Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.1982, Síða 1

Víkurfréttir - 21.10.1982, Síða 1
19. tbl. 3. árg. Fimmtudagur 21. október 1982 íbúðir fyrir aldraða í Njarðvík Sl. laugardag var tekin fyrsta skóflustungan aö byggingu íbúða fyrir aldr- aða i Njarðvík, að Vallar- braut2. Skóflustungunatók Óskar Jónsson, aldursfor- seti og heiðursfélagi Lions- klúbbs Njarðvíkur, en klúbb urinn átti hugmyndina að byggingu hússins og hefur stór hluti af tekjum hans verið lagður til hliðar til að standa straum af kostnaði, en klúbburinn hefur nú þegar gefið undirbúnings- vinnu og hönnunarkostnað. Auk þess hafa nokkriraöil- ar tekið vel undir að leggja verkefninu lið og má þar nefna Ellert Skúlason og starfsmenn hans, sem grafa fyrir húsinu og fjarlægja uppgröft án endurgjalds. Húsið verður á einni hæð, 4 einstaklingsíbúðir og 4 hjónaíbúðir auk samveru- skála. Njarðvíkurbær hefur forgöngu um byggingu Framh. á 12. siðu Óskar Jónsson, aldursforseti og heiöursfélagi Lionsklúbbs Njarövíkur, tók fyrstu skóflustunguna. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar: i Samkeppnisfær við innflutta vöru Trésmiðja Þorvaldar Ól- I fyrirtækja hér syöra, sem i framleiðslu, sem að meiri afssonar hf. er eitt þeirra I hafa sérhæft sig í ákveðinni ' hlutaerseld útfyrirsvæöið. Framkvæmdir eru (fullum gangi viö stækkun Trósmiöju Þorvaldar Ólafssonar Vel staðið að málum Oft vill brenna viö aö húsbyggjendur dragi þaö alltof lengi að ganga frá ytra útliti húsa og umhverfi. Þetta á svo sannarlega ekki viö um hús þaö sem sést á meðfylgjandi mynd og stendur við Hringbraut rétt við íþróttavöllinn. Húsið er ekki einungis fallegt, heldur er frágangur þess og umhverfi húsbyggjandanum til sóma, en það er byggt af Hilmari Hafsteinssyni í Njarðvík. - epj. Nú stendur yfir stækkun á verksmiðjuhúsi fyrirtækis- ins við Iðavelli í Keflavík, og af því tilefni ræddi blaðið við Þorvald Ólafsson. ,,N.k. vor verður nýja við- bótarhúsnæðið tekið í notkun á þeim tímamótum hjá fyrirtækinu, að þá eigum við einmitt 10 ára af- mæli,“ sagði Þorvaldur. „Fyrirtækið hóf starfsemi sína í 50 ferm. bílskúr við Smáratún, en 1976 fluttum við í nýtt húsnæði við Iða- velli sem var þá stórt stökk, eða upp í 800 ferm. Þegar nýja viðbótarhúsnæðið verður tekið í notkun í vor verður gólfplássið orðið 2000 ferm. Við þessa stækkun verð- ur einnig aukið við vélakost fyrirtækisins og þá munum við geta framleitt vöru sem er í öllu samkeppnisfær við innflutta vöru. Við verðum með svipaðan vélakost og erlendar verksmiðjur svo sem í Skandinavíu hafa og eru í samkeppni við okkur hér heima, auk þess sem mikil aukning verður á framleiðslu við þessa stækkun. Sérsvið þessarar fram- leiðslu er innihurðir og við- arþiljur, og ídag fer%hlutar framleiðslunnar á Reykja- víkursvæðið og út á land. Gert er ráð fyrir að þegar viðbótin hefur verið tekin i notkun muni starfa hér um 20 manns, en i dag vinna hér 12 manns. Þá breytist vinnslan meira ífæribanda- vinnu, og hef ég áhuga á að bæta í þessi störf kvenfólki, því þarna verður um að ræða ýmis létt störf, t.d. í samsetningu og pökkun." Eins og sést á þessu við- tali við Þorvald, eru þarna Framh. á12. siðu Markaður kaupfélagsins opnaður um miðjan nóv. Nú styttist óöum sátími þartil hinn nýimarkaöur KauptélagsSuöurnesjaveröuropnaöur, en stefnter að því aö opna 18. nóvember n.k. Nú er verið að leggja i gólf, ganga frá rafmagni og leggja að kæli- tækjum, og siðan verðurfarið að raöa upp. Nýlega voru bílastæöin malbikuð og er þar þlássfyrir 100 bíla. ( markaðnum verða matvörur, nýlenduvörur, búsáhöld, ritföng, fatnaöur, leikföng, feröa- og Sþortvörur. Þær verslanir sem leggjast niöur við opnun markaðarins eru Skemman og verslunin að Hafnargötu 62, svo og útibúið í Njarövík. - stgr. Vinsæl störf Fyrir nokkru voru aug- lýstar lausar tvær afleys- ingastöður við Lögregluna í Keflavík og 1 í Grindavík. Var hér um að ræða afleys- ingastörf til vors, eða á meðan fastráðnir lögreglu- menn eru i Lögregluskól- anum. Þrátt fyrir það sóttu 23 um þessar 3 stöður, þannig að eftirsótt mjög virðist vera að fá að starfa innan lögreglunnar, alla vega hér á Suðurnesjum. Svipað virðist vera uppi á teningnum varðandi aðrar stöðuveitingar. T.d. aug- lýsti Keflavíkurbær laust starf skrifstofustúlku. Er fresturrannúthöfðu 10 um- sóknir borist um þetta eina starf. - epj. 11 ára strákar stálu bíl og skemmdu Um miöjan dag 9. okt. sl. komust þrír strákar 10 og 11 ára gamlir yfir lykla af Cherokee-jeppa með JO- númeri, er stóð við Berg hf., Grófinni 7 í Keflavík. Um kvöldið komu þeir síðan og tóku bílinn traustataki og fóru í ökuferð, sem endaði með því að þeir bökkuðu á annan bíl. Við þann árekst- ur skemmdust báðir bilarnir nokkuð og strákarnir kom- ust í hendur lögreglunnar. epj. — Kynningarrit um aðal- skipulagið Eins og áður hefur komið fram hér í blað- inu hefur verið ákveðið að framlengja frestinn varðandi athugasemdir við aðalskipulag Kefla- víkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar. Að beiðni bæjarstjórnanna í Keflavík og Njarðvík hef- ur verið óskað eftir því við Skipulag ríkisins, að það útbúi kynningarrit og uppdrátt af þeim svæðum sem um er að ræða. Keflavíkurbær hefur ákveðið að dreifa ritinu um bæinn til fólks, svo það geti séð hvað um er að ræða. Njarðvíkingar munu hins vegar gangast fyrir opnum fundi þar sem málin verða tekinfyrirog upplýsingum dreift. Vonandi verða bæjar- búar margs vísari á eftir og komi með athuga- semdir áður en frestur rennur út, ef einhverjar ,eru. - epj. .

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.