Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.1985, Side 6

Víkurfréttir - 18.07.1985, Side 6
6 Fimmtudagur 18. júlí 1985 VÍKUR-fréttir Knattspyrna: Færeyingar fínmalaðir Fyrsti A-landsleikur í Keflavík ísland og Færeyjar léku A landsleik í knattspyrnu í Keflavík 10. júlí. Er skemmst frá því að segja að Islendingar unnu sinn stærsta sigur á Færeyingum til þessa eða 9 mörk gegn engu. Þrír Keflvíkingar léku með landsliðinu að þessu sinni. Ragnar Mar- geirs og Þorsteinn Bjarna léku allan leikinn og Sig- urður Björgvinsson kom inn á sem varamaður. Ragnar var í sínu venjulega banastuði og skoraði glæsi- lega þrennu, öll mörkin mjög falleg. Steini átti afar rólegan dag í markinu, en það sem hann gerði var vel gert. Siggi átti sömuleiðis algerlega skammlausan dag. Leikurinn var oft mjög vel leikinn enda andstæð- ingarnir fremur slakir. Boltinn gekk vel, góð hreyf- ing á mönnum og samvinna góð. I lokin var þó orðin full mikill hamagangur á mönnum, allir vildu komast á skorblaðið. 6 leik- Þjónustuauglýsingar ANNETTA Sólbaðsstofa Snyrtivöruverslun 25% afsláttur af Estéé Lauder og Clinique í 2 daga. ANNETTA Sólbaðsstofa Snyrtivöruverslun Simi 3311 Munið gamla góða símanúmerið, 1777 (2 línur) Skrifstofan opin ki. 8-12 Sími 4777. Hafnargötu 62 Keflavík Auglýsið Víkur-fréttum Sími 4717 GÓLF- SLÍPUN TÖKUM AÐ OKKUR STEYPUVINNU, JÁRNALÖGN OG GÓLFSLlPUN. - Föst tilboð. - Uppl. gefur Einar í síma 3708. MYNDATÖKUR við allra hæfi numunD Hafnargötu 26 - Keflavik - Sfmi 1016 Gengiö inn frá bílastæði. % KER4SMSE Öl! almenn hársnyrting. Pantið tíma. £L Vatnsnestorgi aú&ni irgi W Simi 4848 Bílaverkstæði Prebens Allar almennar bílaviðgeröir, bremsuborðaálímingar, skiptiborðar fyrirliggjandi í ýmsar gerðir bifreiða. Bílaverkstæöi Prebens, Dvergasteini, Bergi, sími 1458 EFNALAUGIN KVIKK SF. Hafnargötu 30 sími 3555°o Avallt í leiðinni. VHS-LEIGA - MYNDBÖND SJÖNVARPSBUÐIN KEFLAVIK HAFNARGÖTU 54 - SÍMi 3634 mönnum tókst það, en þeir voru Ragnar með 3 mörk Cuðmundur Steins 2, úuðmundur Þorbjörns 1, Sveinbjörn Flák. 1, Sævar Jóns 1 og Gunnar Gísla 1 mark. - ehe. Ragnar Margeirs gerði mikinn usla í vöm Færeyinga. Knattspyrna 4 deild: Sannfærandi sigur og úrslit innan seilingar Afturelding - Hafnir 0:3 Hérna mættust sterk- ustu lið riðilsins í því sem telja má úrslitaleik riðilsins. Afturelding lék undan strekkingsvindi fyrst og sótti nokkuð stíft. Sóknir þeirra einkenndust e.t.v. meira af kappi en forsjá, kýlingar inn í teig sem flest- ar höfnuðu i öruggum höndum Jóns Örvars markvarðar. Hafnamenn skoruðu gegn vindi og gangi leiksins þegar Annel Þorkelsson einlék upp all- an völl, sendi á Júlíus Ol- afsson, sem þrumaði lágri sendingu fyrir markið og Gunnar Björnsson sagði „já, kannski, þakka þér fyrir“, og skoraði, 1:0. í seinni hálfleik höfðu Hafnamenn bæði töglin og hagldirnar og hinn gamal- reyndi kappi Hilmar Hjálmarsson bætti öðru markinu við af alkunnu harðfylgi. Lokaorðið átti svo Valur Ingimundarson, þegar hann þrykkti inn þriðja markinu. Öruggur og ótrúlega sannfærandi sigur í höfn(um). Hilmar Hjálmarsson skorar ennþá liðugt. Næsti leikur Hafna er á laugardag gegn Stokkseyr- ingum og fer leikurinn fram á heimavelli Hafna í Kefla- vík. Sigri Hafnir í þeim leik er sæti '\ úrslitakeppninni öruggt. Áfram, Hafnir, mér líkar bara vel við ykkur. ehe. 5 fluttir á sjúkrahús úr um- ferðarslysum í síðustu viku í síðustu viku var lög- reglunni í Keflavík tilkynnt um 8 umferðaróhöpp í um- dæmi sínu og var í einu þeirra slys. Það var árekst- ur í Sandgerði á þriðjudag í síðustu viku milli olíubíls sem kom þjóðveginn frá Keflavík og fólksbifreiðar er ók í veg fyrir hann á gatnamótunum við Staf- nesveg-Suðurgötu. Var þrennt flutt í sjúkrahús úr fólksbílnum, þ.á.m. unga- barn sem var í bílstól. Slapp fólkið allt án teljandi meiðsla en bifreiðin er mik- ið skemmd. Þá varð mótorhjólaslys í Grindavík og var tvennt flutt á sjúkrahús eftir að hjólinu hafði verið ekið á steinvegg. Voru slys ekki alvarleg. í vikunni voru 3 öku- menn teknir í umdæmi lög- reglunnar í Keflavík, grun- aðir um ölvun við akstur. epj. Víkur-fréttir vikulega

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.