áhuga á því að predika fyrir sam- félagið út frá hlutum sem fólk tengir við og vill heyra. Það er margt gott fólk að koma inn í kirkjustarfið á Íslandi með nútímaleg viðhorf og miðað við það hvernig talað er um kirkjuna í dag held ég að það sé gott fyrir framtíð kirkjunnar.“ kjartang@frettabladid.is ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum ● Auka blóðflæði í höfði; ● Slaka á vöðvum í hnakka; ● Bæta öndun með því að slaka á axlasvæði; ● Samhæfa ósjálfráða taugakerfið; ● Slaka á vöðvum í efri hluta kviðar; ● Bæta virkni meltingar kerfisins; ● Bæta blóðflæði í nára. ÖRVUN MEÐ SVÆÐANUDDS- INNLEGGI MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ: FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 SLÖKUN OG VELLÍÐAN F YRIR ALL AN LÍK AMANN N ÝJ U N G Í B E T R A B A K I BYLTING FYRIR ÞREYTTA FÆTUR 7.900 K R. Með fimmsvæða nuddinnleggi UNDRA heilsuinni­ skónna nærðu slökun og vellíðan sem dregur úr spennu og örvar blóðflæði. Skórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgráu eða ljósu flókaefni. Komdu og prófaðu! UNDRI HEILSUINNISKÓR B Y LT I N G A K E N N T 5 S VÆ Ð A N U D D I N N L E G G 2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r30 L í f I Ð ∙ f r É t t A b L A Ð I Ð 2 6 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 0 -D 9 C 4 1 B 1 0 -D 8 8 8 1 B 1 0 -D 7 4 C 1 B 1 0 -D 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.