Fréttablaðið - 02.12.2016, Page 34

Fréttablaðið - 02.12.2016, Page 34
skipta unga hönnuði miklu máli. „Þetta hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir mig. Þarna er möguleiki á að selja verk og fá tengiliði í gallerí sem eru með listtengda skartgripi. Einnig er mikilvægt að fá hreinlega að gera það sem ég geri og fá að sýna verkin. Það mun svo koma í ljós hverju þetta skilar. Aðalmál- ið að njóta þess að taka þátt og gera sitt allra besta. LOOT er dálítið sér á báti hvað varðar þessa pop-up stemningu. Sýningar sem ég hef tekið þátt í áður hafa varað í lengri tíma en færri verk til sýnis. Þar má helst nefna sýninguna From the coolest corner, sem fór milli fimm landa á rúmu ári og sýningin V&A í London en inn á hana var ég valin nýútskrifuð. Síð- asta sýning sem ég tók þátt í var hér heima, „Triad“ í H ö n n u n a r - safni Íslands í mars. Sýningar- stjóri LOOT var ekki viss hvar hún hefði séð verk eftir mig, en ég hugsa að þetta hafi komið til vegna mynda af verkunum mínum á Instagram eða öðrum miðlum,“ segir Helga. Hvernig myndirðu lýsa þínu verklagi? „Ég teikna mjög mikið í ferlinu og oft líður mér eins og það sem ég geri sé teikning í efni. Ég er ekki mikið fyrir að þvinga efnið heldur fylgi flæðinu með efniviðinn og er ekki föst í að ná ákveðinni útkomu. Rekaviðurinn er mjög sjálfstæð- ur, þegar ég saga spýtuna kvarn- ast kannski upp úr eða sprunga leynist einhvers staðar sem ég gerði ekki ráð fyrir. Sagan er líka svo heillandi við rekaviðinn. Spýtan var tré um langan tíma í Síberíu, síðan fellt og því fleytt niður á og út á haf. Í hafinu hefur tréð svo velkst kannski hátt í 30 ár áður en það verður að girð- ingar staur á Íslandi í 50 ár og endar loks sem næla eða hálsmen sem lifir áfram í mörg ár,“ segir Helga. Nánar má forvitnast um hönnun Helgu á Helga Mogensen Jewell- ery/Skartgripir á Facebook. „Þetta er stærsta verkefni sem ég hef tekist á við. Bæði verð ég með mikinn fjölda verka og allt umfang er stærra en í fyrri sýn- ingum sem hef tekið þátt í,“ segir Helga Mogensen skartgripahönn- uður, en hún var valin inn á sýn- inguna LOOT sem haldin er ár hvert í Museum of Art and Design (MAD) í New York. Sýningin verður haldin í apríl 2017 og stendur yfir í sex daga. Hönnuðirnir eru á staðnum og tala við gesti og eru gripirnir til sölu. Sýningarstjóri velur þátttakendur alls staðar að úr heiminum og er markmið sýningarinnar að sýna sem fjölbreytilegastan efnivið sem notaður er í skartgripagerð. Helga mun sýna hálsmen, eyrnalokka og armbönd, aðallega úr rekaviði en rekaviður hefur verið rauður þráður í hönnun Helgu. Hún segir þátttöku í sýningu sem þessari Valin inn á sýninguna lOOT í new YOrk Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður mun taka þátt í sýningunni LOOT sem haldin er í MAD safninu í New York í vor. Markmið sýningarinnar er að kynna ólíkan efnivið skargripahönnuða en Helga mun sýna skart úr rekaviði. Helga Mogensen skartgripahönnuður tekur þátt í LOOT-sýningunni í New York í vor en hún hannar skart meðal annars úr rekaviði. MYNd/Gva Helga mun sýna hálsmen, eyrnalokka og armbönd, aðallega úr rekaviði en reka- viður hefur verið rauður þráður í hönnun Helgu. Nánar má forvitnast um hönnun Helgu á Helga Mogensen Jewell- ery/Skartgripir á Facebook en gripina selur hún í Kirsuberja- trénu, Snúru og Kistu í Hofi.Tilboðið gildir með völdum sjónvarpspökkum 365 til 15. desember 2016. APPLE TV 4 Á 0 KR. með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á 365.IS Útgáfa 2.0 Íslensk valmynd og tímaflakk. ÁSKRIFENDA- LOTTERÍ 365 Allir áskrifendur að sjónvarpspökkum 365 í nóv. og des. eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r10 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 0 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 6 -9 F 6 0 1 B 8 6 -9 E 2 4 1 B 8 6 -9 C E 8 1 B 8 6 -9 B A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.