Fréttablaðið - 02.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.12.2016, Blaðsíða 2
Hringrásin stöðvuð Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvaði í gær starfsemi Hringrásar eftir enn einn eldsvoðann hjá endurvinnslufyrirtækinu í fyrrakvöld. „Mér finnst það fullreynt,“ segir Dagur B. Eggertsson spurður hvort hugsanlegt sé að Hringrás starfi áfram í Klettagörðum. „En það er erfitt að segja meira fyrr en maður er búinn að fá öll gögnin,“ segir Dagur, sem er að afla gagna vegna málsins. Fréttablaðið/anton brink Veður Sunnangola með dálítilli súld eða rigningu, en sunnankaldi á annesjum vestan til. Yfirleitt bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti að 7 stigum, hlýjast sunnan- og vestanlands. sjá síðu 30 GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 Mikið úrval fallegra jólaljósa Mikið úrval vandaðra LED útisería fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimiliFrá Svíþjóð Opið virka daga kl. 11-18 Opið laugardaga kl. 11-16 Grillbúðin VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS grillbudin.is FALLEG JÓLALJÓS FÓLK „Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguð- umst bílinn,“ segir Muhammad Sya- hidin frá Singapúr, sem birti mynd- band á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Geirsdóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norður ljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykja- vík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kom- inn  eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“ Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekk- ert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin. benediktboas@365.is Hermenn frá Singapúr komu Auði til bjargar Fjórir vinir frá Singapúr voru fyrstir á vettvang slyss við Litlu kaffistofuna um miðjan síðasta mánuð. Félagarnir óttuðust að koma að banaslysi en eru ánægðir með að heyra að ökumaðurinn sé í lagi og senda batakveðjur sínar yfir hafið. DÓmsmáL Átta þeirra tíu starfs- manna byggingavörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar, sem ákærðir voru fyrir verðsamráð í störfum sínum, voru sakfelldir í Hæstarétti í gær. Verðsamráðið átti sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011. Sex hinna sakfelldu hlutu fang- elsisdóma í gær en ákvörðun um refsingu tveggja var frestað.  Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í apríl 2015 og sýknaði alla tíu starfsmennina. Í yfirlýsingu Byko frá í gær segir: „Ákvörðun Hæstaréttar um að snúa við afdráttarlausri niðurstöðu fjöl- skipaðs héraðsdóms um meint verðsamráð á byggingavörumark- aði veldur bæði undrun og von- brigðum.“ Þá segir einnig að Byko haldi fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. – þea Átta sakfelldir fyrir samráð LanDbúnaður Yfirstjórn Matvæla- stofnunar kom í veg fyrir að dýra- læknir alifuglasjúkdóma og upplýs- ingafulltrúi birtu fréttatilkynningu um „alvarleg dýravelferðarmál“ Brún eggja ehf. í lok árs 2015. Frá þessu var greint á vegg stofnunar- innar í gær. Á sama tíma og stofnunin stóð í aðgerðum gagnvart fyrirtækinu kom forráðamaður þess fram í Kast- ljósi með yfirlýsingar, sem MAST kallar rangar, um búrekstur fyrir- tækisins í tengslum við vistvæna framleiðslu. Innan stofnunarinnar var staða Brúneggja rædd á þeim tíma. Voru fyrrgreindir starfsmenn búnir að skrifa drög að fréttatilkynningu um ástandið innan fyrirtækisins þegar yfirstjórn MAST, skipuð forstjóran- um og forstöðumönnum, greip inn í. Vegna óánægju með þá ákvörðun var boðað til fundar með þeim starfs- mönnum sem komu að málinu og lýsti hluti starfsmanna yfir óánægju sinni með ákvörðun yfirstjórnar og sagði það mistök að upplýsa neyt- endur ekki um alvarleg dýravel- ferðarmál hjá Brúneggjum. „Yfirleitt þegar við erum að fara í vörslusviptingarmál höfum við ekki farið með þau fyrirfram í fjölmiðla,“ sagði Jón Gíslason, forstjóri MAST, í viðtali í Kastljósi í gær og vísaði jafn- framt til óvissu um hvernig skyldi taka á málinu vegna óljósrar fram- tíðar vistvænna merkinga. – þea Neituðu að upplýsingar væru birtar Hús Matvælastofnunar. Fréttablaðið/anton brink Salihin idderos, Muhammad Faishal, Muhammad nasir og Muhammad Sya- hidin við reynisfjöru. Mynd/Úr einkaSaFni Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi. Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Muhammad Syahidin 2 . D e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T u D a G u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a b L a ð i ð 0 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 6 -9 5 8 0 1 B 8 6 -9 4 4 4 1 B 8 6 -9 3 0 8 1 B 8 6 -9 1 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.