Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.1985, Side 6

Víkurfréttir - 05.09.1985, Side 6
6 Fimmtudagur 5. september 1985 VÍKUR-fréttir Góð auglýsing gefur góðan arð. Auglýsið í Víkur-fréttum. Leirnámskeið hefst 12. sept. Innritun í síma 2238. Erla Sigurbergsdóttir Beitningarmenn Óskum eftir aö ráða vana beitningamenn við m/b Þröst KE 51, sem hefja mun línu- veiðar um miðjan september. Upplýsingar í síma 4666. BRYNJÓLFUR HF. Njarðvík Málningar- þjónusta Óskars 7644 ATVINNA - Málarar Óska að ráða málara eða laghenta menn í vinnu, í lengri eða skemmri tíma. Uppl. í síma 7644. Húsnæði óskast Óska eftir íbúðar- og geymsluhúsnæði, saman eða í sitt hvoru lagi. Uppl. íveitinga- vagninum BOGARÚLLUR, Hafnargötu 25, Keflavík. Bráðhress starfskraftur óskast í afgreiðslu í veitinga- vagninum BOGARÚLLUR, Hafnargötu 25, Keflavík. Bílpróf nauðsynlegt. Uppl. á staðnum. Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning ef óskað er. Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleltl 33 - Ketlavik - Siml 2322 Ferðamálasamtök Suðurnesja: Góð reynsla af fyrsta starfsárinu - Óþrjótandi starf framundan varðandi uppbyggingu ferðamannaiðnaðar á Suðurnesjum Ferðamálasamtök Suð- urnesja eru þessa dagana að ljúka fyrsta skipulagða starfsmisseri sínu. Af því tilefni tókum við formann samtakanna, Pétur Jó- hannsson, tali sl. mánudag. Báðum við hann að segja okkur frá reynslunni af þessari starfsemi og hvaða lærdóm menn hefðu fengið og hver yrði framtíðin. „Þetta hefur komið sæmilega út, þó stundum hafi þurft að fella niður ferðir“, sagði Pétur. „Hefur reynslan sýnt okkur að þátttakan fer mikið eftir veðráttu, en þátttakan virð- ist fara mest eftir því hvern- ig þessar ferðir spyrjast út manna á meðal. Ef þátt- taka hefur verið undir 10 manns höfum við fellt við- komandi ferðir niður. Höfum við fengið ágætis reynslu út úr þessu og vit- um nú hvað má betur fara og hvað ekki. Við vitum það líka að mjög fljótlega tekst að metta innanlands- markaðinn og því verðum við að snúa okkur að er- lendum ferðamönnum, en það fólk sem komið hefur í þessar ferðir er mest af Reykjavíkursvæðinu, minna er um að heima- menn komi með. Að vísu fer það eftir hvað á boð- stólum er, t.d. er mikill áhugi fyrir Eldeyjarferð sem verður á næstunni. Næsta sumar munum við snúa við blaðinu og skipu- leggja móttöku á erlend- um ferðamönnum og er nú verið að útbúa bækling fyrir þann markað. Munum við því í framtíðinni verða frek- ar ráðgefandi aðili um ferðalög hér á svæðinu, en látum ferðaskrifstofurnar um sjálfar ferðirnar. Einnig munum við skipuleggja ferðir fyrir landann hér um svæðið án þess að við séum beinir þátttakendur í þeim. Utvegum við leiðsögumenn og ýmsa aðra þjónustu sem þessu fylgir. Varðandi innanlands- markaðinn munum við hafa samband við ýmis ferðafélög sem hafa innan- landsferðalög á stefnu- skránni, s.s. Utivist, og fá þau í lið með okkur. En varðandi erlendu ferða- mennina, þá horfum við t.d. til skemmtiferðaskip- anna o.fl. hópa, sem koma hingað í stuttar ferðir". Liggur ljóst fyrir að hér er mikið starf framundan hjá þessum ungu samtök- um, því ekkert annað þýðir en að fylgja þessu fast eftir ef einhver árangur á að nást, þannig að ferða- mannaiðnaður geti orðið að veruleika á Suðurnesjum i framtíðinni. Er því um óþrjótandi starf að ræða og ættu því allir þeir sem áhuga hafa fyrir að leggja einhvern skerf í uppbygg- ingu þessa að koma boðum til stjórnarmanna Ferða- málasamtaka Suðurnesja. epj- Til styrktar Þroskahjálp Þessar tvær ungu dömur héldu hlutaveltu að Elliðavöllum 17 og gáfu ágóðann til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Þær heita Olga Sif Guðgeirsdóttir og Gunnur Magnúsdóttir. l-X-2 l-X-2 „Hef haldið með Chelsea í 20 ár“ „Ég er búinn að halda með Chelsea síðan 1964, eitthvað svoleiðis. Þetta eru orðin rúm 20 ár og sannarlega gleðilegt að liðið skuli vera komið í 1. deildina á ný“. Svo mælir hinn gallharði Chelsea-aðdáandi, Omar Jóhannsson, Garðmaður með meiru, þótt heima eigi í Keflavíkinni. „Ég tippa nú ekki mikið en fylgist samt mikið með. Þetta er eiginlega eins og hjá honum Ragga vini mínum. Ég fylli út seðil þegar ég man. Unnið? Jú, bíddu við, ein- hvern tíma vann ég nokkra „fimmhundruðkalla". „Það er greinilegt að deildin verðurjöfn ogskemmtileg. Man. Utd. fer að springa á limminu en ég spái þeim þó sigri um helgina. Liverpool-liðin eiga eftir að koma meira inn í baráttuna. Eins Lundúna-liðin Tottenham og Arsen- al, sérstaklega það fyrrnefnda. En þetta sýnir að ekki er nóg að hafa liðin stjörnum prýdd, liðsheildin skiptir miklu. Mitt lið? Þeir eiga eftir að spjara sig. Ég spái þeim 5.-6. sæti. Númer eitt að þeir verði fyrir ofan Sheffield Wed. Við komum nefnilega upp með þeim í hitteðfyrra og vorum stigi fyrir ofan. En, heyrðu, Páll, hvað meinarðu? Er liðið mitt ekki á seðlinum?" Heildarspá Ómars: Leikir 7. sept.: Birmingh. - Aston Villa 1 Coventry - Arsenal . . X Liverpool - Watford . 1 Man. Utd. - Oxf. Utd. 1 Q.P.R. - Everton .... X Sheff. Utd. - West Ham 1 South’pton - Man. City 2 Tottenh. - Newcastle . X W.B.A. - Ipswich .... 1 Charlston - Cr. Palace 1 Fulham - Portsmouth X Shrewsbury - Leeds .. 2 Formaðurinn í forystu - náði 7 réttum Formaður ÍBK, Ragnar Margeirsson, gerði það heldur betur gott á síðasta seðli. 7 réttir lágu og forystan er hans. I fyrra dugðu 7 réttir í úrslitin. Nú er aðsjáhvaðfélagi hans, Ómar Jóhannsson, gerir. P.S. Getraunaáhugamenn! Ég er kominn með all nokkur nöfn manna sem vilja vera með í leiknum hér. En það er nógplássfyrir fleiri, leikirnir skipta tugum. Hringið eða skriftð, - til mikils er að vinna. - pket.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.