Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.04.1984, Side 1

Víkurfréttir - 05.04.1984, Side 1
Starfsmenn véladeildar Í.A.V. í setuverkfalli „Þetta er aðeins byrjunin“, segir Guðmundur Finnsson í samninganefnd starfamanna Sl. þriöjudagsmorgun fóru starfsmenn véladeildar Islenskra Aðalverktaka í setuverkfall og náði það fram til kl. 3 sama dag. Er hér um 65-70 menn að raeða. „Ástæðan fyrir þessu setuverkfalli er sú að (slenskir Aðalverktakar greiddu hér ákveðnum hóp manna sambærileg laun og varnarliðið greiðir sínum starfsmönnum. Við fórum fram á það sama, félags- menn í V.S.F.K. fyrir þunga- vinnuvélamenn og verka- menn sem hér starfa. Þær aðgerðir hófust í byrjun maí Starfsmenn véladeildarinnar tóku lifinu með ró sl. þriðjudagsmorgunn þegar Ijósmyndara Vikur-frétta bar að garði, og sátu ýmist við spil eða tafl. sl. ár en við lentum í efna- hagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar sem bönnuðu allar kauphækkanir frá og með 27.maí til 31.janúar 1984. Við fengum yfirlýsingu frá Islenskum Aðalverktökum þar sem þeir staðfesta að kaupið sem þeir greiða er á margan hátt lægra en aðrir greiða hér á vellinum, þá á ég við varnarliðið, þeirra þungavinnuvéladeild og verkamenn. Frekari saman- burðarathugun átti síðan að hefjast aftur í nóvember og taka gildi þegar banninu létti. Á þeim tveim fundum sem við áttum síðan með forsvarsmönnum fyrirtækis ins var okkur tekið fálega. Það var mikill hringlanda- háttur í þeirra viðræðum og í þessum aðgerðum sem við stöndum í núna er beinn þrýstingur til að fá þá að samningaborðinu", sagði Guðmundur Finnsson sem á sæti í samninganefnd starfsmanna í samtali við blm. Víkurfrétta sl. þriðjudagsmorgun er setuverkfallið hófst. Hugið þið á enn frekari að- gerðir ef árangur fæst ekki með þessari vinnustöðvun. „Þetta er aðeins byrjunin. Það er mjög slæmt fyrir verkafólk sem starfar hér á Suðurnesjum aðeffjársterk ur atvinnurekandi sem og (slenskir Aðalverktakar geti geti gefið út skriflega yfir- lýsingu og ekki staðið við hana, það tel ég mjög alvar- KLAKADROPAR legan hlut" sagði Guðmund ur. „Við munum sjá að svo komnu máli hvað þessar aðgerðir okkar munu leiða af sér. Ef þeir viljasetjast við samningaborðið og hefja viðræður á þeim grundvelli sem umerrætt þáteljumvið okkur hafa náð okkar takmarki þartil að samning- um kemur" sagði Guðmund ur Finnsson. pket.- Fyrstu bátarnir búnir með kvótann - og því hættir veiðum Nú er vitað um nokkra litla báta sem eru hættir veiðum, þar sem þeir eru búnir með aflakvóta þann sem þeim var úthlutað og þeim hefur ekki tekist að afla frekari kvóta annars staðar frá. Eru þetta bátar sem gerðir hafa verið út allt árið um kring fram að þessu en verða nú að hætta veið- um, eftir aðeins tæplega þriggja mánaða úthald. epj. Ljósm : pket Fólk vantar í frystihúsin Sala ríkisfyrirtækja Kanna hvort ríkisstjórnin vilji selja sveitar- félögunum hlut sinn í Hitaveitunni Verður flutt inn erlent vinnuafl? Þrátt fyrir mikið umtal um minni aflakvóta og atvinnu- leysi því samfara, er ástand þannig í dag, að frystihúsin fá ekki nægjanlegt vinnuafl til starfa. Vitað er t.d. um tvö frystihús, Brynjólf hf. í Njarðvík og Hraðfrystihús Keflavíkur hf„ sem hafa að undanförnu auglýst mik- ið eftir fólki án þess að mik- ill árangur hafi orðið af þeim auglýsingum. Eyjólfur Lárusson, yfir- verkstjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur hf„ sagði t.d. í viðtali við blaðið: „Eins og staðan er í dag þá vantar okkur fólk og virðist ekkert framboðveraáfólkitil þess- ara starfa. Virðist okkur að allir fiskverkendur búi við þetta vandamál hér á svæð- inu“. Um það hvað yrði gert, ef ekki fengist fólk, sagði hann: „Ef ekki verður fljót- lega breyting þarna á, hlýt- ur það að gerast fyrr heldur en seinna, að reynt verður að fá hingað erlent vinnu- afl. T.d. gerir þetta fólks- leysi það að verkum hjá okkur, að við náum ekki út úr okkar hagkvæmu breyt- ingum því sem annars ætti að vera hægt að fá, því allt grundvallast þetta jú af góðu fólki og nógu mörgu fólki, og því er það okkar höfuðvandamál nú í augna- blikinu". - epj. Samþykkt var á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja eftir- farandi tillaga frá Tómasi Tómassyni, Guðjóni Stef- ánssyni, Guðfinni Sigur- vinssyni og Leifi A. Isaks- syni: „Með tilvísun til yfirlýstr- ar stefnu fjármálaráðherra felur ársfundur H.S. hald- inn 30. mars '84 stjórninni að kanna hvort ríkisstjórnin muni viljaseljasveitarfélög- unum á Suðurnesjum hlut sinn í H.S. og þá með hvaða kjörum". Var tillagan samþykkt samhljóða, en Eðvald Bóas- son gerði grein fyrir hjá- setu sinni á þá leiö, að það væri ekkert sem styddi það að tillagan kæmi fram. emg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.