Fréttablaðið - 02.12.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.12.2016, Blaðsíða 34
skipta unga hönnuði miklu máli. „Þetta hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir mig. Þarna er möguleiki á að selja verk og fá tengiliði í gallerí sem eru með listtengda skartgripi. Einnig er mikilvægt að fá hreinlega að gera það sem ég geri og fá að sýna verkin. Það mun svo koma í ljós hverju þetta skilar. Aðalmál- ið að njóta þess að taka þátt og gera sitt allra besta. LOOT er dálítið sér á báti hvað varðar þessa pop-up stemningu. Sýningar sem ég hef tekið þátt í áður hafa varað í lengri tíma en færri verk til sýnis. Þar má helst nefna sýninguna From the coolest corner, sem fór milli fimm landa á rúmu ári og sýningin V&A í London en inn á hana var ég valin nýútskrifuð. Síð- asta sýning sem ég tók þátt í var hér heima, „Triad“ í H ö n n u n a r - safni Íslands í mars. Sýningar- stjóri LOOT var ekki viss hvar hún hefði séð verk eftir mig, en ég hugsa að þetta hafi komið til vegna mynda af verkunum mínum á Instagram eða öðrum miðlum,“ segir Helga. Hvernig myndirðu lýsa þínu verklagi? „Ég teikna mjög mikið í ferlinu og oft líður mér eins og það sem ég geri sé teikning í efni. Ég er ekki mikið fyrir að þvinga efnið heldur fylgi flæðinu með efniviðinn og er ekki föst í að ná ákveðinni útkomu. Rekaviðurinn er mjög sjálfstæð- ur, þegar ég saga spýtuna kvarn- ast kannski upp úr eða sprunga leynist einhvers staðar sem ég gerði ekki ráð fyrir. Sagan er líka svo heillandi við rekaviðinn. Spýtan var tré um langan tíma í Síberíu, síðan fellt og því fleytt niður á og út á haf. Í hafinu hefur tréð svo velkst kannski hátt í 30 ár áður en það verður að girð- ingar staur á Íslandi í 50 ár og endar loks sem næla eða hálsmen sem lifir áfram í mörg ár,“ segir Helga. Nánar má forvitnast um hönnun Helgu á Helga Mogensen Jewell- ery/Skartgripir á Facebook. „Þetta er stærsta verkefni sem ég hef tekist á við. Bæði verð ég með mikinn fjölda verka og allt umfang er stærra en í fyrri sýn- ingum sem hef tekið þátt í,“ segir Helga Mogensen skartgripahönn- uður, en hún var valin inn á sýn- inguna LOOT sem haldin er ár hvert í Museum of Art and Design (MAD) í New York. Sýningin verður haldin í apríl 2017 og stendur yfir í sex daga. Hönnuðirnir eru á staðnum og tala við gesti og eru gripirnir til sölu. Sýningarstjóri velur þátttakendur alls staðar að úr heiminum og er markmið sýningarinnar að sýna sem fjölbreytilegastan efnivið sem notaður er í skartgripagerð. Helga mun sýna hálsmen, eyrnalokka og armbönd, aðallega úr rekaviði en rekaviður hefur verið rauður þráður í hönnun Helgu. Hún segir þátttöku í sýningu sem þessari Valin inn á sýninguna lOOT í new YOrk Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður mun taka þátt í sýningunni LOOT sem haldin er í MAD safninu í New York í vor. Markmið sýningarinnar er að kynna ólíkan efnivið skargripahönnuða en Helga mun sýna skart úr rekaviði. Helga Mogensen skartgripahönnuður tekur þátt í LOOT-sýningunni í New York í vor en hún hannar skart meðal annars úr rekaviði. MYNd/Gva Helga mun sýna hálsmen, eyrnalokka og armbönd, aðallega úr rekaviði en reka- viður hefur verið rauður þráður í hönnun Helgu. Nánar má forvitnast um hönnun Helgu á Helga Mogensen Jewell- ery/Skartgripir á Facebook en gripina selur hún í Kirsuberja- trénu, Snúru og Kistu í Hofi.Tilboðið gildir með völdum sjónvarpspökkum 365 til 15. desember 2016. APPLE TV 4 Á 0 KR. með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á 365.IS Útgáfa 2.0 Íslensk valmynd og tímaflakk. ÁSKRIFENDA- LOTTERÍ 365 Allir áskrifendur að sjónvarpspökkum 365 í nóv. og des. eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r10 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 0 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 6 -9 F 6 0 1 B 8 6 -9 E 2 4 1 B 8 6 -9 C E 8 1 B 8 6 -9 B A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.