Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.1985, Page 11

Víkurfréttir - 18.07.1985, Page 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 18. júlí 1985 11 Eru siglingar Rainbow Navigation „svínarí“? Mikið hefur verið skrifað og talað um siglingar bandaríska skipafélagsins Rainbow Navi- gation Inc. til íslands og flutn- inga þess á vörum varnar- liðsins. Islensku skipafélögin kvarta sáran yfir tekjumissi og ósanngjarnri samkeppni og hefur lítið komist að, annað en sjónarmið þeirra. Nú er svo komið að einstakir þingmenn og jafnvel utanríkisráðu- neytið eru farnir að hóta laga- setningum til að stöðva þennan „ósóma“. Núverandi ástand er farið að valda þeim sem betur vita, miklum áhyggjum. Því aðrir og veigameiri hagsmunir Is- lands geta dregist inn í þessa mynd, með litlum fyrirvara. Staðreyndin er nefnilega, að sú sviðsetning sem íslensku útgerðirnar hafa dregið upp af þessu máli, segir ekki nema helminginn af sannleikanum. Tilkomu Ranbow Navigation Inc., má rekja til óeðlilegrar verðlagningar á flutningum íslensku útgerðanna. Það sem gerir málið öllu alvarlegra er að vissir þingmenn og utanríkisráðuneytið kingja hálfum sannleikanum ómeltum og ana út á svið sem þeir hafa takmarkað vit á, með hótunum sem geta skaðað miklu veigameiri hagsmuni landsins og jafnvel skaðað hagsmuni útgerðanna sjálfra, þegar til lengri tíma er litið. Nauðsynlegt er að skoða þetta mál yfir lengra tímabil, til að sjá hvað hefur raun- verulega gerst. í upphafi voru flutningar fyrir varnarliðið á vegum bandaríska skipafél- agsins Moore-McCormack í skjóli innlendra aðila. Þetta bandaríska félag hætti síðan þessum siglingum bæði vegna þess að skip þess voru óhentug til þessara siglinga og vegur félagsins hnignaði almennt. Tók Eimskipafélagið þá við flutningum fyrir varnarliðið. Flutningsgjöld Eimskipafél- agsins í siglingum til Ameríku urðu fljótt verulega hærri en viðgekkst í Atlantshafssigling- um, fyrst og fremst vegna þeirrar miklu tækniþróunar sem varð með gámavæðing- unni, en þessi þróun barst hingað mikið seinna. Einnig olli skortur á samkeppni hin- um háu flutningsgjöldum Eimskipafélagsins, enda lækk- aði það ekki flutningsgjöldin þegar félagið byrjaði með gámaskip á þessari siglinga- leið. A seinni hluta síðasta árs byrjaði svo skipafélagið Bif- röst hf. siglingar til Banda- ríkjanna, með flutninga fyrir varnarliðið sérstaklega í huga. Flutningsgjöldin fyrir varnar- liðið voru svo há, að þótt m/s „Bifröst'* hafi verið allskostar óhentugt skip til þessara sigl- inga, þá var samt hægt að hagnast á siglingunum. Gjaldið fyrir flutninga á 20 feta þurrgámi með hervöru til íslands frá Bandaríkjunum var á þessum tíma meira en þrisvar sinnum hærra en fyrir slíkan gám í Atlantshafssigl- ingum alla leið frá meginlandi Evrópu til sömu hafna í Bandaríkjunum. Eimskipafél- agið brást mjög hart við sam- keppni Bifrastarinnar og upp- hófst flutningagjaldastríð á hervörunni milli skipafélag- anna, sem stóð yfir næstu fimm árin. Það varð ekki fyrr en 1982 að flutningsgjöld á hervörunni voru komin aftur upp í þær sömu tölur í dollur- um ogþau voru 1977,þegarað verðstríðið byrjaði. Sjóílutn- ingadeild hersins var ánægð með þessa samkeppni íslensku félaganna og naut góðs af, enda lækkuðu flutningsgjöld til Islands yfir 50% og nálguð- ust þau flutningsgjöld sem voru almennt í flutningum yfir Atlantshafið. Bifröst hf. lifði ekki af þetta harða verðstríð við Eimskipafélagið og riðaði á barmi gjaldþrots og var end- anlega keypt af samkeppnis- aðilanum, Eimskipafélaginu. Strax í kjölfar þess að Bifröst hf. hætti siglingum, þutu flutn- ingsgjöldin fyrir hervöruna upp í fyrra form og var Sjóflutningadeildin augljós- lega óhress með þessa þróun, sem bar keim af einokun. Sjóflutningadeildin var því mjög ánægð þegar Hafskip hf. hóf siglingar til Bandaríkj- anna 1980 og átti nú von á að samkeppnin myndi leiða af sér sanngjörn flutningsgjöld á hervörunni. En strax kom í ljós, að ekki var um neina sam- keppni að ræða, því Hafskip notaði nákvæmlega sömu flutningsgjöld og Eimskipa- félagið fyrir hervöruna og allar breytingar á töxtum voru gerðar sameiginlega af báðum félögunum. Eimskipafélagið fjölgaði skipum á siglingaleið- inni og varð mikið yfirfram- boð í rými. Þrátt fyrir yfir- framboð í rými, voru flutn- ingsgjöldin svo há, að sigling- ar skipanna báru sig, þótt þau sigldu sum hver hálftóm mest af tímanum. Þessi þróun olli eðlilega mikilli gremju hjá Sjó- flutningadeild hersins, því hér var augljóslega um einokun að ræða. Þó keyrði um þverbak á árunum 1983 og 1984, þegar bæði Eimskipafélagið og Haf- skip hófu flutninga á gámum yfir Atlantshafið, um Island. Þá var svo komið að Sjóflutn- ingadeildin borgði 3.600 dollara fyrir 20 feta gám frá Bandaríkjunum til íslands, á meðan um borð í sama skipi voru samsvarandi gámar frá Bandaríkjunum, með umskip- un á íslandi og áfram til Evrópu fyrir 1000 dollara. Það var síðan í kjölfar þeirrar einokunar og ótrúlega háu flutningsgjalda sem Eim- skipafélgið og Hafskip kröfð- ust fyrir flutningana til íslands og mikillar óánægju Sjóflutn- ingadeildarinnar sem spurðist út, að aðilar í Bandaríkjunum sáu sér leik á borði að stofna útgerð um þessa flutninga sem skilaði hagnaði vegna hinna háu flutningsgjalda. Þessir aðilar stofnuðu Rainbow Navigation Inc. og fengu til þess aðstoð frá verkalýðsfélög- um sjómanna og einnig sérsamninga um laun sjó- mannanna, sem eru verulega undir gildandi samningum. Verkalýðsfélögin töldu sig tilneydda til slíkra tilslakana til að létta eitthvað á því at- vinnuleysi sem ríkir hjá með- limum þeirra. Þótt Rainbow Hope sé lítið skip er samt hægt að reka það með hagnaði vegna hinna háu flutningsgjalda. Þegar Rainbow hóf siglingar sínar, var það gert á nákvæmlega sömu töxtum og Eimskipafél- agið og Hafskip nota og ekki um undirboð að ræða, né að þeir notuðu sér lagalegan for- gang á flutningum með hærri flutningsgjöldum. Nú er svo komið að Rainbow annast u.þ.b. 60% af herflutning- unum, en Eimskipafélagið og Hafskip um 40% saman. Þótt Eimskipafélagið og Hafskip hafi lækkað og síðan hækkað aftur flutningsgjöldin í fyrra horf, þá veit Sjófiutninga- deildin af biturri reynslu að slíkt eru einungis viðbrögð til að koma á fót fyrri einokun og getur enginn álasað þeim það. í ljósi fyrrgreinds, er aug- ljóst að Rainbow Navigation Inc. hefði aldrei orðið til, ef ekki hefði komið til óstjórnleg græðgi og vafasamir viðskipta- hættir íslensku útgerðanna í gegnum einokun og meira en þrefalt hærri flutningsgjöld en almennt gerðust á svipuðum siglingaleiðum. Það skýtur líka skökku við þegar stjórn- völd hérlendis taka að sér að verja slíka „aronsku" með kjafti og klóm og ef „aronskan" á að verða ofaná og sjálfsvirðing íslendinga til sölu, þá er erfitt að sjá hvers vegna einstakir aðilar eins og þessar útgerðir eiga að njóta hennar, umfram aðra. Allar yfirlýsingar utanríkis- ráðuneytisins og svör banda- ríska utanríkisráðuneytisins um mál þetta bera keim af miklu kunnáttuleysi og barna- skap. Umtalaðar breytingar á bandarískum lögum til að fyrirbyggja sérréttindi Rainbow Navigation Inc. eru út í hött, því siglingar þess- arar útgerðar eru örlítið brot af miklu stærra dæmi. Bandaríkin geta bent á að fram til siglinga Rainbow Navigation Inc., hafi íslend- ingar alfarið haft alla sjófiutn- inga á milli landanna í sínum höndum og „Rainbow Hope“ annist ekki nema u.þ.b. 15% allra fiutninga milli landanna í dag. Ennfremur geta Bandaríkin bent á að fast að helmingur siglinga milli land- anna séu stundaðar af skipum í þjónustu íslensku útgerð- anna, en eru undir erlendum fánum og ekki mönnuð íslend- ingum. Þjóðum sem eru í sömu að- stöðu og íslendingar i þessum málum, s.s. Bretar, Vestur- Þjóðverjar, Grikkir, Tyrkir o.s.frv., hefur aldrei dottið í hug að setja lög sem takmarki forgang bandarískra skipafél- aga að bandariskri hervöru, enda er þeim öllum ljóst að útgerðir þeirra hafa yfirgnæf- i andi hlutfall af fiutningum milli lands síns og Bandaríkj- anna. Þessi lönd eru einnig þess meðvituð að útgerðum þeirra er lífsnauðsyn að hafa sem mest frelsi í siglingum, sem er einn af hornsteinum undir allri milliríkjaverslun og milliríkjaverslun ein helsta forsenda hagvaxtar í heiminum. Einnig má benda á að Bandaríkin eru ekki ein um að veita skipum skráðum í heimalandi sínu, forgang að herfiutningum. Þetta gera Bretar, Frakkar o.s.frv., að ekki sé minnst á Sovétríkin. íslendingar umfram allar aðrar þjóðir, njóta þess að sitja allt að því einir að sínum milíi- landasiglingum og er það mikill þjóðarhagur, því eru öll viðbrögð sem stefna þessum þjóðarhag í hættu varhuga- verð og sem mest frelsi siglinga mikils virði fyrir okkur. Lagasetningar og takmark- anir siglinga, eins og nú eru til umræðu eru því beinlínis hættulegar og geta boðið því heim, að ýmsar viðskipta- þjóðir okkar, s.s. Nigeria, Portúgal o.fi. geti krafist hluta fiutninga á útfiutningsvörum okkar sem við seljum þeim, í eigin skipum án tillits til flutningsgjalda og eru þessir hagsmunir einir sér stærri en Rainbow Navigation, enda markaðsverð afurða okkar þá í hættu, að ekki sé minnst á hagsmuni þeirra íslensku út- gerða sem stunda þessar sigl- ingar nú. Að lokum má benda á að allar lagalegar takmarkanir sem við setjum á bandarískar útgerðir, myndu mjög líklega leiða af sér harðar mótbárur hjá bæði almenningi og verka- lýðsfélögum í Bandaríkjunum, sem þarlend stjórnvöld geta lítið haft áhrif á. Verkalýðs- félög þar hafa áður gripið til hafnbanna á erlend skip í trássi við stjórnvöld, vegna hagsmunaárekstra milli þjóða. Einnig skal hafa í huga að sú nefnd Bandaríkjaþings sem fjallar um siglingar Rainbow Navigation hefur einnig með að gera fiskveiðar Banda- ríkjamanna og geta umræddar lagasetningar augljóslega haft neikvæð áhrif á möguleg veiði- og löndunarréttindi íslenskra skipa í Banda- ríkjunum, sem verið hafa til umræðu. Bandaríkin eru okkar veigamesti útfiutnings- framh. á síðu 14 Áhugafólk um útiveru og ferðamennsku N.k. laugardag, 20. júlí, efna Ferðamálasamtök Suðurnesja til skoðunar- og söguferðar um Hafnir - Reykjanes - Grindavík - Bláa lóniö Ekiö um Hafnir út á Reykjanes. Litast um á Reykjanesi, m.a. fariö upp i vitann. Ekiö um Staöarhverfi og litast um í laxeldisstöö. Grindavíkurkaupstaöur skoöaöur áöur en haldiö er i skoöunarferö um Hitaveitu Suöurnesja og aö Bláa lóninu. Fólki gefst kostur á sundspretti í lóninu. Aö- gangur aö baöaöstööu. Þeir sem vilja geta notiö veitinga i nýju og glæsilegu gistiheimili við lóniö. Lagt verður upp frá bæjarskrifstofunum í Kefla- vík stundvislega kl. 13.00 - Leiðsögumaður: Guðrún Eyjólfsdóttir. Verð kr. 300 fyrir fulloröna, 150 fyrir 12-15 ára. Frítt fyrir börn í fylgd með foreldrum. Áætluö heimkoma til Keflavíkur kl. 17.-17.30. FERÐAMÁLASAMTÖK SUÐURNESJA Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 4099

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.