Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.1985, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 18.07.1985, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 18. júlí 1985 VÍKim-fréttir VÍKUK pttUi „Ég sé að ég get gert ýmislegt“ segir nýútskrifaður „dekoratör64 Útgefandi: Víkur-fréttir hf. Afgreiðsla, ritstjórn og augiýsingar: Hafnargötu 32, II. hæö - Sími 4717 - Box 125 - 230 Keflavik RitstJ. og ábyrgóarmenn: Blaóamaöur: Emil Páll Jónsson, hs. 2677 Eiríkur Hermannss., hs. 7048 Páll Ketilsson, hs. 3707 Auglýsingastjóri: Páll Ketilsson Upplag: 4000 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suöurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annaö, er óheimilt nema heimildar sé getiö. Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Kefiavík íris Þrastardóttir er 23 ára Keflvíkingur sem nýlega lauk námi við Dupont dekoratörfag- skolen í Kaupmannahöfn. Á danskri tungu kallast starfsheiti írisar dekoratör, en það þýðir á venjulegu mannamáli að hún er sérhæfð í að gera hverslags útstillingar og skreytingar fyrir verslanir og annað slíkt. Eg spurði Iris í hverju námið væri fólgið? <b' .b?- ov^ \ Puma ^ Barnastærðir kr. 1.950 Fullorðinsstærðir kr. 2.226 Hringbraut 96 - Sími 4206 Fasteignaþjónusta Suöurnesja KEFLAVÍK: 2ja herb. nýleg íbúð við Heiðarból ................ 1.250.000 3ja herb. neðri hæð við Hátún ..................... 1.350.000 3ja herb. neðri hæð við Hringbr. 61 m/bílskúr ,,laus“ .. 1.500.000 4ra til 5 herb. íbúð við Hringbr. 136 m/bílskúr .......... 2.000.000 5 herb. miðhæð við Hólabraut m/bílskúr ........... 1.500.000 Raðhús á tveim hæðum við Mávabraut, gott hús ..... 1.950.000 137 ferm. gott endaraðhús við Birkiteig m/bílskúr. 3.500.000 Faxabraut 41c: Gott raðhús með bíl- skúr, skipti á ódýrari eign möguleg. 2.500.000 Mávabraut 5e: Gott raðhús á tveim hæðum. 1.950.000 Vesturgata 2, n.h.: 3ja herb íbúð með bíl- skúr, skipti möguleg. 1.900.000 NJARÐVÍK: Einbýlishús við Háseylu með bílskúr, skipti möguleg á ódýrari eign ..................................... 3.400.000 3ja og 4ra herb. íbúðir við Hjallaveg og Fífumóa. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavfk - Simar 3441, 3722 „Þetta er 10 mánaða skóli og fyrst var aðallega unnið með hverslags plak- atgerð og silkiþrykk en síðan var farið meira út í útstillingar og tekin próf í öllu saman“. Geturðu sagt okkur meira um þennan skóla? „Já, skólinn hefur starf- að í 25 ár og á þeim tíma hafa útskrifast þaðan 25 íslendingar. Hann tekur við um 30 nemendum á ári og af þeim 30 sem byrjuðu með mér útskrifuðust 26. Þar voru Danir í miklum meirihluta, en nokkrir Norðmenn og við vorum þrjú frá Islandi". Hvernig gekk þér í skól- anum? „Bara mjög vel. Ég kom sjálfri mér mest á óvart. Ég náði því að verða hæst í lokaverkefninu. Það er 4ra daga törn í að setja upp út- stillingu og auglýsingar með öllu. Verkefni að eigin vali. Við vorum tvær sem fengum 10 og það var ágæt tilfinning. Sérstaklega þegar maður býst ekki við því. En þegar aðaleinkun var reiknuð út var ég þriðja og ég var mjög ánægð með það“. Hvað tekur svo við hjá þér núna? Ertu byrjuð að vinna við útstillingar? Hugmynd írisar að útstillingu á vefnaðarvöru. skipuleggja þetta frekar, fá nokkur tonn af gömlu krónunni, dreifa henni þarna um og selja svo Varnarliðsmönnum að- gang að öllu saman? pket. Hætta að mal- bika sjálfir Keflavíkurbær hefur auglýst eftir tilboðum í út- lagningavél fyrir malbik, valtara og tjörupott. Er ástæðan sú að framvegis taka verktakar að sér lagn- ingu olíumalar og malbiks á götur bæjarins en ekki starfsmenn Keflavíkur- bæjar eins og hingað til. Gullnáma undir Stapa? Það er glampi í augum margra varnarliðsmanna um þessar mundir. Þeir hafa hópast í fjöruna undir Stapa í leit að gulli og græn- um skógum, aðallega gulli. Síðustu fréttir herma að það sé farið að skipuleggja rútuferðir út á Stapa. Varn- arliðsmennirnir grafa þarna upp gömlu íslensku myntina í kílóavís, sem er algerlega verðlaus. Þar var henni sturtað fjöruna í ein- hverju magni ásamt öðru rusli þegar hún datt úr gildi. Væri ekki athugandi fyrir Suðurnesjamenn að íris Þrastardóttir. “Ég vil ekki vera ein á myndinni". „Já, ég tók að mér verk fyrir hárgreiðslustofuna Élegans og svo hef ég verið að dútla upp í Fríhöfn. Annars vonast ég til að fá eitthvað að gera við fagið sem fyrst. Þegar maður lítur í búðargluggana hérna heima, þá sýnast mér vera næg verkefni. Ég sé að ég get gert ýmislegt og vona að ég fái nóg að gera sem fyrst“. - ehe. epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.