Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.1985, Síða 8

Víkurfréttir - 18.07.1985, Síða 8
8 Fimmtudagur 18. júlí 1985 VíKUR-fréttir Knattspyrna 3. deild: Öruggur sigur Grindvíkinga UMFG - Stjarnan 4:0 Grindvíkingar fengu Stjörnuna í heimsókn á föstudagskvöld í norðan hvassviðri og kulda. Leik- urinn var afar mikilvægur fyrir bæði liðin, sem mega helst ekki tapa stigum, ætli þau að ná í rassinn á Sel- fyssingum sem nú tróna á toppnum í riðlinum. Stjarn- an lék undan vindi í fyrri hálfleik og áttu leikmenn erfitt með að hemja knött- inn í rokinu. UMFG átti í vök að verjast framan af og reyndar tókst gestunum fljótlega að koma tuðrunni í markið, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Skyndisóknir heima- manna voru ávallt nokkuð beittar og úr einni þeirra Símon Alfreðs í baráttu við Jóhannes Sveinbjörnsson, fyrirliða Stjörnunnar. Suðurgötu 4a - Keflavik Skrifstofutími: mánudaga og fimmtudaga frá kl. 20-22. Stangaveiðifólk Suðurnesjum Við bjóðum ykkur laxveiðileyfi á bestatíma sumarsins í LANGÁ (Jarðlangsstaða- svæði). Einnig eru örfá leyfi laus í ágúst í Reykja- dalsá og Hallá. Einnig bjóðum við silungsveiðileyfi í Heið- arvatni í Mýrdal með dvalaraðstöðu í nýju og fullkomnu veiðihúsi. Stangaveiðifélag Keflavíkur ÚTBOÐ Sökklar sundmið- stöðvar í Keflavík Hér með er óskað eftir tilboðum í smíði sökkla fyrir væntanlega sundmiðstöð í Keflavík. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 22. júlí n.k. gegn 5000 kr. skilatryggingu, í afgreiðslu tæknideildar Keflavíkurbæjar. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu bæjar- tæknifræðings, Hafnargötu 32, Keflavík, miðvikudaginn 31. júlí n.k. kl. 11.00, að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska og þar kunna að mæta. Bæjartæknifræðingurinn í Keflavík Klippurnar mikið á lofti Að undanförnu hefur lögreglan verið iðin við að klippa númer af óskoðuð- um bílum, og hafa margir orðið illa fyrir barðinu, ef þeir hafa ekki verið búnir að láta skoða, og því er viss- ara að drífa sig með bílinn í skoðun ef bíleigendur hafa trassað það, svo þeir lendi ekki í klippunum. Meðal þeirra bíla sem klippt hefur verið af, er einn af slökkvibílum Bruna- varna Suðurnesja. Þó það sé ekki af trassaskap, þá lenti bíllinn í klippum lög- reglunnar. Þannig er mál með vexti að öryggistæki eins og t.d. slökkvibílarnir í Keflavík og Sandgerði, eru undir góðu eftirliti og því hafa bifreiðaeftirlitsmenn óskað eftir því að þessir bíl- ar kæmu ekki til skoðunar á sama tíma og aðrir bílar, heldur færu eftirlitsmenn- irnir á slökkvistöðvarnar og skoðuðu bílana þar. Enda er á báðum þessum stöðvum um að ræða bíla sem fara í mesta falli út úr stöðinni svona 20-30 sinnum á ári. Nú í ár voru eftirlits- mennirnir ekki búnir að heimsækja slökkvistöðv- arnar og því var klippt af bílnum eins og hverjum öðrum sem sést til og ekki hafa verið færðir til skoð- unar á réttum tíma. Dugði það til þess að eftirlitsmenn bifreiðaeftirlitsins komu þegar og skoðuðu þau tæki sem óskoðuð voru. - epj. Auglýsingasíminn er 4717 skoraði Hjálmar Hall- grímsson með fljúgandi skalla eftir góðan undir- búning Símonar. Staðan í hálfleik 1:0. I seinni hálfleik komu Stjörnumenn ákveðnir til leiks og fengu gullið tæki- færi til að jafna strax, en hörkuskalli smaug framhjá stöng. Grindvíkingar vörð- ust vel og tókst að ná und- irtökunum. Það var svo Guðlaugur Jónsson sem gerði út um leikinn með tveimur glæsimörkum á jafn mörgum mínútum. Hörkuskot af löngu færi rataði rétta leið og skömmu seinna var Gulli óvaldaður á markteigshorni og hanir- aði tuðrunni í þaknetið. Raunar fékk Guðlaugur opið færi á að skora þrennu, en „tókst“ að koma boltanum yfir. Undir lok leiksins átti Helgi Bogason langa send- ingu/skot að marki, sem markvörður hélt ekki og hinn markheppni Símon Alfreðsson hegndi honum með potmarki. Eitthvaðfór þetta í taugarnar á mark- verði og æstist hann allur. Hann róaðist svo þegar Haukur dómari sýndi hon- um gula spjaldið. Annars fengu þeir Albert og Sig- urður í UMFG líka spjöld, en það var fyrir að hitta ekki boltann heldur and- stæðing, eða þannig. Sem sagt: UMFG á ennþá nokkra möguleika á sigri í riðlinum. Áfram UMFG! ehe. Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur: Öruggt hjá Geira Verðlaunahafar úr Meistaramóti G.G. Golfldúbbur Grindavík- ur hélt meistaramót sitt á sama tíma og G.S. Þar var leikið í 3 flokkum, opnum flokki með og án forgjafar, kvenna- ogunglingaflokki. Si gurgeir Guðjónsson varð öruggur meistari klúbbs- ins og gerði gott betur, því hann vann sig upp í meist- araflokk. Geiri er því fyrsti m eist arfl okksm aður klú b bs- ins, en örugglega ekki sá síðasti. Úrslit urðu annars þessi: An fbrgj.: Sigurgeir Guðjónsson . 309 Guðmundur Bragason 332 Jakob Eyfjörð ......... 347 Með förgj.: Sveinbjörn Bjarnason . 271 Birgir Ingvason ....... 290 Bragi Ingvason ........ 291 Kvennall. - 36 holur m/forgj.: Bylgja Guðmundsdóttir 203 Kristjana Eiðsdóttir ... 210 Berglind Demusdóttir . 217 Ungl.fl. - 36 holur m/lbrgj.: Guðm. Ö. Guðjónss. .. 138 Gunnlaugur Sævarsson 158 Jón L. Jóhannesson . . 158 Þátttakendur voru 25. pket. Verslunin KÓSÝ auglýsin Vorum að fá mikið úrval af pappaplöntum á mjög góðu verði. Einnig mikið úrval af fallegum gjafavörum. Furuskreytingar í miklu úrvali, verð frá 195 kr. Munið símaþjónustuna okkar eftir lokun: 4722 - 4938 - 4343. - Gjörið svo vel að líta inn. - Verslunin KÓSÝ Hafnargötu 6 - Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.