Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.04.1984, Side 20

Víkurfréttir - 05.04.1984, Side 20
20 Fimmtudagur 5. apríl 1984 VÍKUR-fréttir Skeytamóttakan er opin alla daganasem fermt er í Keflavík og Njarðvík, í símum 1000 og 1022. Póstur og Sími, Keflavík Hagur Hitaveitunnar batnar Auglýsing Sjálfsbjörg, Suðurnesjum, heldur aðalfund í húsi aldraðra, Suðurgötu 12, sunnudag- inn 8. apríl n.k. kl. 2 eftir hádegi. Venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin Dansleikur í Garðinum föstudaginn 6. apríl n.k. frá kl. 23 - 03. Hljómsveitin GOÐGÁ leikur fyrir dansi. Sýndir verða Free Style dansar. Mætið í stuðið. VÍÐIFt VERKSTJÓRI Á síöasta ári varð tals- veröur halli á rekstri Hita- veitu Suöurnesja, eins og reyndar hefur veriö á hverju ári síðan rekstur hófst. Tapiö 1983 varð kr. 97.4 milljónir og höfðu þá verið afskrifaöar tæpar 53 millj. kr. af gengisjöfnunarreikn- ingi. Til samanburðar varö tapiö 1982 kr. 78.3 milljónir, uppfært til verðlags 31.12. 1983 kr. 121.4 milljónir. Þannig hefur tapið á sam- bærilegu verðlagi lækkað um 24 milljónir kr. Hagnaður af rekstri H.S. án tillits til fjármagnstekna og gjalda, varð 95.5 millj. kr. í stað 3.4 milij. árið áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári urðu kr. 205.7 milljónir, sem er mikil aukn- ing miðað við árið á undan þegar tekjurnar urðu kr. 62.5 milljónir. Tekjur af vatnssölu uröu kr. 176 millj., þar af til Varnarliðsins 53.4%, raforkusala 29.3 millj. og aðrar tekjur 369 þúsund. Rekstrargjöld eru 110.1 milljón kr. Reksturorkuvers kostaði kr. 29.3 millj., að- veitu- og dreifikerfa kr. 2.7 millj. og húskerfi kr. 857 þúsund. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaöur var kr. 7.8 milljónir og afskriftir 69.3 millj. kr. Rekstrarhagn- aður án fjármunatekna og fjármunagjalda 95.5 millj. kr. Fjármuntekjur og gjöld. Vaxtatekjur kr. 7 millj., vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur kr. 659 millj. og reiknaðar tekjur vegna verölagsbreytinga kr. 459.2 millj. Tap ársins kr. 97.4 milljónir. Eignir Hitaveitunnar voru einn milljarður þrjú hundr- uð sextíu og sex milljónir kr. þann 31. des. 1983. Veltu- fjármunir eru kr. 53 millj. og fastafjármunir kr. 1 milljarð- ur 313 milljónir. Skuldir og eigið fé eru samtals 1 millj- arður 366 milljónir kr. Skammtímaskuldir eru kr. 52.8 milljónir, langtíma- skuldir kr. 1 milljarður 328 Óskum eftir aö ráöa verkstjóra til starfa. Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, Tjarnargötu 3, Keflavík. SUÐURNESJAVERKTAKAR HF. ER FLUTTUR UM SET, AÐ TJARNAR- GÖTU 9 (stóra bílastæðiö við skrúðgarðinn). ^PUlSUVftGNINNj^ - Verið velkomin - milljónir. Gengisjöfnunar- reikningur kr. 105.9 millj. og eigið fé kr. 122 milljónir. Heildarstofnkostnaður H.S. hefur verið afskrifaður um 19% eða um 321.2 milljónir kr., af 1.615.2 mill- jónum kr. . Ólafur Nílsson, endur- skoðandi, sagði áfundinum varðandi skuldir fyrirtækis- ins sem ser eru miklar og sumir óttuðust, að Hitaveit- Suðurnesja stæði miklu betur en margar nágranna- hitaveitur með tillit til tekna og orkuöflunar. Sagði Ólaf- ur heildartekjur fyrirtækis- ins 18.7% af skuldum, af því færu 4% í reksturskostnað, 8% í vexti og 6.7% væru eftir sem ætti að nægja fyrir af- borgunum miðað við eöli- legt ástand. - emg. Sofnaði við stýrið og ók aftan á Fyrir rúmri viku varð all harður og óvenjulegur árekstur inn á Reykjanes- braut. Bifreið sem var á suð- urleið og var ekið á 70 km hraða eftir brautinni, varelt uppi af annarri bifreið sem síðan ók aftan á fyrri bif- reiðinni á fullri ferð. Talið er að bifreiðarstjóri aftari bílsins hafi sofnað við stýrið og því stigið fastar á bensíngjöfina. Vaknaði hann við það þegar hann skall á hinn bílinn. Var það lán í óláni að hann lenti á öðrum bíl, þvi annars hefði hann trúlega ekið út af veg- inum á fullri ferð. Meiddist sá sofandi lítil- lega, en báðir bílarnir stór- skemmdust og varð að fá aðstoð kranabíls til að flytja þá á brott. - epj. Rakið bull Vegna lesendabréfs frá J.H. í síðasta blaðiu hafði annar eigandi Veislusala KK samband við blaðið og sagði að efni viðkomandi bréfs væri „rakið bull", eins og hann orðaði það. Við- komandi aðili hefði bent á ákveðinn skaðvald, en síð- an dregið orð sín til baka og því hefði aldrei verið Ijóst hver átti hlut að máli. - epj. OLSEN-GÁLGINN Framh. af 2. síðu sem ísing getur ekki hindr- að virkni hans, né brotsjór eða hnútur sett hann af stað. Sjálfsleppibúnaður- inn er ónæmur fyrir hvers konar hnjaski, höggum og langvarandi titringi og verð- ur aðeins virkur við fyrir- fram ákveðinn þrýsting. Hann þolir langtímaveru í 68 stiga hita og og er virkur i 30 stiga frosti. Gúmmíbáturinn blæs sig ekki sjálfkrafa upp við gálgaskot en er tengdur við skipið með taug. Kippa þarf í ræsiband bátsins til þess að hann blási upp, nema þegar um sjálfvirka losun er að ræða, þá blæs hann sig upp og slitnar frá skipinu er það er komið á 30 metra dýpi. Með því að láta bát- inn ekki blása sig upp um leið og honum er skotið, er komið í veg fyrir að hann skemmist, skoli honum inn á skipið aftur í hafróti. Áhöfnin hefir tækifæri á að hagræða hylkinu og koma þvi á skársta stað til þess að blása hann upp á. Sótt hefur verið um einka- leyfi á öllum búnaði OLSENS-gálgans, svo og honum sem heild og er verndun i gildi í öllum þeim löndum sem að Parísarsam- þykktinni standa. OLSENS-gálginn er nú kominn um borð í 250 ís- lensk fiskiskip og fjöldi pantana liggja fyrir bæði hjá vélsmiðjunni svo og hjá umboðsmönnum úti um land. Hönnuður OLSENS- gálgans er Karl Olsen jr. Framleiðandi er Vélsmiðja Ol. Olsen, Sjávargötu 28, Njarðvík. OLSENS-gálginn hefur staðist allar prófanir sem Siglingamálastofnun ríkis- ins hefir óskað eftir að fram færu, og hlotið viðurkenn- ingu þeiriar stofnunar, til notkunar um borð í íslensk- um skipum. Sekúndubroti eftir aö gálginn var kominn i kaf, skaust gúmmibáturinn upp.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.