Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.09.1984, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 13.09.1984, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 13. september 1984 13 Akstur knattspyrnumanna úr Grindavík: Samið við Steindór Sigurðsson - heimamaðurinn neyddist því til að selja rútu sína burt, að sögn Bæjarbótar ( fjölda ára sá Steindór Sigurðsson í Njarðvík um akstur knattspyrnumanna frá UMFG í Grindavík og þar til fyrir tveimur árum að Svavar Svavarsson í Grindavik tók yfir þessar ferðir. Nú i vor gerði Knatt- spyrnudeild UMFG að nýju samning við Steindór Einn bilstjóranna hjá Steindóri, Guðmundur Ólafsson, við eina rútuna. Kom, Guð, hann kallar Maður búsettur í Njarðvík gefur út hljóm- plötu með trúarlegum söngvum. Hefur sjálfur samið lög og texta, auk þess sem hann syngur öll lögin Nýlega kom út ný hljóm- plata og kassetta með trúar- legum söngvum, sem Jón Ingi Sveinsson, Kirkjubraut 20 í Innri-Njarðvík, hefur gefið út. Platan, sem heitir ,,Kom, Guð, hann kallar", er hljóð- rituð i Hljóðrita í Hafnafirði. Eru 12 lög á plötunni og syngur hann þau öll sjálfur með aðstoð ýmissa aðila bæði varðandi bakraddirog undirspil. Hefurhannsamið sjálfur öll lögin og textann í 10 laganna, en frænkur hans, Hugrún skáldkona og Lilja systir hennar, hafa samið sitt lagið hvor. Hafa allir þeir sem komu nálægt framleiðslu plötunnar gefið alla sína vinnu, en þar ber hæst Hjalti Gunnlaugsson, sem útsetti öll lögin, spil- aði undir og var aðal drif- fjöðrin af þessari útgáfu, að sögn Jóns Inga. En hvers vegna leggja menn á sig slíka útgáfu? Því svarar Jón Ingi þannig: ,,Eins og textarnir bera með sér eru hér um að ræða trú- arlega texta og því trúar- lega umfjöllun. Mér finnst það svona vel þess virði í 4innbrot í Garði, Njarðvík og á Ströndinni í síðustu viku var brotist inn fjórum sinnum. Voru tvö innbrotanna í hús i Garðinum, eitt í bát í Njarðvík og að lokum var brotist inn í hænsnabú á Vatnsleysu- strönd. Framhliðin á plötuumslaginu. allri neikvæðninni í dag, að eitthvað jákvætt komi fram. Ég hef starfað í samtök- um sem heita Ungtfólk með hlutverk og eru í Reykjavík í tengslum við Grensáskirkju og séra Halldór Gröndal. Eg uppgötvaði það þegar ég' sneri mér til trúar, að ég hafði þessa náðargáfu að geta búið bæði til lög og texta", sagði Jón Ingi isam- tali við Víkur-fréttir, en hann annast sjálfur sölu á plöt- unni og kassettunni hér syðra og er hægt að fá hvort tveggja keypt heima hjá honum að Kirkjubraut 20 í Innri-Njarðvík. - epj. Hjá Bensínstöðinni í Garði var stolið 2000 kr. og sömu upphæð hjá Nesbúi á Vatns- leysuströnd. Litasjónvarpi var stolið úr m.s. Haffara GK 240 í Njarðvíkurhöfn, en engu stolið í innbrotinu í Gerða- skóla i Garði. Eru öll málin óupplýst, en unnið er að rannsókn þeirra hjá lögreglunni í Keflavík. epj. um þann akstur sem til félli á vegum deildarinnar. i nýjasta tölublaði Bæjar- bótar i Grindavík er málið tekið til umfjöllunar og þ.á.m. þess getið, að ekki væri annað vitað en að Svavar hefði boðið upp á örugga þjónustu og staðið sig Ijómandi vel. En missir þessa verkefnis hefði haft þær afleiðingar að hann hafi nú selt rútuna burt úr bænum. Vegna þessa höfðu Víkur- fréttir samband við Steindór Sigurðsson og sagði hann að raunar væri ekki annað að ske, en að hann væri búinn að veita þessa þjónustu í yfir 10 ár og því væri hún á nýaðskila sér heim til föðurhúsanna. Meðan Svavar var með þessar ferðir hefðu mál verið þannig aðef hann hafi eitthvað annað haft að gera, þá sleppti hann akstri fyrir knattspyrnudeildina og tæki það í staðinn. Kæmi svona uþp hjá sér sagðist Steindór útvega bíla í stað sinna sem væru upp- teknir, og það án auka- gjalds, í stað þess að sleppa ferðinni eins og Svavar gerði. Hefði þetta vegið þyngst á metunum þegar samið var á ný við sig. Þá sagði Steindór að það þýddi ekkert að ætla sér að gera út lítinn bíl eins og Svavar var með, það væru þegar 6-7 aðilar búnir að gera slíka tilraun og það hefði ávallt mistekist. Hann væri hins vegar betur í stakk búinn þar sem hann væri með meiri rekstur og þ.á.m. væri hann með bíl frá sér þetta 5-6 sinnum á dag uppi í Grindavík og því eðlilegt að hann hefði þessa keyrslu einnig. i Bæjarbót kemur fram í viðtali við formann knatt- spyrnudeildarinnar, að verðmunur milli Steindórs og Svavars hafi varla verið marktækur, en Steindór hafi hins vegar tryggt 100% þjónustu, en það hafi Svav- ar ekki getað gert, og þvi hafi verið samið við Steindór. - epj. TRÉ-3 1 dUin j i TRÉ :-x VÖRULISTI HÚSBYGGJANDANS Nú bjóðum við eftirtaldar vörutegundir af lager: LOFTPLÖTUR undir málningu í stærðum 58x120 cm, 28x120 cm og 28x250 cm. - Verð frá 190 kr. m2. VIÐARÞILJUR full-lakkaðar í stærð- um 28x250 cm og 19x250 cm, í eftirtöldum viðartegundum: Furulamel, perutré, antik-eik, brún-eik, beyki, furu og eik. - Verö frá kr. 390 pr. nv VEGGKLÆÐNINGAR og MILLIVEGGIR undir málningu, í stærðum 38,5x253 cm og 58,5x253 cm. Verð frá 177 kr. m2. GRENIPANILL Parama Pine panill í miklu úrvali. Verð frá 325 kr. m2 INNIHURÐIR afgreiddar af lager í eftirtöldum viðartegundum: Undir málnmgu: antik-eik, hnotulamel, perutré, brún-eik, furulamel, eik, beyki og ask. - Aörar tegundir framleiddar eftir pöntunum. Verö frá kr. 2.950. FATASKÁPAR frá Axel Eyjólfssyni í miklu úrvali. GREIÐSLUSKILMÁLAR? Já, við erum sveigjanlegir í samningum. Allt í húsiö í einum pakka. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. Iðavöllum 6 - Keflavik - Simi 3320 Opiö frá kl. 8-17 alla virka daga. TRÉ-X ER NÝJA VÖRUMERKIÐ OKKAR. === == É-íd TRÉ-X AXIS I Jllii'i ^ É : /\

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.