Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 08.09.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fróttir Fimmtudagur 8. september 1983 Félag kaupsýslumanna á Suðumesjum: Óskar eftir fulltrúa við úthlutun verslunar- og þjónustuleyfa Á ályktunarbærum fundi í Félagi kaupsýslumanna á Suöurnesjum, sem haldinn var í Keflavík 24. ágúst sl. var samþykkt einróma eftir- farandi ályktun: Ágætt blað Bæjarbúar sem lesa Víkur-fréttir, beröllumsam- an um að þetta sé gott blað. Þaö gefur góða mynd af þróun mála hér í bæ. Eru ýmsar greinar gagnlegar til lesturs fyrir þá sem vilja fylgjast með. Finnst mér að fólk ætti að nota þessa þjónustu meira en gert er, og tjá sig um ýmis mál. En eitt finnst mér þó vanta, en það eru smáaug- lýsingarnar. Mér finnst að þeim sé ekki gerð nógu góð skil, þær ættu alltaf að vera á sama stað í blaöinu. Blaöið ætti að láta fólk vita hve ódýrt það er að auglýsa f þeim. Ég veit um marga sem hafa notað þessar smá- auglýsingar og haft gott af. Þá finnst mér að Víkur- fréttir ættu að vera til á fleiri stöðum, vegna þess að iöu- lega hefur komið fyrir að þær séu rifnar út strax og fá þá færri en vilja blaöið til aflestrar. Lesandi Fyrsta síldin til Sandgerðis Fyrsta síldin á þessu hausti sem landað hefur verið á Suðurnesjum barst til Sandgerðis sl. föstudag, er Njáll RE og Gulltindur GK lönduðu síld veiddri í lagnet. Fer síldin ífrystingu og flökun. Sl. mánudag landaði Njáll 114 tunnum, en á föstudag var hann með 75 tunnur og 48tunnurálaugardag. Gull- tindur hafði síðdegis á mánudag landað tvisvar 12 og 15 tunnum, en var ekki búinn að landa á mánudag þegar þetta er skrifað. Er afla Njáls ekiðtil Reykjavík- ur, en afli Gulltinds er unn- inn í Sandgerði. - epj. Njáll RE bióur löndunar i Sandgeröishöfn sl. mánudag. „Við skorum á bæjar- og sveitarstjórnir á Suöumesj- um að huga vel að verslun- ar- og þjónustufyrirtækjum á Suðurnesjum. Verslun og þjónusta hefur á undan- förnum árum átt erfitt upp- dráttar, en er engu að síður einn nauðsynlegasti þáttur hvers byggðarlags. Engu að síður höfum við orðið vitni að þvi aö aðkomuaðil- ar sem aðsetur og höfuð- stöðvar hafa utan þessa svæðis, koma hér inn á okk- ar svæði og drepa niður þjónustu- og atvinnufyrir- tæki sem hér eru fyrir, er Suðurnesjamenn hafaverið aö byggja upp, og fara síðan. Vegna þessa förum viö þess á leit við bæjaryfirvöld og sveitarstjórnir hér á Suð- urnesjum aö fá að hafa einn fulltrúa úr okkar félagi í þeim nefndum sem fjalla um skipulagningu og út- hlutanir á verslunar- og þjónustufyrirtækjum hér á Suðurnesjum." Hefur ályktun þessi verið send öllum bæjaryfirvöld- um og sveitarstjórnum á Suðurnesjum. - epj. JARN & SKIP Símí 1505 - 2616 Það besta fyrir þig. Hringbraut 96 - Keflavík - Sími 1112 Athugið breyttan opnunartíma: Opiö mánudaga-firnmtudaga kl. 9 - 18. Föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 13 - 15 SKÓR OG FATNAÐUR í skólann. Nemendur á grunnskólaaldri fá adidas stundaskrá í kaupbæti.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.