Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.10.1985, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 17.10.1985, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 17. október 1985 VÍKUR-fréttir mun ^uttii Ulgefandl: Víkur-fréttir hf. Afgreiösla, rltstjórn og auglýslngar: Hafnargötu 32, II. hæö - Sími 4717 - Box 125-230 Keflavík Ritstj. og ábyrgöarmenn: Emil Páll Jónsson, hs. 2677 Páll Ketilsson, hs. 3707 Fréttastjóri: Emil Páll Jónsson Auglýsingastjórl: Páll Ketilsson Upplag: 4500 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annaö. er óheimilt nema heimildar sé getiö. Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik Beitingamann vantar strax á 65 tonna bát sem rær út frá Keflavík. Upplýsingar í síma 4666 og 6619. BRYNJÓLFUR HF. Enn eiga nokkrir eftir að greiða félags- gjöld 1985. Vinsamlegast greiðið gíróseðl- ana í næsta banka eða hjágjaldkera, Kristj- áni Sigurðssyni, Greniteig 19, Keflavík, sími 1409. Með félagskveðju. Húsnæði óskast í Grindavík Óska eftir húsnæði í Grindavík undir skyndibitastað eða söluturn. Uppl. í síma 4151. Smáratún 46, Keflavik: Góð 4-5 herb. efri hæð á- samt ca. 55 ferm. bílskúr. 2.400.000 Háteigur 14, Kellavfk: 4ra herb. mjög góð efri hæð ásamt bílskúr. Laus fljót- lega. Fasteignaþjónusta Suðurnesja 2ja og 3ja herb. íbúðir viö Heiðarholt, Heiðarból, Heiðarhvamm og Mávabraut. Verð frá .......... 1.200.000 2ja herb. efri hæð í nýlegu húsi við Faxabraut. Raðhús við Faxabraut og Birkiteig. Verð frá .. 2.500.000 Parhús við Sunnubraut ....................... 2.200.000 Vlölagasjóöshús viö Bjarmaland I Sandgeröi I góöu ástandi. Skipti möguleg. Einnig er hægt aö taka bifreiö upp I útborgun. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavík - Simar: 3441, 3722 Laufey Kristjánsdóttir, ritari FK, og Margrét Einarsdóttir, þjálfari og formaður félagsins, ásamt hópi ungra telpna. Fimleikafélag Keflavíkur stofnað 12. sept. sl. var stofn- fundur nýs íþróttafélags í Keflavík og nefnist það Fimleikafélag Keflavíkur. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Margrét Einars- dóttir, en hún er mikil áhugakona um íþrótta- grein þessa. Margrét mun auk þriggja annarra kvenna sjá um þjálfun hjá félaginu en það eru Brynja Arnadóttir, Auður Harðar- dóttir og Auður Ketils- dóttir sem kemur frá Fim- leikafélaginu Björk í Hafn- arfirði. Akveðið var að fara af stað með fimleikanámskeið fyrir börn og unglinga og fékk félagið inni í íþrótta- húsi Myllubakkaskóla 3 daga í viku, 6 tíma í senn. I samtali við Laufeyju Kristjánsdóttur, ritara fé- lagsins, virðist mikill áhugi fyrir fimleikum hérna á svæðinu, því færri komust að en vildu. Er stjórn FK að leita fyrir sér um fleiri tíma fyrir æfíngar, en all margir eru á biðlista sem ekki komust á fyrstu námskeið- in. 100 börn taka nú þátt í þeim. Æfingargjöldum er stillt í hóf og eru 500 kr. til ára- móta en félagsgjald kr. 100 fyrir árið. Til að hægt verði að halda uppi námskeiðum sem þessum, hefur félagið ákveðið að gefa út gíró- seðla til styrktarfélaga að upphæð kr. 250. Vill stjórn- in hvetja þá sem áhuga hafa á að styrkja starfsemina að hafa samband við gjaldkera félagsins, Jóhönnu Gunn- arsdóttur í síma 3767 eða aðra stjórnarmenn. Stofnfélagar Fimleika- félags Keflavíkur voru 36 en í fyrstu stjórn eru eftir- taldir: Margrét Einarsdóttir, formaður, Ingibjörg Ósk- arsdóttir, varaformaður, Jóhanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri, Laufey Kristjáns dóttir, ritari og Inga María Ingvarsdóttir meðstjórn- andi. Varamenn voru kosnir Helga Margrét Guðmundsdóttir og Sigrún Helgadóttir. Fyrirhugað er að félagið verði aðili að Iþróttabanda- lagi Keflavíkur. Stjóm FK hefur þegar látið hanna merki félagsins og gerði það Gísli Guðjónsson. Margrét leiðbeinir hér .einni telpunni. Ca C=D eyfis- bifreiðum Keflavíkur Frá og með sunnudeginum 27. okt. verða eftirfarandi breytingar á ferðáætlun á sunnudögum og öðrum helgidögum: Ný ferð: Frá Reykjavík kl. 22. Frá Keflavík til Sandgerðis kl. 23.15. Frá Sandgerði til Keflavíkur kl. 23.30. Breyting: Frá Keflavík til Sandgerðis kl. 21.15 (í stað kl. 21.45) Frá Sandgerði til Reykjavíkur kl. 21.30 (í stað kl. 22.00) Frá Keflavíktil Reykjavíkurkl. 22.00 (í stað kl. 22.30) Aðrar ferðir óbreyttar. SÉRLEYFISBIFREIÐIR KEFLAVÍKUR Pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.