Víkurfréttir - 21.10.1982, Side 13
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 21. október 1982 13
Jakob S. Jónsson: .......—
LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS
Afrek í anda Þalíu
Þaö hefur veriö mikið skrifaö
og skrafað um gildi áhugaleik-
félaganna og í allri þeirri
umræöu hefur þess hvergi
oröiö vart að tilveruréttur þeirra
væri dreginn i efa. Enda geta
þau vissulega þroskað ein-
staklinginn, veitt ómælda
ánægju meö þátttöku í skap-
andi starfi með ööru fólki og
þau geta aukið skilning hvers
þátttakanda á gildi samstarfs
og þeirrar ögunar, sem nauð-
synleg er i slíku starfi
Og hér á landi eru ógrynni
áhugaleikfélaga, misvirkra þó,
þar sem hundruð karla og
kvenna og ekki sist barna og
unglinga kynnast þeirri guö-
dómlegu list, leiklistinni.
En því er hér minnst á gildi
áhugaleikfélaganna og guö-
dómleik listarinnar, að það er
sannkallað gleðiefni, þegar
raunverulega er starfað í anda
leiklistargyðjunnar Þaliu, um
leið og fyllt er upp i stopular
tómstundir yfirvinnuþjóðfé-
lagsins.
Af og til fréttist af ýmsum
afrekum, sem unnin eru i nafni
áhugaleiklistarinnar og þaö er
nærtækt að nefna Litla leikfé-
lagið í Garöinum sem dæmi þar
um. Það hefur unnið mörg frétt-
næm afrek í anda Þaliu á und-
angengnum árum - nú síðast
með frumsýningu sinni á Litla
Kláusi og stóra Klausi eftir Lisu
Tetzner, i leikst|órn Herdísar
Þorvaldsdóttur, þann 8. októ-
ber sl
Það verðuraðsegjasteinsog
er, að Litla leikfélaqið ræöst
ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur fremur en fyrri daginn.
Ég hef oft undrast það, hvernig
hefur tekist að koma fyrir
hverju stórvirkinu á fætur ööru
á þessu agnarsmáa sviði sam-
komuhússins í Garðinum - en
það hefur tekist.
Sem ber vitni þess, að alúö er
lögð í verk hvert af hálfu þeirra
leikfélagsmanna; alúð, sem á
að vera einkenni atvinnu-
mannsins og sem er leiðarljós
leikfélagsmanna í Garðinum.
Það er ekkert undrunarefni, að
þeir bera höfuð og herðár yfir
leikstarfsemi á Suðurnesjum
og eru öörum fyrirmynd í þeim
efnum.
Litla leikfélagið i Garðinum
hefur emmg fariö að auka starf
sitt með bornum og fyrir börn.
Spegilmaöurinn var settur upp
fyrir nokkru, margir unglingar
stigu á svið á Unukvöldi eftir
namskeið, og nú er sýndur fjöl-
skylduleikurinn Litli Kláus og
stóri Kláus, þar sem koma fram
fjöldi barna og unglinga
(Viggó, Óla og Önnu tel ég auð-
vitað með). Með þessu starfi er
leikfélagið i Garðinum að
gangast viö einni mikilvægri
skyldu: uppeldisskyldunni, að
rækta ást ungra ahorfenda og
ungra leikara á leiklistinm. Ég
er þess fullviss, aö þetta starf
leikfélagsins í Garðinum áeftir
að skila sér, ekki aðeins í ást
þessara barna og unglinga á
leiklistinni, heldur einnig í ást
þeirra á hverju því viðfangsefni
sem þau eiga eftir að taka sér
fyrir hendur og ganga að með
þeirri gleði, sem býr í öllu skap-
andi starfi.
Einmitt þess vegna er það
skylda okkar að fylgjast með
þessum börnum og ungl-
ingum, sjá hvað þau eru aö fást
við og með hvaða hugarfari þau
ganga til verks.
Og það verð ég aö segja eins
og er, að það var hreint aödá-
unarvert. hvernig krakkarnir
skiluðu sínu á frumsýningunni
á Litla Kláusi og stora Kláusi.
Þau gengu til verks af þeirri
alúð og einbeitni, sem ein-
kennir hvern þann. sem tekur
] sitt hlutverk af alvöru - og sýn-
ingin varð þess vegna bæöi
fjörleg og skemmtileg og hélt
athygli manns allan tímann. Og
þeir Bragi og Rögnvaldur, sem
léku aöalhlutverk leiksins,
Kláusana tvo, skiluðu sínu
mætavel - og það kom mér satt
að segja á óvart, þar sem hvor-
ugur þeirra hefur mikla sviðs-
reynslu enn.
Það er full ástæða til að óska
Litla leikfélaginu til hamingju
með enn einn sigurinn á litla
sviðinu, sem og Herdísi Þor-
valdsdóttur leikstjóra og öllum
aðstandendum sýningarinnar.
Hjartanlega.
Jakob S. Jónsson
Hvert sveitarfé-
lag eitt listaverk
Á fundi sjúkrahússtjórn-
ar 27. sept. sl. var tekió fyrir
bréf frá starfsmannaráði
S.K., um að beina því til
sveitarfélaganna á Suður-
nesjum, að þau leggi til
hvert fyrir sig eitt listaverk
til að skreyta veggi sjúkra-
hússins. - epj.
NÆSTA BLAÐ
KEMUR ÚT
4. NÓVEMBER
JC Suðurnes:
Setja upp veg-
vísa víðsvegar
um Suðurnes
JC Suðurnes er nú að
vinna að uppsetningu
vegvísa í Sandgerði, Garði
og Njarðvík, svipuðum
þeim sem staðsettur er við
Fiskiðjuna og þjónar Kefla-
vik.
Vegvísarnir fyrir Njarð-
vík og Garð eru tilbúnir, en
aðeins er beðið eftir því að
vegamálayfirvöld eru að út-
búa reglur um uppsetningu
og staðsetningu slíkra veg-
vísa.
Endanlegur frágangur
við vegvisinn í Keflavík
hefur dregist vegna þess að
rafveitan hefur ekki lagt raf-
magnskapal aö skiltinu til
að hægt sé að koma upp
Ijósum við það.
Vegna þessara tafa í Kefla-
vik hefur JC Suðurnes
akveðið að framlengja aug-
lysingar a skiltin um 1 ár.
. epj.
Olafur Sigurösson (t.v.) og Rögnvaldur Finnbogason i hlutverk-
um bóndans og Litla Klausar. nosrr Hreqgviðm
IÐNAÐARMANNAFÉLAG
SUÐURNESJA
29. okt. 1982: Árshátíðin
Árshátíð félagsins verður haldin í Stapa, föstu-
daginn 29. október n.k. og hefst með borðhaldi
kl. 19.30.
HEITIFt RÉTTIR.
SKEMMTIATRIÐI - DANS.
Hljómsveitin Pónik leikur fyrir dansi til kl. 2.
Einar Júlíusson mun heiðra okkur með
nærveru sinni og syngja nokkur lög.
Húsið opnað kl. 19. Aðgöngumiðar og borða-
pantanir í húsi félagsins, laugardaginn 23. okt.
kl. 14-16. Skemmtinefnd trésmiða
6. nóv.: Aðalfundur 1982
Aðalfundur félagsins verður haldinn laugar-
daginn 6. nóvember n.k. kl. 13.30 í húsnæði fé-
lagsins að Tjarnargötu 3, Keflavík.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Skýrsla lífeyrissjóða.
3. Önnur mál.
Að afloknum fundi verðurfarin hópferð í Svarts-
engi og orkuverið skoðað.
Vakin skal athygli á fundi um aðbúnað og holl-
ustuhætti á vinnustööum, siðari hluta nóvem-
ber, er verður auglýstur síðar.
Stjórnin
Miðnesingar
Sandgerðingar
Fjórði gjalddagi útsvars og að-
stöðugjalda er 1. nóv. n.k.
Gerið skil á gjalddaga og forðist
kostnað og önnur óþægindi.
Sveitarstjóri.
FRÁ ALMANNA-
TRYGGINGUM
í Keflavík, Njarðvík,
Grindavík og
Gullbringusýslu
Vegna tölvuvinnslu skal bótaþegum bent á
að tilkynna umboöinu strax um breytingu á
heimilisfangi, til að komast hjá erfiðleikum
í útsendingu bótamiða.
Sími okkar er 3290
Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík
og Grindavík
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu
Sviösmynd ur Litla Kláusi og Stóra Kláusi.
Ljosm Hreggviöur